Besta Star Trek Series

Allt utan efnis

Besta Star Trek Series

Star Trek: The Original Series
6
6%
Star Trek: The Next Generation
39
36%
Star Trek: Deep Space Nine
24
22%
Star Trek: Voyager
22
20%
Star Trek: Enterprise
17
16%
 
Samtals atkvæði: 108

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf rapport » Lau 27. Jún 2015 15:52

kizi86 skrifaði:en hvað finnst þér um "nýju myndirnar" þe JJ abrahms myndirnar?


OSOM... en ekki fyllilega í anda Star Trek...

Það sem bjargar þeim er að þetta gerist á tímum Kirk sem var óheflaður amerískur stjörnukúreki.

Það var líklega elementið sem vantaði í Enterprise þættina sem reyndu of mikið að gera út á "hreina og fallega" federasion hugsjónina.

Og þegar hann Archer gerði eitthvað "dirty" þá var eins og hannlangaði það ekki og svo fékk hann alltaf samviskubit og fór að afsaka sig.

Kirk afsakaði sig nánast bara í onelinerum og þá bara til að bjarga sjálfum sér eða vinum sínum, ekki til að vera eitthvað voða góður gæi út af einhverri hugsjón.



Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf svanur08 » Lau 27. Jún 2015 21:02

Að horfa á allt maraþonið, þættina þar að seigja var að reikna þetta út þetta eru 701 þættir takk fyrir haha :D


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf kizi86 » Sun 28. Jún 2015 14:58

svanur08 skrifaði:Að horfa á allt maraþonið, þættina þar að seigja var að reikna þetta út þetta eru 701 þættir takk fyrir haha :D

sem gerir ca 468 klukkutíma af áhorfsefni :P


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf kizi86 » Sun 28. Jún 2015 14:58

kizi86 skrifaði:
svanur08 skrifaði:Að horfa á allt maraþonið, þættina þar að seigja var að reikna þetta út þetta eru 701 þættir takk fyrir haha :D

sem gerir ca 468 klukkutíma af awesome áhorfsefni :P


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf Framed » Mán 29. Jún 2015 06:43

svanur08 skrifaði:Að horfa á allt maraþonið, þættina þar að seigja var að reikna þetta út þetta eru 701 þættir takk fyrir haha :D


Eitthvað hefur talningin misfarist hjá þér. Væntanlega einhverjir 2 hour þættir talist sem 2 þættir í útgáfunni sem þú ert með. Væntanlega ekki horft á Animated series heldur. Sé hún tekin með þá eru þetta í heildina 716 þættir. Samtals rétt um 543,5 klukkustundir af efni.
Þegar tímalengdin er reiknuð þá þarf að ath. að það var ekki alveg jafn mikið af auglýsingum á 7. áratugnum. TOS þættirnir eru flestir um 50 mín. á meðan nýrri þættirnir eru um 45 mín. Animated eru svo um 24 mín.

Ef myndirnar eru taldar með þá eru þær 12 talsins með samtals um 23,2 klst. Star Trek telur því 566,7 klst. af "official" efni.

:guy :fly



Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf svanur08 » Fös 23. Okt 2015 19:09

Ef það kæmi einhverntíman nýjir star trek þættir, þá væri gaman að sjá Dominion vs Borg :D


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf rapport » Fös 23. Okt 2015 21:28

svanur08 skrifaði:Ef það kæmi einhverntíman nýjir star trek þættir, þá væri gaman að sjá Dominion vs Borg :D


Species 8472 v.s. Borg var alveg intense, en það sem mér finnst aðlaðandi við STarTrek er ekki hasarinn.

Borg mundi hreinlega simulate-a einn founder, læra viðbjósðlega mikið af honum og sprengja þessa einu plánetu sem þeir búa á og rústa rest.

Mér finns vanta af hverju Borg hafði ekki simulateað einhverjar stærri lífverur sem m.a. gætu ferðast sjálfar um geiminn.

Þá væri líka gaman að taka fá að kynnast skipunum sem manni fannst frammúrstefnuleg og flott.

Steamrunner class
Akira class
Norway class
Sabre class

En svo er Janeway líka alveg að standa í í OITNB



Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf svanur08 » Mið 17. Júl 2024 19:43

Jæja upp með þennan þráð, einhver í dag að horfa á þetta á netflix? Allavegna ég.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf svanur08 » Mið 17. Júl 2024 19:59

Ennþá mín skoðun besti þáttur í star trek ever. ----> https://www.youtube.com/watch?v=K-YyL7X4CWw


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf ekkert » Mið 17. Júl 2024 20:14

En hvað finnst fólki um Strange New Worlds? Væri gaman að heyra frá einhverjum wokespyrnumanni hér. Persónulega finnst mér það snilld. Alveg búið að bjarga heiminum síðan J.J. Abrams eyðilagði allt.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030

Skjámynd

Höfundur
svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf svanur08 » Mið 17. Júl 2024 20:43

ekkert skrifaði:En hvað finnst fólki um Strange New Worlds? Væri gaman að heyra frá einhverjum wokespyrnumanni hér. Persónulega finnst mér það snilld. Alveg búið að bjarga heiminum síðan J.J. Abrams eyðilagði allt.


