Ég er með 800mhz p3, geforce 2 skjákort og 512 sdram og ég næ ekki að spila td. Morrowind í nógum gæðum og á nógum hraða til að nenna að spila hann og þetta er líka svona með flesta nýrri leiki.
Félagi minn er með XP1800, 128 ddr og geforce 4600ti og Morrowind hikstar feitt í hans tölvu og líka fleiri "stórir" leikir,hann getur líka ekki spilað Unreal 3 neitt (nema í mjög lélegum gæðum).
Spurningin er þessi: Hvað þarf maður góða tölvu í dag til að geta spilað alla leiki nánast perfect, það væri líka gaman að vita hvernig tölvur þið eruð með og hvernig gengur með ykkar leiki (náið þið að spila þá í bestu grafík og fl.), takið til dæmis Morrowind eða Unreal 3 eða aðra fleiri leiki.
