Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 673
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Sun 06. Okt 2024 15:30

Litíum er ekki að fara hverfa, það er til nóg af því. Það getur auðvitað komið upp skortur tímabundið eins og með allt annað.

Það að nota ekki rafmagsbíla, því fólk hefur ekki aðgang að "hrein" rafkorku eru ekki góð rök. Jafnvel ef rafmagnið er framleitt með kol þá vinnur rafmagsbíll samt yfir bensín eða dísel bíl. Að auki er allur heimurinn, jafnvel kína, að færa sig yfir í hreina orku. Ef seldur rafmagsbíll gengur ekki fyrir hreinni orku í dag, þá eru góðar líkur að hann verði runnandi á hreinni orku innan örfára ára.

Ekki gleyma krakkar, olía er ekkert annað en einota rafhlaða. Og það er ekki til endalaust af olíu í heiminum.

Og hvað er sniðugara? Að dæla up olíu úr jörðinni, flytja hráolíu á vinnslustöð, flytja þá olíu útá höfn, flytja það milli landa til t.d. íslands, flytja það úr skipinu í geymslutanka, þaðan á bensínstöð, þar þarft þú að keyra á bensínstöðina og fylla bíllinn.

Eða, raforkan er framleidd, ferðast heim til þín nánast samstundis með raforkukerfinu, og þú hleður bíllinn þinn?

Ef bensín og dísel bílar væru að koma á markaðin í dag þá myndu allir hlæja af þeim og kalla þá heimskulegustu hugmynd í heimi. Ekki bara útfrá orkugjafa, heldur gífurlegu flækjustigi sem er krafist til þess að slík bifreið virki. Mér finnst merkilegt að fólk er að væla yfir stökum rafmagsbílum með gölluð batterí, en segja ekkert með þá trilljón bíla með gallaðar sjálfskiptingar eða vélar. En við erum vön því, þannig við hugsum ekkert um það.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Sun 06. Okt 2024 17:00

Henjo skrifaði:Litíum er ekki að fara hverfa, það er til nóg af því. Það getur auðvitað komið upp skortur tímabundið eins og með allt annað.

Það að nota ekki rafmagsbíla, því fólk hefur ekki aðgang að "hrein" rafkorku eru ekki góð rök. Jafnvel ef rafmagnið er framleitt með kol þá vinnur rafmagsbíll samt yfir bensín eða dísel bíl. Að auki er allur heimurinn, jafnvel kína, að færa sig yfir í hreina orku. Ef seldur rafmagsbíll gengur ekki fyrir hreinni orku í dag, þá eru góðar líkur að hann verði runnandi á hreinni orku innan örfára ára.

Ekki gleyma krakkar, olía er ekkert annað en einota rafhlaða. Og það er ekki til endalaust af olíu í heiminum.

Og hvað er sniðugara? Að dæla up olíu úr jörðinni, flytja hráolíu á vinnslustöð, flytja þá olíu útá höfn, flytja það milli landa til t.d. íslands, flytja það úr skipinu í geymslutanka, þaðan á bensínstöð, þar þarft þú að keyra á bensínstöðina og fylla bíllinn.

Eða, raforkan er framleidd, ferðast heim til þín nánast samstundis með raforkukerfinu, og þú hleður bíllinn þinn?

Ef bensín og dísel bílar væru að koma á markaðin í dag þá myndu allir hlæja af þeim og kalla þá heimskulegustu hugmynd í heimi. Ekki bara útfrá orkugjafa, heldur gífurlegu flækjustigi sem er krafist til þess að slík bifreið virki. Mér finnst merkilegt að fólk er að væla yfir stökum rafmagsbílum með gölluð batterí, en segja ekkert með þá trilljón bíla með gallaðar sjálfskiptingar eða vélar. En við erum vön því, þannig við hugsum ekkert um það.


96% af allri olíu fer í annað en einkabilinn...

En hvað fer mikið af liþíum heimsins í rafbíla?

Er búið að finna leið til að endurvinna liþíumrafhlöður?

Innviðir á Íslandi ráða varla við orkuskiptin og þessir nýju Eurostaðlar hafa gert evrópska bíla of dýra og of mikla vandræðagripi fyrir flestalla í heiminum og tilgangurinn v.s. tilætluð áhrif hafa verið stórlega ýkt.

