Vatn eða vatn?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 232
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Vatn eða vatn?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 20. Mar 2024 11:40

Sæll kæri vatnsneytandi.

Ég er að skipta um kælivökva á bifhjólinu mínu og hef vanalega nýtt mér eimað/afjónað vatn en svo segja sumir að það skipti engu máli því íslenska vatnið er svo frábært, andstætt vatni frá Evrópu/Bandaríkjunum.

Skiptir þetta í rauninni það miklu máli?

Kv.




T-bone
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf T-bone » Mið 20. Mar 2024 11:56

Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.


Mynd


Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf Trihard » Mið 20. Mar 2024 12:18

T-bone skrifaði:Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.

Ég er sjálfur menntaður lögfræðingur og ég mæli með því að nota vatn úr krananum til að kæla borðtölvuna. :guy



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6415
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 474
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf worghal » Mið 20. Mar 2024 13:07

hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7631
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1196
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf rapport » Mið 20. Mar 2024 14:22

worghal skrifaði:hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?


Það virðist vera fínt í kælimiðla...




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 626
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Tengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf Manager1 » Mið 20. Mar 2024 20:17

Ég hef aldrei heyrt um eimað vatn sem kælivökva, en það er mælt með að nota eimað vatn þegar fylla þarf á rafgeyma.

Mundu bara að blanda með frostlegi svo það frostspringi ekki hjá þér.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf emmi » Mið 20. Mar 2024 20:59

Ég myndi kaupa tilbúinn kælivökva á bensínstöð fyrir svona, hann er yfirleitt appelsínugulur á litinn ef ég man rétt.
Síðast breytt af emmi á Mið 20. Mar 2024 21:00, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf jonsig » Mið 20. Mar 2024 23:03

Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?

Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.

Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.



Skjámynd

motard2
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Fim 21. Feb 2008 19:08
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf motard2 » Fim 21. Mar 2024 10:40

Ég nota þetta á mína nöðru tilbúið til notkunar og fæst í flestum
mótorhjóla búðum jafnvel bilavarahluta verslunum

https://www.motul.com/es/en/products/motocool-factory-line


Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf CendenZ » Fim 21. Mar 2024 10:50

jonsig skrifaði:Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?

Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.

Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.


Ég er í Hafnarfirði og með afjónunar/resínvatnshreinsibúnað í vinnunni og ef ég nota það ekki kemur píp öll tæki að vatnið er skítugt/of hátt steinefnainnihald. Bæði skítugt af salla/stein og lifandi örverum. :catgotmyballs
Síðast breytt af CendenZ á Fim 21. Mar 2024 12:48, breytt samtals 1 sinni.




Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf Maggibmovie » Fim 21. Mar 2024 11:03

Vatnið okkar er nógu hreint í bifvélar sem nota kælivökva, það eru efni í kælivökvanum sem offseta þetta örlitla magn af steinefnum, sleppa því kanski að nota heitt vatn.
Ég myndi allavega kalla það excessive pjatt að setja eimað eða hreinsað vatn á vél sem er svo sett kælivökvi með í.
Ég er nánast öruggur með það að það er ekki nokkurt verkstæði á íslandi sem setur annað en kranavatn á bíla og bifhjól


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vatn eða vatn?

Pósturaf jonsig » Fim 21. Mar 2024 15:32

Svo er það annað annað.

Afjónað vatn,
Hvað ætli það fyrsta sem afjónað vatn geri þegar það kemst í vatnsloopu, hvort sem það er í tölvu eða í blokk á vél.

Ég hef notað bara soðið kranavatn á vatnskælingarnar í tölvunni í amk 15ár. Eina sem hefur gefið sig er bara árans pexi glerið á cpu blokkinni.