depill skrifaði:Enn segjum jafnvel að fólk hafi ekki gengið í gegnum formlega bókhaldsmenntun, skiptir það einhverju máli á hvort þau eigi kosningarétt eða ekki ? Ég er búinn að lesa þetta nokkru sinnum eftir fólk í Bandaríkjunum að það sé hvítir ómenntaður karlmenn sem eru að kjósa Trump og eru að reyna gera lítið úr fólkinu, í stað að skilja hvað er það sem Trump er að segja sem heillar fólk ?
Og ef það sama er að gerast með Flokk Fólksins eða Miðflokkurinn, hvað er það sem þarf að gera til að skilja fólk og hver þeirra vandamál eru. Ég held bara að þessi "identity" politics, séu bara búin að sanna sig að eru að koma okkur neitt. Og það þýðir ekkert að segja "þau eru bara svo heimsk að við endum uppi hér". Lýðræði er að við öll tökum ákvörðun um hvert við viljum fara með samfélagið.
Ég skil mjög vel hvað þú meinar og ég er sammála - það er auðveld ályktun að draga að ég eða fólk sem notar menntun sem mælikvarða sé að gera lítið úr fólkinu - en það er alls ekki það sem ég var að reyna.
Vissulega hefði verið heppilegra að nota ekki kort um háskólamenntun í þessum samanburði, eða jafnvel menntun sem mælikvarða yfirhöfuð. En það er ein leið til að reyna að álykta hversu upplýst eða óupplýst fólk er - og það er það sama með lesskilninginn. Mögulega ekki besti mælikvarðinn, klárlega vankantar á honum, en þó eitthvað.
Ástæðan af hverju það skiptir máli, er því ef við ætlum bæði að komast að raunverulegum vandamálunum samfélagsins og reyna taka ákvörðun um hvert við viljum fara með það, þá þurfum við að geta undið ofan af þeirri upplýsingaóreiðu sem er að eiga sér stað, endalausum áróðri og afvegaleiðingu stjórnmálamanna og fjölmiðla, bergmálshellum samfélagsmiðla, o.s.fv.. Ríkasta 1%-ið heldur áfram að margfalda ríkidæmið sitt og á sama tíma sannfæra fólk að það sé innflytjendum að kenna að vextir séu háir og innviðirnir séu í molum.
Þegar trén eru farin að kjósa exina sem ætlar að höggva sig þá held ég að sé komin tími á góða sjálfskoðun.