Sbr skemmtiferðaskip https://www.visir.is/g/20232438420d/ske ... dur-evropu

Hvað þá fiskiskipin okkar, landflutningar o.þ.h

Án efa yrði best að koma á lestakerfi hringinn um landið og spara þannig algjört óhóf í bílaleigubílum.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf depill » Sun 06. Okt 2024 17:51

rapport skrifaði:
96% af allri olíu fer í annað en einkabilinn...

*Edit: Fann reyndar á orkuskipti.is 7% töluna. Sem snýst um hvað flugiðnaður á Íslandi er fáranlega stór.

Fáranlega forvitinn hvaðan sú tölfræði kemur. Þessi er frá UBS
bilar.png
bilar.png (340.32 KiB) Skoðað 1230 sinnum


rapport skrifaði:En hvað fer mikið af liþíum heimsins í rafbíla?

Miðað við það sem ég hef séð 54%. Almennt hef ég ekki séð áhygjur af lithium, frekar cerium, lanthanum, neodymium. Enn það er víst líka eithvað sem er fyrir riflildi. Lithium er almennt ekki flokkað sem rare neinsstaðar sem ég hef séð
- https://www.sneci.com/blog/are-rare-ear ... batteries/
- https://www.kochvsclean.com/electric-ca ... hs-metals/

rapport skrifaði:Er búið að finna leið til að endurvinna liþíumrafhlöður?

Eftir því sem ég hef lesið, ekki economical að endurvinna, endurnotkun ( hringrás ) hefur verið meira af. Eftir því sem ég hef lesið. Hér er líka spurning um verð.

rapport skrifaði:Innviðir á Íslandi ráða varla við orkuskiptin og þessir nýju Eurostaðlar hafa gert evrópska bíla of dýra og of mikla vandræðagripi fyrir flestalla í heiminum og tilgangurinn v.s. tilætluð áhrif hafa verið stórlega ýkt.

Hvernig vandræðagripi ? Persónulega á Evrópskan rafmagnsbíl ( ekkert á móti hinum samt ), þetta eru betri bílar og ég leigi bara þessi bíla þegar ég fer erlendis líka. Jafnvel þó þeir væru ekki umhverfisvænni, þá nýta rafmagnsbílar betur orkuna sem þeim er gefin heldur enn bensínbílar. Almennt hefur failure rate verið á niðurleið eftir vinsældum, sem er frábært!
Electric-vehicle-battery-failure-rates-have-dropped-significantly.jpg
Electric-vehicle-battery-failure-rates-have-dropped-significantly.jpg (285.1 KiB) Skoðað 1230 sinnum


Frábær grein eftir Hörð forstjóri Landsvirkjunar - https://www.visir.is/g/20242629398d/tha ... ku-skortur. Ef allir fólksbílar myndu fara yfir í rafmagnsbíla, þá myndi þurfa um 1 TWst eða um 1/20 af núverandi orkuframleiðslu. Það myndi seljast á mikið hærra verði heldur enn önnur orka sem Landsvirkjun er að selja. Sem myndi þýða að öllu öðru óbreyttu betra ástand fyrir Íslenskt samfélag, þar sem við myndum nota orkuna þar sem við fáum betra verð fyrir hana í stað ódýrari. Norðmenn eru að framleiða um 12 TWst bara með vindorku á 0,16% af landinu hjá sér.
Edit: 1 TWst er umreiknun á notkun miðað við Olíu. Þar sem ICV eru fáranlega eyðslugjarnir á orku, að þá má áætla að þetta sé líklegast 30-40% af þessari tölu. Ennfremur tapast um 900 GWh á hverju ári

Fyrir mér er þetta líka þjóðöryggismál, fólk talar mikið um mataröryggi ( sem er að mörgu leyti ýkt með bændur, vegna þess hversu mikið þarf að flytja inn til að halda dýrunum á lífi ), enn það að geta verið self-sufficient með orku er frábært, sérstaklega miðað við óstöðuleika helstu svæða heimsins sem eru að framleiða olíu.
Edit: Eftir að hafa líka greinar eftir Landvernd til dæmis. Þá finnst mér mörg rök fólks sem er á móti rafmagnsbílum, vera sú að við ættum að úthýsa orkusóðaskapnum okkar til útlanda. Það er miklu betra að brenna olíu sem grafin uppí Saudí Arabíu eða vinna ál í kína með Kolaverum heldur enn að við séum að gera okkar. Þetta finnst mér líka galin rök.

rapport skrifaði:Sbr skemmtiferðaskip https://www.visir.is/g/20232438420d/ske ... dur-evropu

