Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Lau 04. Maí 2024 03:24

Auðvitað að hann sé ekki bilaður eða að fara bila, nema það sé sagt frá. Hvað gerir maður ef það er eitthvað að sem var ekki sagt frá, er erfitt að leita réttar? Eða á maður rétt?
Ég veit að það er öruggara að bíllinn sé nýlega eða nýskoðaður, þá ætti flest að koma fram sem gæti verið að.

Ég er að leita eftir að kaupa sendiferðabíl, til að breyta í camper (ferðagistingu eins og túristar eru alltaf á) ef einhver er að sela eða er með tips sérstaklega fyrir það. :)




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Frussi » Lau 04. Maí 2024 08:57

Þú hefur nánast engan rétt sem kaupandi ef eitthvað kemur upp eftir sölu. Skoðunarskylda kaupanda er mjög skýr. Það er best að biðja um að fara með bíl sem þér lýst vel á í söluskoðun, bæði verkstæði og skoðunarstöðvarnar geta gert það fyrir þig.

Annars er fínt að biðja bílanördafrænda/frænku/vin/kunningja um að kíkja með þér á bílinn

Gangi þér vel!
Síðast breytt af Frussi á Lau 04. Maí 2024 08:57, breytt samtals 1 sinni.


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


jeep84
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 23:27
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf jeep84 » Lau 04. Maí 2024 09:51





Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Lau 04. Maí 2024 10:22

jeep84 skrifaði:https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-05-03-osanngjarnt-ad-folk-se-rukkad-vegna-skulda-annarra-411764
Damn. Þetta er eins og eitthvað frá bandaríkjunum.




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Hizzman » Lau 04. Maí 2024 12:43

Almennt þarf að spá í tímareim, svo hafa mismunandi bílar mismunandi veikleika. Hvernig bíl ertu að hugsa um?




danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf danniornsmarason » Lau 04. Maí 2024 12:55

netkaffi skrifaði:Auðvitað að hann sé ekki bilaður eða að fara bila, nema það sé sagt frá. Hvað gerir maður ef það er eitthvað að sem var ekki sagt frá, er erfitt að leita réttar? Eða á maður rétt?
Ég veit að það er öruggara að bíllinn sé nýlega eða nýskoðaður, þá ætti flest að koma fram sem gæti verið að.

Ég er að leita eftir að kaupa sendiferðabíl, til að breyta í camper (ferðagistingu eins og túristar eru alltaf á) ef einhver er að sela eða er með tips sérstaklega fyrir það. :)


rið í sílsum og undir bílnum (yfirborðsrið er ekkert stór mál en um leið og það er byrjað að ryðga í gegn þá ertu kominn í vesen.)
Athuga á olíuna á bílnum, sjá hvort rét magn af olíu er á honum og hvort það sé olíubrúsi í skotti (það þýðir oftast að bíll lekur eða brennir mikilli olíu)
Opna skrúfa olíu refill tappann af og athuga létt ofan í tappan og vélina hvort það sé vökvi sem líkist kókómjólk/kaffi/froðu (heddpakkning líklegast farin ef svo er)
sparka í dekkin og sjá hvort dekkið(Hjólabúnaðurinn) er með slag
athuga hvort það er vatn á vatnkassa (Bíllinn þarf að vera kaldur, ekki opna ef hann er heitur)
kíkja undir vélina hvort það er einhver bleyta/leki
athuga rið í hjólabúnaði.
skoða service bók, hvenær var skipt um tímareim og síðast skipt um olíu

Þetta er það sem ég hef alltaf athugað og ef allt er rétt þá ætti bíllinn að vera í ágætis standi svo lengi sem hann keyrir vel og ekkert óhljóð

Enn aðsjálfsögðu best að fara með bílinn til fagaðila í söluskoðun og fara líka sjálfur yfir þessa hluti, þar sem það getur alltaf eitthvað farið fram hjá þeim


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Minuz1 » Lau 04. Maí 2024 13:14

Fer bara með bílinn í ástandsskoðun hjá frumherja eða hjá umboði og færð þá til að segja þér frá stöðunni áður en þú gengur frá kaupum.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Henjo » Lau 04. Maí 2024 13:56

Síðan er líka fínt, ef þu hefur getu, þekkir einhvern eða svoleiðis, sem getur flett upp eigendasögunni. Það er almennt ekki gott ef það eru búnir að vera 20 eigendur. 1-2 eigendur er mjög gott.

