Sæll kæri vatnsneytandi.
Ég er að skipta um kælivökva á bifhjólinu mínu og hef vanalega nýtt mér eimað/afjónað vatn en svo segja sumir að það skipti engu máli því íslenska vatnið er svo frábært, andstætt vatni frá Evrópu/Bandaríkjunum.
Skiptir þetta í rauninni það miklu máli?
Kv.
Vatn eða vatn?
Re: Vatn eða vatn?
Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
T-bone skrifaði:Aldrei hef ég nokkurntíman notað neitt annað en vatn úr krananum sem kælivatn á hvers konar vélar og tæki, og er ég menntaður vélfræðingur.
Ég er sjálfur menntaður lögfræðingur og ég mæli með því að nota vatn úr krananum til að kæla borðtölvuna.
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Vatn eða vatn?
worghal skrifaði:hvernig er með allt steinefnið sem er í vatninu okkar?
Það virðist vera fínt í kælimiðla...
Re: Vatn eða vatn?
Ég hef aldrei heyrt um eimað vatn sem kælivökva, en það er mælt með að nota eimað vatn þegar fylla þarf á rafgeyma.
Mundu bara að blanda með frostlegi svo það frostspringi ekki hjá þér.
Mundu bara að blanda með frostlegi svo það frostspringi ekki hjá þér.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
Ég myndi kaupa tilbúinn kælivökva á bensínstöð fyrir svona, hann er yfirleitt appelsínugulur á litinn ef ég man rétt.
Síðast breytt af emmi á Mið 20. Mar 2024 21:00, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?
Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.
Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.
Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.
Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.
Re: Vatn eða vatn?
Ég nota þetta á mína nöðru tilbúið til notkunar og fæst í flestum
mótorhjóla búðum jafnvel bilavarahluta verslunum
https://www.motul.com/es/en/products/motocool-factory-line
mótorhjóla búðum jafnvel bilavarahluta verslunum
https://www.motul.com/es/en/products/motocool-factory-line
Fractal Define S, Asus X99-S, Xeon 1660 V3 @4.4ghz, 128gb ecc Rdimm @2666 cl13, AORUS 3080 XTREME WATERFORCE WB, Corsair RM1000x, Samsung NVME SSD 950 pro 512Gb +500Gb og 1tb sata ssd
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2858
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
jonsig skrifaði:Ertu að tappa af hjólinu eða bæta á það ?
Þú setur auðvitað nýjan frostlög með samt. Eftir forskrift framleiðanda, eða samhæfðum þeim sem er fyrir svo allir frostlögurinn kekkist ekki upp!
Af hverju er frostlögur í vélum í dubai ? Frost ? Nei, frostlögurinn er góð tæringarvörn en tæringarvörnin minnkar með tímanum eftir því sem and-tæringar efnin eyðast upp.
Íslenska vatnið er síðan bara misjafnt eftir hvar þú býrð, vatnið í Hafnarfirði skilur eftir sig hvíta skán.
Ég er í Hafnarfirði og með afjónunar/resínvatnshreinsibúnað í vinnunni og ef ég nota það ekki kemur píp öll tæki að vatnið er skítugt/of hátt steinefnainnihald. Bæði skítugt af salla/stein og lifandi örverum.
Síðast breytt af CendenZ á Fim 21. Mar 2024 12:48, breytt samtals 1 sinni.
-
- Nörd
- Póstar: 103
- Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
Vatnið okkar er nógu hreint í bifvélar sem nota kælivökva, það eru efni í kælivökvanum sem offseta þetta örlitla magn af steinefnum, sleppa því kanski að nota heitt vatn.
Ég myndi allavega kalla það excessive pjatt að setja eimað eða hreinsað vatn á vél sem er svo sett kælivökvi með í.
Ég er nánast öruggur með það að það er ekki nokkurt verkstæði á íslandi sem setur annað en kranavatn á bíla og bifhjól
Ég myndi allavega kalla það excessive pjatt að setja eimað eða hreinsað vatn á vél sem er svo sett kælivökvi með í.
Ég er nánast öruggur með það að það er ekki nokkurt verkstæði á íslandi sem setur annað en kranavatn á bíla og bifhjól
Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vatn eða vatn?
Svo er það annað annað.
Afjónað vatn,
Hvað ætli það fyrsta sem afjónað vatn geri þegar það kemst í vatnsloopu, hvort sem það er í tölvu eða í blokk á vél.
Ég hef notað bara soðið kranavatn á vatnskælingarnar í tölvunni í amk 15ár. Eina sem hefur gefið sig er bara árans pexi glerið á cpu blokkinni.
Afjónað vatn,
Hvað ætli það fyrsta sem afjónað vatn geri þegar það kemst í vatnsloopu, hvort sem það er í tölvu eða í blokk á vél.
Ég hef notað bara soðið kranavatn á vatnskælingarnar í tölvunni í amk 15ár. Eina sem hefur gefið sig er bara árans pexi glerið á cpu blokkinni.