Endurnýja fjöltengi?


Höfundur
falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Endurnýja fjöltengi?

Pósturaf falcon1 » Fim 07. Nóv 2024 23:22

Ég var að rekast á umræðu á netinu um að maður ætti að endurnýja fjöltengin hjá sér á 3-5 ára fresti til að minnka líkur á bruna. Er eitthvað til í því? Ég er líka með nokkra flakkara sem eru með USA tengi og ég nota breytiklær í fjöltengi til að tengja það - einhver meiri hætta á bruna við slíkt fyrirkomulag?



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Endurnýja fjöltengi?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 08. Nóv 2024 07:16

Hefurðu heyrt um marga eldsvoða þar sem fjöltengi var sökudólgurinn?




ABss
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Endurnýja fjöltengi?

Pósturaf ABss » Fös 08. Nóv 2024 08:15

Ég hef séð fjöltengi þar sem plastið er orðið svo stökk og ónýtt að það molnar í höndunum á mér. Þau voru alls ekki 10+ ára, heldur eitthvað algjört drasl. Það er hættulegt. Ofhlaðin fjöltengi eru slæm.



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Endurnýja fjöltengi?

Pósturaf oliuntitled » Fös 08. Nóv 2024 11:36

Besta reglan þarna er að vera ekki að halda eitthvað sérstaklega mikið utanum budduna þegar kemur að þessu.
Alls ekki kaupa eitthvað rándýrt dót þar sem er augljóslega verið að svindla á þér en ekki taka það allra ódýrasta.

Hef verið að kaupa fjöltengin úr Ikea og er mjög sáttur með þau, hef ekki lent í neinu slíku sem hefur failað hjá mér.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 957
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Endurnýja fjöltengi?

Pósturaf arons4 » Fös 08. Nóv 2024 17:09

3-5 ára fresti er óþarfi, en ef plastið er orðið stökkt þá þarf að skipta um þau, og ef klóin er orðin lausleg og auðvelt að losa hana úr þá þarf eru fjaðrirnar inní fjöltenginu orðnar lélegar og skapa lélega tengingu sem veldur hitamyndun og getur kviknað í útfrá.