Man þegar ég var lítill seldi pabbi bíll með nýja tímareim, þetta var ópraktískur sportbíll sem eyddi miklu þannig hann skiptist á eigendum á sirka 6 mánaða fresti. Fimm árum seinna var ennþá verið að auglýsa bíllinn með nýrri tímareim, þrátt fyrir að reiminn dugði bara í þrjú ár og var orðinn fimm ára gömull.

Þegar það er verið að selja bíll, og seljandinn vill meina að miklar viðgerðir hafa verið gerðar nýlega, eða viðhald eins og tímareimaskipti, þá er eðlilegt að því fylgi nótur. Mjög algent að fólk t.d. auglýsir bílar og segir að það er búið að skipta um bremsur frá a til ö. En það sem það meinar er að það eru nýjir klossar allar hringinn.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Klemmi » Lau 04. Maí 2024 20:30

Henjo skrifaði:Síðan er líka fínt, ef þu hefur getu, þekkir einhvern eða svoleiðis, sem getur flett upp eigendasögunni. Það er almennt ekki gott ef það eru búnir að vera 20 eigendur. 1-2 eigendur er mjög gott.


Hægt að kaupa aðgang á Raunverd.is til að fletta upp í ökutækjaskrá og fá þar m.a. skoðunarsögu og eigendasögu.
Einnig hægt að sjá þar hvað ákveðnar tegundir hafa verið að seljast á, en athugið að það er eingöngu skráð í gegnum ákveðnar bílasölur og umboð, og verð því almennt hærri en t.d. á Bland / Facebook.

10 uppflettingar kosta 1950kr.-




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1581
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf ColdIce » Sun 05. Maí 2024 08:25

Ef þetta er dýr bíll þá auðvitað söluskoðun hjá fyrirtæki sem þekkir tegundina vel og þar af leiðandi hverju á að leita að.
Þegar ég kaupi bíl undir milljón þá fer ég bara með hann í svokallaða leigubílaskoðun hjá skoðunarstöðvum


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 232
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf KaldiBoi » Sun 05. Maí 2024 10:22

danniornsmarason skrifaði:
netkaffi skrifaði:Auðvitað að hann sé ekki bilaður eða að fara bila, nema það sé sagt frá. Hvað gerir maður ef það er eitthvað að sem var ekki sagt frá, er erfitt að leita réttar? Eða á maður rétt?
Ég veit að það er öruggara að bíllinn sé nýlega eða nýskoðaður, þá ætti flest að koma fram sem gæti verið að.

Ég er að leita eftir að kaupa sendiferðabíl, til að breyta í camper (ferðagistingu eins og túristar eru alltaf á) ef einhver er að sela eða er með tips sérstaklega fyrir það. :)


rið í sílsum og undir bílnum (yfirborðsrið er ekkert stór mál en um leið og það er byrjað að ryðga í gegn þá ertu kominn í vesen.)
Athuga á olíuna á bílnum, sjá hvort rét magn af olíu er á honum og hvort það sé olíubrúsi í skotti (það þýðir oftast að bíll lekur eða brennir mikilli olíu)
Opna skrúfa olíu refill tappann af og athuga létt ofan í tappan og vélina hvort það sé vökvi sem líkist kókómjólk/kaffi/froðu (heddpakkning líklegast farin ef svo er)
sparka í dekkin og sjá hvort dekkið(Hjólabúnaðurinn) er með slag
athuga hvort það er vatn á vatnkassa (Bíllinn þarf að vera kaldur, ekki opna ef hann er heitur)
kíkja undir vélina hvort það er einhver bleyta/leki
athuga rið í hjólabúnaði.
skoða service bók, hvenær var skipt um tímareim og síðast skipt um olíu

Þetta er það sem ég hef alltaf athugað og ef allt er rétt þá ætti bíllinn að vera í ágætis standi svo lengi sem hann keyrir vel og ekkert óhljóð

Enn aðsjálfsögðu best að fara með bílinn til fagaðila í söluskoðun og fara líka sjálfur yfir þessa hluti, þar sem það getur alltaf eitthvað farið fram hjá þeim


Þetta er allt mjög góðir punktar, en ég kaupi ekki bíl ef það er ekki smurbók/þjónustubók!
Svo myndi leita hvort það sé erfitt að gera við bílanna, er eitthvað eins einfalt og kerti og kefli að rífa allt ofan að vélinni til þess að komast að hlutunum.

Annars myndi ég forðast Ford eins og þú getur.
Benzarnir eru mjög solid en eru frá ca aldamótum og upp í 2016 mjög gjarnir á að ryðga.
1.9-2.0 tdi mótorarnir frá VW er mjög solid en þeir gerðu enga “alvöru” húsbíla.
Happy Hunting!:-)



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3180
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 552
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 05. Maí 2024 10:52

Sjálfur nota ég bara Youtube og nota það sem checklista af hlutum til að fara yfir.

