Pósturaf traustitj » Fös 19. Júl 2024 08:06
Picard er mjög góð sería líka, ekki búinn með seinustu seríuna, verst hve hann varð gamall fljótt, leikarinn sko, Patrick Stewart.
En Star Trek lower decks er mjög skemmtileg, alveg rosa skemmtileg.
Uppáhaldið er klárlega DS9. Var alveg Voyager fyrst en það sem gerðist í þáttunum hafði lítil sem engin áhrif í næstu þáttum. Það var frekar leiðinlegt, sérstaklega í þættinum þegar Voyager tvöfaldast, lenda í árás og annað skipið ferst, en Harry Kim deyr á skipinu sem lifði af en er færður yfir af skipinu sem mun farast. Ekkert smá dramatískt en svo bara ekkert .... DS9 var mun betri í þessu.
Eftir að Seven of Nine kom fannst mér serían snarlega bætast, virkilega vel skrifaður karakter.
Ég meikaði ekki Star Trek Discovery bara útaf Michael, aðal characternum. Hún er svo ílla skrifuð og gerð að ég meikaði það ekki nema nokkra þætti, aðrir í seríunni voru mjög góðir samt. Afhverju eru í dag "strong female characters" alveg hræðilega leiðinlegir, þurrir, kaldir og ákaflega leiðinlegir. Star Trek hefur í gegnum allt verið með haug af sterkum konum í aðalhlutverkum og það hefur gengið rosa vel, að ógleymdri Sigoury Weaver í Alien seríunni. Þetta er ekkert flókið. Láttu spennandi persónu lenda í hlutum og lifa af á spennandi hátt, óháð því hvers kyns hú er. Þessi Michael karacter fær Captain Marvel til að vera standup grínisti í samanburði.
Hef ekki prufað Strange New Worlds nema nokkra fyrstu þættina, 3-4, en mér líkaði mjög vel við það, bara mikið að gerast í lífinu sko.
En með JJ Abrahams myndirnar. Ég bókstaflega elska fyrstu myndina, hún er alveg geggjuð. Restin var alveg mehh ok, gaman í bíó en langar ekkert að horfa á þetta afur. En fyrsta myndin er geggjuð. Hefði mátt tóna niður Spock og Uhura, þess bara þurfti ekki. En skipti ekki máli. En sú síðasta, með Idris Elba, hún er töluvert sjónarspil, en sagan er svo lame. Þú varst skilinn eftir og þess vegna á að eyða jörðinni. Skilið. Það er svo lame. Alveg sama með Secret Invasion frá Marvel, algert WTF.
Hver er besti læknirinn?
Fyrir mér, sá lang besti er klárlega Hologram Doctor úr Voyager, Bashir úr DS9 því samspil hans og Garak var geggjað. Phlox var góður. Læknirinn í Picard var ágætur en fékk ekki að gera neitt.