Hvað þá fiskiskipin okkar, landflutningar o.þ.h

Án efa yrði best að koma á lestakerfi hringinn um landið og spara þannig algjört óhóf í bílaleigubílum.

https://en.wikipedia.org/wiki/Whataboutism, þó við erum að laga eitt núna, þá útilokar það ekki heldur hitt.
Síðast breytt af depill á Sun 06. Okt 2024 17:58, breytt samtals 1 sinni.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf kjartanbj » Sun 06. Okt 2024 20:33

Töluvert betra að treysta á rafbíla í dag heldur en bensín/dísil ef ástandið í Ísrael/Íran versnar og verð rýkur upp



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Sun 06. Okt 2024 20:56

Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...

Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf depill » Sun 06. Okt 2024 22:27

rapport skrifaði:Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...

Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?


A. Mögulega kannski ekki. Kannski bara breytast aðeins tímarnir og þurfa ekki að vera alveg og þeir voru alltaf. Ég er ekki á bíl (reyndar smá svindl þar sem við eigum bíl saman, enn ég nota hann ekki, nema þá í fjölskyldu ferðir ), fer samt oft og hitti kúnna bæði út á landi og í bænum. Nýti mér hjólið mitt, Hopp, Flug, Bílaleigu bíla o.s.frv. Kannski tekur maður bara rútu í útileiguna, eða er meira samferða ( við vinirnir vorum það mjög oft )
B. Bensínbílar eru byrjaðir að verða alveg jafn miklar tölvur og rafmagnsbílar og það er orðið dýrt og erfitt að viðhalda þeim. Það fer ekki í gegnum skoðum með hjálp pabba og frænda nema því eldri sem bílinn er. Gömlu Nissan Micrunar, Yarisinn og jafnvel gamli Mininn ( geggjaður bíll, hræðileg peningasuga ) er bara að verða thing of the past, sérstaklega ef við gefum þessu nokkur ár í viðbót.
C. Ungu krakkanir í fjölskyldu konunnar minnar sem eru nýlega komin með bílpróf og hafa safnað sér fyrir eru á Nissan Leaf. Alsæl að þurfa ekki að borga 350 kr per líterinn. Og berjast um að koma sem fyrst í barnaafmæli heima hjá mér þar sem þau vilja ná að ræna hleðslusnúrunni heima hjá mér, sem ég glaður lána þeim hvenær sem er.

Ég er hins vegar alveg sammála þér með að almennt er verðlagið búið að hækka alltof mikið og þetta er orðið alltof erfitt. Enn ég held að það séu aðrir hlutir heldur enn rafmagnsbílar sem eru að gerða það ( nema mögulega að þeir séu afleiðingar of mikilla reglna og embættismannakerfa :D )



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Sun 06. Okt 2024 22:59

depill skrifaði:
rapport skrifaði:Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...

Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?


A. Mögulega kannski ekki. Kannski bara breytast aðeins tímarnir og þurfa ekki að vera alveg og þeir voru alltaf. Ég er ekki á bíl (reyndar smá svindl þar sem við eigum bíl saman, enn ég nota hann ekki, nema þá í fjölskyldu ferðir ), fer samt oft og hitti kúnna bæði út á landi og í bænum. Nýti mér hjólið mitt, Hopp, Flug, Bílaleigu bíla o.s.frv. Kannski tekur maður bara rútu í útileiguna, eða er meira samferða ( við vinirnir vorum það mjög oft )
B. Bensínbílar eru byrjaðir að verða alveg jafn miklar tölvur og rafmagnsbílar og það er orðið dýrt og erfitt að viðhalda þeim. Það fer ekki í gegnum skoðum með hjálp pabba og frænda nema því eldri sem bílinn er. Gömlu Nissan Micrunar, Yarisinn og jafnvel gamli Mininn ( geggjaður bíll, hræðileg peningasuga ) er bara að verða thing of the past, sérstaklega ef við gefum þessu nokkur ár í viðbót.
C. Ungu krakkanir í fjölskyldu konunnar minnar sem eru nýlega komin með bílpróf og hafa safnað sér fyrir eru á Nissan Leaf. Alsæl að þurfa ekki að borga 350 kr per líterinn. Og berjast um að koma sem fyrst í barnaafmæli heima hjá mér þar sem þau vilja ná að ræna hleðslusnúrunni heima hjá mér, sem ég glaður lána þeim hvenær sem er.