T.d Hvað þessi athugar áður en hann kaupir bíla sem hann ætlar að endurselja.


Hef síðan ákveðnar skýrslur til hliðsjónar yfir bíla sem mest og minnst bila. Sænska tryggingafélagið Länsförsäkringar gefur út árlega skýrslu um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem tryggðir hafa verið gagnvart bilunum og um hverskonar bilanir bárust tryggingafélaginu.
Þetta er dæmi um skýrslu frá þeim:
https://www.lansforsakringar.se/49aedf/globalassets/aa-global/dokument/ovrigt/aa-om-oss/rapporter-och-undersokningar/lf_maskinskaderapport_2020.pdf
Síðast breytt af Hjaltiatla á Sun 05. Maí 2024 10:54, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √

Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 68
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf demaNtur » Sun 05. Maí 2024 15:59

Númer eitt, tvö og þrjú að það sé ekki veð í bílnum.
Rík skoðunarskylda kaupanda gildir í kaupum á notuðum bílum.

Kynna sér bílinn sem þú ætlar að skoða á google, þá að leita eftir "vw golf 1.4 tsi 2015 biggest problems" til dæmis.
Gott er að google-a "Panel gaps on cars", það getur oft gefið til kynna hvort bíllinn hafi lent í tjóni, þeas. ef það er rosalegt panel gap á framhurð en mjög lítið gap á afturhurð.
Mynd

Tímareim eða keðja í bílnum?
Hvernig hefur honum verið sinnt, búið að þjónusta reglulega (smurbók?) og ástand dekkja osf.

Bank, skrölt eða önnur eins hljóð í akstri eru ekki góðs viti.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Mán 06. Maí 2024 05:15

Hizzman skrifaði:Almennt þarf að spá í tímareim, svo hafa mismunandi bílar mismunandi veikleika. Hvernig bíl ertu að hugsa um?
Vw Caddy 2007 á 490.000 kr. t.d.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Mán 06. Maí 2024 07:30

Var bent á þetta: "Ég myndi gera þetta þannig og ég geri þetta þannig að ef ég er að skoða notaðan bíl fæ ég bílinn og fer með hann t.d. í Frumherja og fæ skoðun en ég fer líka með hann til vinar sem á verkstæði og læt hann skoða hann. Ef það er eitthvað sem er að en hægt að laga án þess að það komi niður á gæðum bílsins þá getur þú notað þessar athugasemdir til að ná verðinu niður og svo kemur bara í ljós hvort seljandi er til í það.
Skoðun kostar smá pening en mun minna en vesenið sem hlýst af því að kaupa bíl með falda galla. Þegar þú kaupir bíl og hann er kominn á þitt nafn er eiginlega allt vesen sem kemur upp eftir það þitt mál nema um mjög alvarlega vanrækslu (eða svik) seljanda eigi sér stað."




Hizzman
Geek
Póstar: 836
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 149
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Hizzman » Mán 06. Maí 2024 13:25

netkaffi skrifaði:
Hizzman skrifaði:Almennt þarf að spá í tímareim, svo hafa mismunandi bílar mismunandi veikleika. Hvernig bíl ertu að hugsa um?
Vw Caddy 2007 á 490.000 kr. t.d.


úff, dáldið gamall og væntanlega mikið keyrður.

Hvernig ertu að spá í að innrétta hann? Klæða, einangra og einhver fínheit, eða bara beisk? Ég er stundum með pælingar um að gera svipað. Þú veist væntanlega að það er mikið efni á YT um þetta.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf Henjo » Mán 06. Maí 2024 15:07

netkaffi skrifaði:
Hizzman skrifaði:Almennt þarf að spá í tímareim, svo hafa mismunandi bílar mismunandi veikleika. Hvernig bíl ertu að hugsa um?
Vw Caddy 2007 á 490.000 kr. t.d.


Þegar þú ert að kaupa svona gamlan bíll þá er garantíað að það se allskonar að, margar skoðunarstöðvar gera t.d. ekki söluskoðun á bíla sem eru 10 ára og eldri, því það er hægt að pota í allt og seigja að það sé orðið slappt.

Passa mjög núna, það eru strangari reglur komnar þegar þú ferð með bíll í skoðun. Ef það er olíusmit eða eitthverskonar styrkleikarmissir (ryð í botni eða sílsums) þá ertu mjög líklegur til að fá endurskoðun.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Fös 10. Maí 2024 22:12

Hizzman skrifaði:úff, dáldið gamall og væntanlega mikið keyrður.

