worghal skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Já þú mátt stela 5þus af mér ef þú þarft þess.
En þetta eru endalausir útúr snúningar.
Komið langt út fyrir það sem ég var að tala um.
Og já skandall skiptir litlu. Lögbrot skiptir öllu.
þetta snýst um brot á hagsmunum almennings.
ef þú metur þetta sem 5þ á mann sem er "stolið" og það er bara allt í lagi, þá er það til heildar litið rétt undir 2 miljarðar.
þá er þetta ekki 5þ kr lengur heldur næstum tveir helvítis miljarðar.
Þetta gerir bjarni til hagsmuna síns og sinnar fjölskyldu og gefur skít í almenning og ríkisstjórnina sem honum var treyst fyrir.
Ef það á að selja eignir ríkissins, þá á ekki að gefa afslátt og það á að sækja í hæðsta mögulega verð sem fæst.
Þú tekur þetta úr öllu samhengi.
Var að svara Henjo, ekki að tengja minn 5þus við ríkissjóð.
Ég er bara reality junkie, ég geri mér grein fyrir eðli mannsins.
Við munum alltaf hugsa að einhverju leyti um okkur sjálf áður en við hugsum um aðra, fólk í pólitík er ekkert öðruvísi fólk.
Þetta mun gerast sama hvaða ríkisstjórn er, þeir sem standa þeim næst munu hagnast á þessu.
Fá störf í ráðuneytum, nefndum og svo gerðir samningar um þjónustu sem lenda á þessum vinum.
Þetta er lítið land.
Ég geri mér grein fyrir mörgum ókostum við þetta kerfi, sjálfstæðismenn hafa gert margt vafasamt.
En þetta eru samt bara smá munir imho.
Það verður forvitnilegt hvernig þessi ríkisstjórn mun spila úr spilunum en ég geri mér ekki miklar væntingar.
Afhverju teljið þið að ríkisstjórn Jóhönnu hafi ekki lifað og svo gott sem þurrkað út flokkinn?
Katrín hættir og hennar flokkur þurrkast út.
Bjarni er að hætta svo hans flokkur geti eflt sig fyrir næstu kosningar. Með nýjum formanni ná þeir líklega eitthvað af fylgi viðreisnar tilbaka, því margir fóru einmitt þangað útaf óánægju með Bjarna.
We live and learn, þetta verður athyglisvert ár varðandi pólitík.