Ég er hins vegar alveg sammála þér með að almennt er verðlagið búið að hækka alltof mikið og þetta er orðið alltof erfitt. Enn ég held að það séu aðrir hlutir heldur enn rafmagnsbílar sem eru að gerða það ( nema mögulega að þeir séu afleiðingar of mikilla reglna og embættismannakerfa :D )


Það eru bara vestrænir euro staðla bílar sem eru orðnir svona flóknir og tölvustýrðir.

Er ekki eitthvað mjög rangt við þessa mynd?

https://theicct.org/sites/default/files ... ov2020.png



Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 162
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf ekkert » Sun 06. Okt 2024 23:08

rapport skrifaði:Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...


Markstöngin loks færð á loka stað.

rapport skrifaði:Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?


Reikna með að þú sért að hugsa um 10 ára eða eldri bíl á milljón eða undir. Fyrir 10 árum var rafbíll á götunum algjör undantekning. Man eftir að samstarfsfélagi minn flissaði af öðrum þegar hann dró inn Leaf hleðslutæki inn um gluggann og stakk í hleðslu.

Árið 2034 verður staðan önnur, 10 ára bílar á bílasölum verða sumir rafbílar, en eflaust módel sem voru ekki þau ódýrustu til að byrja með.

Edit viðbót: Þetta skipulagða bann við sölu á nýjum brunahreyfilsbílum árið 2030 er bara grænþvottapólitík og eflaust var mikið klappað á bakið þegar þessi lög voru skrifuð. Það er eins og þetta sé min-maxað til að trufla sem minnst þann iðnað sem mest mengar og skapa sem mest FUD fyrir fólk í landi sem er afskaplega háð fólksbílum. Er nokkuð vongóður um að rafbíll verður mjög ákjósanlegur kostur eftir 6 ár, en þeir meiga alveg sanna sig sjálfir.
Síðast breytt af ekkert á Sun 06. Okt 2024 23:41, breytt samtals 3 sinnum.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 673
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Mán 07. Okt 2024 00:34

rapport skrifaði:Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...

Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?


Ég skil ekki hvað vandamálið er? Það verða alveg til gamlir rafmagsbílar, alveg eins og það eru 20 ára gamlir priusar á götunum, með upprunalega eða uppgerða rafhlöðu.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Mán 07. Okt 2024 08:19

Henjo skrifaði:
rapport skrifaði:Aðal punkturinn sem ég var að pæla í þegar ég skrifaði þetta komst aldrei á dagskrá...

Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...

Bílinn kemst í útileigur yfir sumarið og er oft hjartað í lífi ungmenna.

Hvernig þjóna rafmagnsbílar þessu markaðssegmenti / use case?


Ég skil ekki hvað vandamálið er? Það verða alveg til gamlir rafmagsbílar, alveg eins og það eru 20 ára gamlir priusar á götunum, með upprunalega eða uppgerða rafhlöðu.


Ég er greinilega enn svona svakalega skeptískur í garð rafmagnsbíla, líklega enn brenndur af vantrausti í garð batterýa eftir að hafa farið í gegnum heilu pakkana sem entust ekkert í Walkmanninum hér um árið... og hleðslurafhlaðna sem hreinlega hægðu á fjarstýrða bílnum a.m.k. í samanburði við nýjar einnota...

#gömlukarlasyndrome
Síðast breytt af rapport á Mán 07. Okt 2024 08:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Hrotti » Mán 07. Okt 2024 14:44

rapport skrifaði:Í dag getur blankur menntaskólanemi keypt gamla druslu sem sleppur í gegnum skoðun og viðhaldið henni með eigin hadnafli með hjálp pabba og kannski frænda...


Þetta fer líklega að verða liðin tíð, það verður erfiðara með hverju árinu að koma druslum í gegnum skoðun.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 673
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Mán 07. Okt 2024 16:42

Fólk gleymir líka þeirri fáránlegu framþróun sem er búin að eiga sér stað í rafmagsbílum, þessi frétt er tólf ára gömull. Núna tólf árum seinna eru hraðskreðustu bílar á íslandi Teslur. Já ég veit að það er nýlegur Ferrari á Íslandi, en er nokkuð viss um að Plaid sé sneggri, en slík Tesla, þó svo hún sé yfir tvö tonn þá kemst hún uppí tvö hundruð km hraða á einungis tvö hundruð metrum

Sama hvað rafbílar sanna sig þá er það alltaf eitthvað nýtt sem er ekki nógu gott.