Er að spá í að fara í 2011 árgerð frekar á sama verði, keyrður 146.000 km. Reyndar metan, en þeir eru oft með bensíntank líka, er að spyrja hvort hann sé ekki líka með bensíntank. Var að lesa pósta á Metanbílasamfélagið (Facebook) og flestir láta mjög vel af að reka metanbíl þar. Það er víst helmingi ódýrara í eldsneytiskostnað, færð 350 km á rúmann 3000 kall.
Hizzman skrifaði:Hvernig ertu að spá í að innrétta hann? Klæða, einangra og einhver fínheit, eða bara beisk? Ég er stundum með pælingar um að gera svipað. Þú veist væntanlega að það er mikið efni á YT um þetta.
Góð spurning. Ég byrja eflaust á einhverju fikti. Svo hef ég verið að sjá tilbúnar uppsetningar til sölu, þ.e. eitthvað svona tilbúið unit sem þú setur bara inn í hann.
En vissi af fólki á YouTube að gera þetta allt sjálft, úr viði aðallega, á YouTube, takk. Ég er ekki mikill smiður, en kannski maður leggist bara í það.

Henjo skrifaði:margar skoðunarstöðvar gera t.d. ekki söluskoðun á bíla sem eru 10 ára og eldri, því það er hægt að pota í allt og seigja að það sé orðið slappt.
Damn.

Henjo skrifaði:Passa mjög núna, það eru strangari reglur komnar þegar þú ferð með bíll í skoðun. Ef það er olíusmit eða eitthverskonar styrkleikarmissir (ryð í botni eða sílsums) þá ertu mjög líklegur til að fá endurskoðun.
Takk. Er það eitthvað sem ég get testað auðveldlega sjálfur?



Skjámynd

rostungurinn77
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf rostungurinn77 » Fös 10. Maí 2024 23:49

netkaffi skrifaði:
Henjo skrifaði:Passa mjög núna, það eru strangari reglur komnar þegar þú ferð með bíll í skoðun. Ef það er olíusmit eða eitthverskonar styrkleikarmissir (ryð í botni eða sílsums) þá ertu mjög líklegur til að fá endurskoðun.
Takk. Er það eitthvað sem ég get testað auðveldlega sjálfur?


Skríður undir hann með vasaljós.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Fös 10. Maí 2024 23:50, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Lau 11. Maí 2024 03:20

Já datt það í hug. Tjekka á þessu á Youtube.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf jonsig » Sun 12. Maí 2024 10:50

Bróðir minn var að lenda illa í því.

Fullur náungi frá einhverju eystrasaltslandi keyrði á hann og skemmdi mikið bílinn og stakk af en gaurinn náðist og brói fékk bílinn greiddan út.

Síðan kaupir hann bíl af einhverjum "piotr" og bíllinn allur í check engine ljósum 1klst eftir afhendingu. Og bilun í túrbínu og ónýtur hvarfakútur. Og sést að allir error kóðar voru hreinsaðir út rétt áður.

Semsagt alltaf sniðugt að mæta með aflestrargræju.




Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Sun 12. Maí 2024 11:04

Damn.
jonsig skrifaði:Semsagt alltaf sniðugt að mæta með aflestrargræju.
Hvar fær maður þannig? og hvað heitir það á ensku



Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf astro » Sun 12. Maí 2024 13:47

netkaffi skrifaði:Damn.
jonsig skrifaði:Semsagt alltaf sniðugt að mæta með aflestrargræju.
Hvar fær maður þannig? og hvað heitir það á ensku


OBD/OBD2 scanner, þeir eru jafn misjafnir og verðin sem maður finnur á ebay og amazon 8-[
Ég á einhvern inní skúr sem kostaði $50 og hann hefur yfirleitt náð að lesa alla villukóða og/eða endursetja þá eftir viðgerð. Keypti mér svona eftir að eitthvað verkstæði gaf mér upp verðið sem það kostaði að "stinga í tölvu" (12.000 ISK).


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO


TheAdder
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf TheAdder » Sun 12. Maí 2024 13:50

Félagi minn verslaði einn svona, hefur virkað ágætlega fyrir hann.
https://verkfaerahusid.is/Vara/bluetoot ... tool-i620/


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Eitthvað sérstakt sem maður þarf að vara sig á við að kaupa notaða bíla?

Pósturaf netkaffi » Sun 12. Maí 2024 14:47

Magnað.