DoRi- skrifaði:kristjanm skrifaði:Hvernig lýst ykkur svo á vélbúnaðinn í nýju XboX vélinni?
3x 3.2GHz core-ar?
las einhversstaðar að PS3 verði 7x 3.2GHz core-ar
svo ég ætla að bíða..
Það er ekki sambærilegur örgjörvi í X360 og PS3. Í X360 eru þrír 3.2ghz kjarnar sem geta keyrt tvo þræði í einu (svipað hyperthreading). Þessir örgjörvar eru frekar einfaldir miðað við 'venjulega' örgjörva sem eru í PC vélum og þar af leiðandi ódýrari.
Í PS3 hinsvegar er allt annað í gangi. Þar er einn aðalörgjörvi sem er mjög svipaður einum kjarna úr X360 (IBM sér um hönnun og framleiðslu á báðum örgjörvum) og sjö ennþá einfaldari örgjörvar sem eru tileinkaðir mjög flóknum reikningum (floating point reikningar).
Oftast er talað um að PS3 hafi eilítið öflugri vélbúnað (bæði aðalörgjörva og skjákort), en að erfiðara sé að nýta hann þar sem forritunarumhverfið sé flókið og ófullkomið. Hinsvegar er umhverfið fyrir X360 mun betra, og hafa margir forritarar hrósað því.
Ég get hent inn grein um Cell örgjörvann í PS3 sem ég skrifaði seinasta vor, ef það er áhugi fyrir því. Hún er nokkuð tæknileg og á ensku en ætti að vera ágæt lesning fyrir áhugamenn samt sem áður.