Mynd
Síðast breytt af Henjo á Mán 07. Okt 2024 16:43, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Mán 07. Okt 2024 18:45

Henjo skrifaði:Fólk gleymir líka þeirri fáránlegu framþróun sem er búin að eiga sér stað í rafmagsbílum, þessi frétt er tólf ára gömull. Núna tólf árum seinna eru hraðskreðustu bílar á íslandi Teslur. Já ég veit að það er nýlegur Ferrari á Íslandi, en er nokkuð viss um að Plaid sé sneggri, en slík Tesla, þó svo hún sé yfir tvö tonn þá kemst hún uppí tvö hundruð km hraða á einungis tvö hundruð metrum

Sama hvað rafbílar sanna sig þá er það alltaf eitthvað nýtt sem er ekki nógu gott.

Mynd


Hraðskreiðasta hvíta heimilistækið...



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf roadwarrior » Mán 07. Okt 2024 20:39

Ég skil ekki þetta nöldur í mörgum yfir því að rafbílar séu ekki framtínn heldur eitthvað annað helst brunahreyfillinn eða einhver önnur lausn td vetni.

Framþróun í rafgeymum er brjálæðisleg þessa dagana og ég held að það sé ekki langt í að það komi rafgeymar sem séu að ódýrir í framleiðsu, hafi langa drægni, séu tiltölulega léttir og fljótlegt að hlaða.

Hef stundum sagt að sá sem finnur upp rafgeymi sem hefur ca 1000+km lágnarks drægni, taki minna en 30 mín að hlaða, kosti 1/4 bílsins í framleiðslu og vigti ca 100kg verður einn ríkasti aðili í heimi og fær Nobelinn í kaupbæti.

Ef ég ætti að ráðleggja ungmennum sem eru að horfa á iðnám þessa dagana og langar að að frara í bifvélavirkjun ættu þeir að bæta við sig sérhæfingu í háspennu.

Held að það sé líka stutt í það að einhver bifreiðaverkstæði fari að sérhæfa sig í viðgerðum á rafgeymum og búnaði tengdum þeim.

Horfið 100 til 120 ár aftur í tíman og spáið í því hvaða innviðir voru td í boði hér á landi fyrir fyrstu bensínbílana.
Ef þú hafðir hug á þvi að fara út fyrir Reykjavík á þeim tíma varðstu að gera ráð fyrir því að hafa mestallt eldsneyti með þér og allt sem tilheyrði bílnum ma dekk slöngur og svo frv. Svo ef eitthvað bilaði varstu í vondum málum því að finna einhvern sem kunni að gera við var nánast ómögulegt.

Í Bandaríkjunum var það ekki td fyrr en um það leyti að þjóðvegakerfið var að byggjast upp um í kringum 1925-1935 að staðlar fyrir bensín komu fram og önnur þjónusta fór að byggjast upp td bensínsölur. Samt var sprengihreyfillinn kominn fram töluvert áður. Ef horft er á gamlar kvikmyndaupptökur frá þessum tíma þá er ekki fyrr um og uppúr seinna stríði að hross hverfa af götum helstu stórborga í honum vestræna heimi.

Rafmagnið er framtíðnn og ef einhver myndi hafa sagt mér fyrir ca 10 árum að það yrði svona mikið af Teslum í umferð eins og er í dag þá hefði varla trúað því.
Maður þverfótar varla fyrir þeim.

Þessi mynd hér fyrir neðan á alveg eins við núna og fyrir 100-120 árum síðan

455952032_1011039790816219_4443139894927863778_n.jpg
455952032_1011039790816219_4443139894927863778_n.jpg (70.76 KiB) Skoðað 925 sinnum



Skjámynd

Oddy
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 45
Staðsetning: Akureyri
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Oddy » Mán 07. Okt 2024 20:43

Ég veit að þetta er kannski ekki áreiðanlegasti miðillinn en samt spennandi hlutir sem koma fram í þessari aðsendri grein: https://ff7.is/2024/09/vaxandi-hringras ... rafhlodum/



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf hagur » Mán 07. Okt 2024 22:25

rapport skrifaði:og hleðslurafhlaðna sem hreinlega hægðu á fjarstýrða bílnum a.m.k. í samanburði við nýjar einnota...

#gömlukarlasyndrome


Það var nú bara einfaldlega vegna þess að gömlu endurhlaðanlegu NiMH/NiCd AA batteríin voru 1.2V en hefðbundnu einnota AA batteríin eru 1.5V.