Fá góða dóma, á eftir að sjá.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf Mossi__ » Mið 17. Júl 2024 21:33

Move Along Home er besti Star Trek þáttur fyrr og síðar og ekki séns að toppa hann.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf russi » Mið 17. Júl 2024 22:16

Mossi__ skrifaði:Move Along Home er besti Star Trek þáttur fyrr og síðar og ekki séns að toppa hann.


lol



Skjámynd

oliuntitled
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 341
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf oliuntitled » Mið 17. Júl 2024 23:11

DS9 > TNG > VOY > ENT > TOS af eldri seríunum.
Picard yfir bæði Sisko og Janeway samt.
Ástæðan fyrir TOS í seinasta sæti er hreinlega af því að ég sá það alltof seint og þá var þetta orðið óendanlega dated, hugsjónin er geggjuð en sem millenial/Gen X hybrid þá þarf ég nýrri þætti :D

SNW > LD > DISCO af nýju



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf rapport » Mið 17. Júl 2024 23:24




Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf audiophile » Fim 18. Júl 2024 06:30

ekkert skrifaði:En hvað finnst fólki um Strange New Worlds? Væri gaman að heyra frá einhverjum wokespyrnumanni hér. Persónulega finnst mér það snilld. Alveg búið að bjarga heiminum síðan J.J. Abrams eyðilagði allt.


Finnst þeir mjög skemmtilegir. Hef reyndar mjög gaman af öllum nýju þáttunum, Picard og Discovery líka.


Have spacesuit. Will travel.


Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf Tesli » Fim 18. Júl 2024 11:17

ekkert skrifaði:En hvað finnst fólki um Strange New Worlds? Væri gaman að heyra frá einhverjum wokespyrnumanni hér. Persónulega finnst mér það snilld. Alveg búið að bjarga heiminum síðan J.J. Abrams eyðilagði allt.

Ég er reyndar ekki búinn að sjá Strange New Worlds en er á fjórðu seríu af Discovery núna. Ég elska Sci-Fi og horfi á nánast bara á þannig efni, Discovery er með áhugaverðar sögur, plott og allt það en vá hvað ég er alvarlega að spá í að beila á Discovery, þetta woke kjaftæði er á algjörum yfirsnúning í þessum þáttum. Augljóslega meiri áhersla lögð á woke agenda en að gera þættina betri, þáttastjórnendur eru bara að haka í box á kostnað áhorfenda. ](*,)




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf axyne » Fim 18. Júl 2024 12:03

Tesli skrifaði:
ekkert skrifaði:En hvað finnst fólki um Strange New Worlds? Væri gaman að heyra frá einhverjum wokespyrnumanni hér. Persónulega finnst mér það snilld. Alveg búið að bjarga heiminum síðan J.J. Abrams eyðilagði allt.

Ég er reyndar ekki búinn að sjá Strange New Worlds en er á fjórðu seríu af Discovery núna. Ég elska Sci-Fi og horfi á nánast bara á þannig efni, Discovery er með áhugaverðar sögur, plott og allt það en vá hvað ég er alvarlega að spá í að beila á Discovery, þetta woke kjaftæði er á algjörum yfirsnúning í þessum þáttum. Augljóslega meiri áhersla lögð á woke agenda en að gera þættina betri, þáttastjórnendur eru bara að haka í box á kostnað áhorfenda. ](*,)


Strange New Worlds eru fínir þættir.
Ég náði að fara í gegnum fyrstu 4 seríurnar af Discovery, man ég strögglaði með 4 seríu. Eftir 2 þætti af fimmtu seríu gat ég ekki meira og er hættur, fékk bara ælu upp í kok strax á fyrsta þætti.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf GuðjónR » Fim 18. Júl 2024 13:19

Vá! 10 ár síðan ég tók maraþon á Deep Space Nine ... mér finnst eins og það hafi verið fyrir 3-4 árum...
Var að byrja á Voyager í síðustu viku, er búinn með nokkra þætti. Alltaf góðir.

Ég er líka up2date á Strange New Worlds, finnst þeir skemmtilegir og hlakka til að fá meira.
Star Trek: Strange New Worlds has been renewed for a fourth season ahead of the show's Season 3 premiere which is slated for 2025 and currently in production
.

Star Trek: Picard eru mjög skemmtilegir þættir, naut þess að horfa á þá alla enda Jean-Luc Picard alltaf í uppáhaldi hjá mér.

Discovery er algjör drulla, verðskuldar ekki Star Trek fyrir framan nafnið. Ég reyndi og reyndi eins og ég gat að horfa á þessa þætti og gaf þeim endalausa sénsa, en þegar fast forward var svo mikið notaður að hver þáttur var max 7 mínútur þá hætti ég. Skil ekki hvernig þeir náðu 5 seríum áður en þessu sorpi var cancelað.