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf TheAdder » Mán 07. Okt 2024 22:45

Það getur verið að framtíðin sé ekki í lithium, Sodium rafhlöður eru búnar að ná miklum framförum undanfarið.
https://interestingengineering.com/ener ... 60-battery


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Mið 30. Okt 2024 09:59

https://www.visir.is/g/20242641968d/6-n ... afneitanir

Þetta er ódýrasti rafmagnsbílinn á bilasolur.is - https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

8 ára gamall og kemst kannski 100-200 km á hleðslunni.


Elsti rafmagnsbílinn https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

Leaf frá 2011, ekinn 60þ.km.


Hvorugur er vænlegur bíll.. eða ég er bara svona vitlaus að treysta þessum rafhlöðum svona lítið?



Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 190
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 30. Okt 2024 10:10

rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242641968d/6-naudsynlegar-afneitanir

Þetta er ódýrasti rafmagnsbílinn á bilasolur.is - https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

8 ára gamall og kemst kannski 100-200 km á hleðslunni.


Elsti rafmagnsbílinn https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

Leaf frá 2011, ekinn 60þ.km.


Hvorugur er vænlegur bíll.. eða ég er bara svona vitlaus að treysta þessum rafhlöðum svona lítið?


Var ekki hámarksdrægnin á þessum bílum nýjum um 200 km eða minna? (breytilegt eftir árgerð sýnist mér)

Á einhverjum árgerðum af Nissan Leaf var hægt að sjá rafhlöðuheilsuna í mælaborðinu (skilst mér).

Þessi sem er hjá netbílum virðist vera kominn niður í það að komast 100km eða minn á hleðslunni.

Þessi bíll er aldrei að fara að vera neitt nema innanbæjarsnattari og fyrir réttar aðstæður gæti þetta verið mjög hagkvæmur kostur gefið að þú sért með eigin hleðslustöð.

Persónulega færi ég samt frekar í rafmagnshjól en bíl með svona lélega drægni. Það veltur samt svolítið á því hvort maður er að fara til vinnu á háannatíma eða hvort þú ert að keyra aðra leið á hærri hraða.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 673
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 237
Staða: Tengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Henjo » Mið 30. Okt 2024 10:16

rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242641968d/6-naudsynlegar-afneitanir

Þetta er ódýrasti rafmagnsbílinn á bilasolur.is - https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

8 ára gamall og kemst kannski 100-200 km á hleðslunni.


Elsti rafmagnsbílinn https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 950254a6b7

Leaf frá 2011, ekinn 60þ.km.


Hvorugur er vænlegur bíll.. eða ég er bara svona vitlaus að treysta þessum rafhlöðum svona lítið?


Þetta eru báðir mjög frumstæðir rafmagsbílar, leaf er einstaklega þekktur fyrir að vera með rafhlöðu sem er með slæma endingu. Þar er hugsanlega hægt að kenna þeirri staðreynd að hún er loftkæld en ekki vatnskæld. Rafbílar framtíðarinnar verða allir með vatnskældar rafhlöður, alveg eins og bílar í dag eru allir með vatnskældar vélar, en í gamla daga voru loftkældar vélar algengar.

Ef þú ferð erlendis þá er hægt að fá þessa leaf bíla á algjört slikk, því rafhlaðan er komin í það ástand að þú keyrir bíllinn bara nokkra tugi kílómetra.

Hefur samt verið sniðugt að kaupa svona bíll fyrir 10 árum áður en km skatturinn kom, ef þú keyrðir hann 150þús þá ertu búin að borga allan bíllinn upp í eldsneytisparnaði.




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf sigurdur » Mið 30. Okt 2024 15:52

Henjo skrifaði:
Þetta eru báðir mjög frumstæðir rafmagsbílar, leaf er einstaklega þekktur fyrir að vera með rafhlöðu sem er með slæma endingu. Þar er hugsanlega hægt að kenna þeirri staðreynd að hún er loftkæld en ekki vatnskæld. Rafbílar framtíðarinnar verða allir með vatnskældar rafhlöður, alveg eins og bílar í dag eru allir með vatnskældar vélar, en í gamla daga voru loftkældar vélar algengar.

Ef þú ferð erlendis þá er hægt að fá þessa leaf bíla á algjört slikk, því rafhlaðan er komin í það ástand að þú keyrir bíllinn bara nokkra tugi kílómetra.

Hefur samt verið sniðugt að kaupa svona bíll fyrir 10 árum áður en km skatturinn kom, ef þú keyrðir hann 150þús þá ertu búin að borga allan bíllinn upp í eldsneytisparnaði.


Leaf 24kWh er elsta gerðin og rafhlöðurnar í þeim áttu við kælingarvanda að stríða og rýrnuðu því tiltölulega hratt. Ekki óalgengt að sjá 10 ára gamlan bíl með 60-70% rýmd eftir á rafhlöðu.

Unglingurinn minn innleysti sparnað 18 ára og vildi kaupa sér bíl. Við fundum 30kWh Leaf, influttan frá Bretlandi 2017, á 1,5M. Það eru gamla boddýið en uppfærð rafhlaða. Hann var með rúmlega 70% rýmd á rafhlöðu, en með upprunalega firmware-ið samkvæmt LeafSpy. Þessar rafhlöður voru með galla í hugbúnaði sem sýndi meiri rýrnun er raunverulega hafði átt sér stað.

Ég hafði samband við umboðið og þegar bílnum var flett upp í kerfinu voru þar inni tvö ábyrgðarclaim, útskipti á jarðtengikapli og svo uppfærsla á hugbúnaði.

Það var gert okkur að kostnaðarlausu og nú sýnir bíllinn um 89% rýmd á rafhlöðu. Hann hefur s.s. tapað 10% af rýmdinni á 7 árum. Fínn innanbæjarsnattari (og jafnvel til Keflavíkur eða Hveragerðis á einni hleðslu). Kostar "ekkert" að hlaða heima.

Það er hins vegar kominn tími á bremsudiska og klossa (eðlilegt eftir 7 ár) og það græjum við bara í innkeyrslunni heima. Annað þarf ekki, nema rúðupiss og ryðbletti.

Þetta er okkar reynsla. Kostar aðeins meira í upphafi en bensíndós, en þessi viðbótarkostnaður er fljótur að borga sig í bensíni, smuri og fleiru.
Síðast breytt af sigurdur á Mið 30. Okt 2024 15:52, breytt samtals 1 sinni.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf mainman » Mið 30. Okt 2024 19:28

Svona í staðin fyrir að vera alltaf með einhverjar draugasögur um verð á batteryum í Teslur.
Af hverju ekki bara að fletta því upp sjálfir?
https://epc.tesla.com/is-IS/landingpage
Tesla er með opið fyrir allar varahlutabækur og verð við alla hlutina svo það er hægt að sjá að t.d. Model 3 er með rafhlöður frá 1.2m þús og upp í 1.7m en það fer eftir stærð og hvort þú sért með long range eða performance bíl.
Sama gildir með MY. Verðin eru svipuð þar en fara upp í 2.2m dýrast í performance bílnum.
Ég á tvær Teslur. Einn model 3 performance og model y long range. Búinn að keyra þristinn rétt rúmlega 60 þús km á tvemur árum og þegar ég var kominn í 40 þús km þá keyrði ég battery test á honum (er innbyggt í service mode á bílnum og tekur um sólahring) og þá hafði hann tapað 2% af rúmmáli svo ég grét það nú ekki og ég hafði samt alltaf hlaðið hann upp í 90% og keyrt alltaf nálægt núllinu. Bý í vogum vatnsleysu og vinn í bænum svo það er töluverð keyrsla hjá mér og ég næ þremur dögum á hleðslunni ef ég fer alltaf upp í 90%.
Ég ætla síðan að keyra fljótlega battery testið aftur en ég á ekki von á að það hafi minkað neitt mikið, allavega finn ég engann mun á drægninni.
Að sjálfsögðu er enginn annar framleiðandi með allar varahlutabækurnar online og enginn annar framleiðandi með allar viðgerðarbækurnar online heldur.
Svo ef þú þarft að fara út í að skipta út rafhlöðu eða eitthvað stórt og þú treystir þér í það sjálfur þá er hægt að kaupa samskiptakapal fyrir circa $30 og síðan kaupir þú aðgang að Tesla toolbox sem er online kerfi, borgar þar $170 fyrir sólahringinn og á þeim tíma getur þú parað inn nýju rafhlöðuna eða mótorinn eða hvaða hluti sem þú varst að skipta um.
Ég veit alveg að það eru komin mörg fyrirtæki um allan heim sem eru að gera við battery í hinum og þessum bílum en það verður samt alltaf að fara einhverjar krókaleiðir í því vegna þess að supportið frá framleiðendum er ekkert og fæst ekkert aðgangur að þessum kerfum.
Þar er Tesla alveg sér á báti með allt opið og engin leindarmál, það virðast bara fáir fatta hvað þetta er mikið opið hjá þeim.
Vona að þessir linkar hjálpi ykkur að hætta með allt gisk og draugasögur varðandi verð á hinu og þessu í allavega Teslurnar.
https://service.tesla.com/docs/Model3/S ... ual/en-us/