Það sem bjargaði Star Trek geðheilsunni minni var The Orville. Ég sneri mér að þeirri seríu þegar ég fékk gubbuna upp í mig af Discovery. The Orville er miklu meira Star Trek en Discovery nokkurn tímann.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf Viggi » Fim 18. Júl 2024 14:33

Búinn að sjá alla star trek þættina fyrir utan original series. 90´s voru toppurinn með TNG, Voyager og DS9. Varð frekar fúll þegar enterprise var cancelað eftir 4 seríu. Góð blanda af 90´s fílignum í nýjum búningi.

Mæli líka með Stargate SG1 ef ykkur vantar góða sci fi sápu ef startrek listinn er tæmdur. Varð grautfúll þegar stargate universe varð cancelað eftir 2 seríur.

Dark Matter er svo spiritual successor af stargate. komu bara 3 seríur af því

https://www.imdb.com/title/tt4159076/


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf appel » Fim 18. Júl 2024 22:06

Besta geimserían ever er auðvitað Battlestar Galactica (2003) - so say we all!

Var algjör trekkari kringum aldamótin og glápti á þetta allt saman. Reyndi að horfa á þessar nýjabrums seríur en gafst upp á þeim. Enterprise var reyndar frekar slöpp sería, hún fékk nægan séns en mér fannst hún ekki nægilega mikið "trek" og Scott Bakula ekki spennandi karakter þarna.

Original series was voða mikil fantasía. Next generation was í mínum huga svona proper "discovering the unknowns" sería. DS9 var mjög militaristic með bardögum og átökum. VOY var tvískipt, fyrir Seven-of-9 og eftir... umbreyttist... og er svona mesta kósí serían myndi ég segja.

En þetta nýja dót hef ég ekki horft á eiginlega... of mikið "woke trek"... "we're all friends" og "let's create a safe space for us all"... allskonar þvættingur úr PC og woke hugmyndafræðinni sem maður fær bara hroll yfir.

Stargate var frábært stuff.

En serían sem var algjört brilliance var Farscape. Svona mest unique creative geim-sería ever.
Einnig Firefly og Babylon 5.

Ótrúlegt hvað var verið að gera margar frábærar scifi seríur kringum aldamótin. Not so much today.
Síðast breytt af appel á Fim 18. Júl 2024 22:07, breytt samtals 1 sinni.


*-*


traustitj
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Lau 31. Júl 2021 23:49
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Besta Star Trek Series

Pósturaf traustitj » Fös 19. Júl 2024 08:06

Picard er mjög góð sería líka, ekki búinn með seinustu seríuna, verst hve hann varð gamall fljótt, leikarinn sko, Patrick Stewart.
En Star Trek lower decks er mjög skemmtileg, alveg rosa skemmtileg.

Uppáhaldið er klárlega DS9. Var alveg Voyager fyrst en það sem gerðist í þáttunum hafði lítil sem engin áhrif í næstu þáttum. Það var frekar leiðinlegt, sérstaklega í þættinum þegar Voyager tvöfaldast, lenda í árás og annað skipið ferst, en Harry Kim deyr á skipinu sem lifði af en er færður yfir af skipinu sem mun farast. Ekkert smá dramatískt en svo bara ekkert .... DS9 var mun betri í þessu.

Eftir að Seven of Nine kom fannst mér serían snarlega bætast, virkilega vel skrifaður karakter.

Ég meikaði ekki Star Trek Discovery bara útaf Michael, aðal characternum. Hún er svo ílla skrifuð og gerð að ég meikaði það ekki nema nokkra þætti, aðrir í seríunni voru mjög góðir samt. Afhverju eru í dag "strong female characters" alveg hræðilega leiðinlegir, þurrir, kaldir og ákaflega leiðinlegir. Star Trek hefur í gegnum allt verið með haug af sterkum konum í aðalhlutverkum og það hefur gengið rosa vel, að ógleymdri Sigoury Weaver í Alien seríunni. Þetta er ekkert flókið. Láttu spennandi persónu lenda í hlutum og lifa af á spennandi hátt, óháð því hvers kyns hú er. Þessi Michael karacter fær Captain Marvel til að vera standup grínisti í samanburði.

Hef ekki prufað Strange New Worlds nema nokkra fyrstu þættina, 3-4, en mér líkaði mjög vel við það, bara mikið að gerast í lífinu sko.

En með JJ Abrahams myndirnar. Ég bókstaflega elska fyrstu myndina, hún er alveg geggjuð. Restin var alveg mehh ok, gaman í bíó en langar ekkert að horfa á þetta afur. En fyrsta myndin er geggjuð. Hefði mátt tóna niður Spock og Uhura, þess bara þurfti ekki. En skipti ekki máli. En sú síðasta, með Idris Elba, hún er töluvert sjónarspil, en sagan er svo lame. Þú varst skilinn eftir og þess vegna á að eyða jörðinni. Skilið. Það er svo lame. Alveg sama með Secret Invasion frá Marvel, algert WTF.

Hver er besti læknirinn?

Fyrir mér, sá lang besti er klárlega Hologram Doctor úr Voyager, Bashir úr DS9 því samspil hans og Garak var geggjað. Phlox var góður. Læknirinn í Picard var ágætur en fékk ekki að gera neitt.