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf rapport » Mið 30. Okt 2024 20:55

mainman skrifaði:Svona í staðin fyrir að vera alltaf með einhverjar draugasögur um verð á batteryum í Teslur.
Af hverju ekki bara að fletta því upp sjálfir?
https://epc.tesla.com/is-IS/landingpage
Tesla er með opið fyrir allar varahlutabækur og verð við alla hlutina svo það er hægt að sjá að t.d. Model 3 er með rafhlöður frá 1.2m þús og upp í 1.7m en það fer eftir stærð og hvort þú sért með long range eða performance bíl.
Sama gildir með MY. Verðin eru svipuð þar en fara upp í 2.2m dýrast í performance bílnum.
Ég á tvær Teslur. Einn model 3 performance og model y long range. Búinn að keyra þristinn rétt rúmlega 60 þús km á tvemur árum og þegar ég var kominn í 40 þús km þá keyrði ég battery test á honum (er innbyggt í service mode á bílnum og tekur um sólahring) og þá hafði hann tapað 2% af rúmmáli svo ég grét það nú ekki og ég hafði samt alltaf hlaðið hann upp í 90% og keyrt alltaf nálægt núllinu. Bý í vogum vatnsleysu og vinn í bænum svo það er töluverð keyrsla hjá mér og ég næ þremur dögum á hleðslunni ef ég fer alltaf upp í 90%.
Ég ætla síðan að keyra fljótlega battery testið aftur en ég á ekki von á að það hafi minkað neitt mikið, allavega finn ég engann mun á drægninni.
Að sjálfsögðu er enginn annar framleiðandi með allar varahlutabækurnar online og enginn annar framleiðandi með allar viðgerðarbækurnar online heldur.
Svo ef þú þarft að fara út í að skipta út rafhlöðu eða eitthvað stórt og þú treystir þér í það sjálfur þá er hægt að kaupa samskiptakapal fyrir circa $30 og síðan kaupir þú aðgang að Tesla toolbox sem er online kerfi, borgar þar $170 fyrir sólahringinn og á þeim tíma getur þú parað inn nýju rafhlöðuna eða mótorinn eða hvaða hluti sem þú varst að skipta um.
Ég veit alveg að það eru komin mörg fyrirtæki um allan heim sem eru að gera við battery í hinum og þessum bílum en það verður samt alltaf að fara einhverjar krókaleiðir í því vegna þess að supportið frá framleiðendum er ekkert og fæst ekkert aðgangur að þessum kerfum.
Þar er Tesla alveg sér á báti með allt opið og engin leindarmál, það virðast bara fáir fatta hvað þetta er mikið opið hjá þeim.
Vona að þessir linkar hjálpi ykkur að hætta með allt gisk og draugasögur varðandi verð á hinu og þessu í allavega Teslurnar.
https://service.tesla.com/docs/Model3/S ... ual/en-us/


Það er svona þegar maður verður eitthvað eftirá, þá er stundum auðveldara að verað skeptískur en opinn.

Þessi póstur kom með góða vinkla sem var gagnlegt að heyra og læra um, takk.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að fá nýtt batterý í Teslur?

Pósturaf Jón Ragnar » Fim 31. Okt 2024 09:12

Ég var svakalega skeptískur líka, sérstaklega varðandi Tesla.

Hinsvegar er ég á annari Teslunni minni, fyrri bíll var Model 3 en hentaði okkur ekki 100% vegna fjölskyldustærðar, Frábær bíll samt og gott að keyra.

Seldi hann (mjög óvænt samt, vissi ekki að hann væri skráður á sölu) og fór beint í Model Y með acceleration boost og er brosandi allan hringinn.


Umgegni um bílinn er svo góð, börnin hafa nóg pláss, risa skott og frunk.
Range er virkilega gott. Fer í bústað í borgarfirði með 50% á rafhlöðunni án þess að kvíða þess sérstaklega.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video