Virðist hafa verið á svæðinu sem kallast Bláfjöll eldstöðvarkerfinu Brennisteinsfjöll. Annað eldstöðvarkerfi en þar varð í gær (26. Janúar 2024) jarðskjálfti með kvikulega eiginleika, sem er mjög furðulegt. Þar sem það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum síðustu mánuði.
Jarðskjálftinn í gær.
240126.225400.hvtz.psn.jpg (146.59 KiB) Skoðað 3184 sinnum
Virðist hafa verið á svæðinu sem kallast Bláfjöll eldstöðvarkerfinu Brennisteinsfjöll. Annað eldstöðvarkerfi en þar varð í gær (26. Janúar 2024) jarðskjálfti með kvikulega eiginleika, sem er mjög furðulegt. Þar sem það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum síðustu mánuði.
Slæmt veður undanfarið er ekki að bæta stöðuna á því hvernig mælingar ganga. Annars er landrisið komið í 400mm núna (40cm) og það er mjög mikið. Ég man ekki eftir svo mikilli þenslu í eldstöð á Íslandi síðan mælingar hófst.
jonfr1900 skrifaði:Slæmt veður undanfarið er ekki að bæta stöðuna á því hvernig mælingar ganga. Annars er landrisið komið í 400mm núna (40cm) og það er mjög mikið. Ég man ekki eftir svo mikilli þenslu í eldstöð á Íslandi síðan mælingar hófst.
Ég held að Krafla hafi ennþá vinninginn í þeim efnum, ekki satt?
jonfr1900 skrifaði:Slæmt veður undanfarið er ekki að bæta stöðuna á því hvernig mælingar ganga. Annars er landrisið komið í 400mm núna (40cm) og það er mjög mikið. Ég man ekki eftir svo mikilli þenslu í eldstöð á Íslandi síðan mælingar hófst.
Ég held að Krafla hafi ennþá vinninginn í þeim efnum, ekki satt?
Ég veit ekki hversu mikil þensla var í Kröflu á sínum tíma. Þú segir á vefsíðu Global Volcanism Program að þenslan í Kröfu hafi verið um 1 til 2mm á dag. Þenslan í Svartsengi núna er um 8 til 10mm á dag. Hægt er að sjá gögnin hjá Global Volcanism Program hérna um Kröflu.
Undir Kröfluöskjunni er kvikuhólf, sem liggur á um það bil 3-7 km dýpi í jarðskorpunni. Kvika hefur streymt að neðan úr iðrum jarðar inn í kvikuhólfið, a.m.k. síðan 1975. Við það lyftist land og er miðja landlyftingarinnar nálægt Leirhnjúki. Ein afleiðing þess er að á stöðvarhúsinu í Kröflu verða mælanlegar hallabreytingar og eru þær notaðar til þess að fylgjast með hraða kvikustreymisins inn í hólfið. Það virðist hafa verið nokkuð jafnt eða um 5-6 m3/s, a.m.k. fram á mitt ár 1981. Samsvarandi meðalrishraði lands í grennd við Leirhnjúk var um 8mm á sólarhring. Þessi tímabil hægrar landlyftingar stóðu yfirleitt vikur eða mánuði. Árið 1981 varð nokkur breyting á. Land reis þá mun hægar en áður, eða innan við 1mm á sólarhring, og liðu þá um 9 mánuðir á milli hrina. Síðan hefur tími milli hrina lengst og var síðasta goshlé nærri þrjú ár.
Veðurstofan notast frekar við rúmmál kviku sem safnast hefur saman, hermt frá stöðu GPS mæla og Insar frekar en að stara á einstaka GPS stöðvar. Sú aðferð hefur staðist hingað til. Í seinustu uppfærslu Veðurstofunar frá 25. jan kemur fram:
Á þessum tímapunkti er erfitt að fullyrða um hversu mikið magn kviku hefur safnast fyrir frá því að gosi lauk 16. janúar. Líklegt er að sá tími sem það tekur að ná sama kvikumagni og fyrir síðasta gos sé mældur í vikum frekar en dögum. Verið er að vinna reiknilíkön til að fá skýrari mynd af stöðu kvikusöfnunar.
Næsta uppfærsla á stöðunni frá Veðurstofunni er væntanleg ekki seinna en síðdegis á fimmtudag.
Já, eða á tveggja vikna fresti þegar kerfið brotnar endalega eftir næsta eldgos miðað við þensluna núna. Síðan gæti komið langdregið eldgos sem mundi þá vara í 2 til 4 mánuði.
Botnslaus heimska, að skipuleggja nýja byggð í Hafnarfirði ofan á hrauni... "verður tími til að byggja varnargarða". Núna verið að byggja mislæg gatnamót þarna.
Við getum ekki orðið of hrædd til að búa á Íslandi.
Jú, þetta er ömurlegt þegar þetta kemur fyrir að eldgos fokki öllu upp, það hefur gerst núna, þegar gaus í Eyjafjallajökli, Vestmannaeyjum (man ekki meira) og svo náttúrulega móðuharðindin sem stútuðu næstum því þjóðinni og hröktu fólk frá landinu.
En byggingar eru ekki heilagar og þó þær kosti einhverja peninga þá eigum við ekki að hætta að þora að byggja.
Er ekki talað um að Mexikóborg sé byggð ofaní gíg sem eigi eftir að gjósa aftur einhverntíman?
Lifum lífinu og tökumst á við vandamálin af yfirvegun og "áætlun um samfelldan rekstur" :-)
Það er engin ástæða til að fara óttast um allt sitt, við ættum að vera með fókus á að hjálpa Grindvíkingum og standa með þeim sem hafa sannarlega orðið fyrir tjóni... því að ef við gerum það þá munu aðrir standa með okkur ef við lendum í tjóni.
appel skrifaði:Botnslaus heimska, að skipuleggja nýja byggð í Hafnarfirði ofan á hrauni... "verður tími til að byggja varnargarða". Núna verið að byggja mislæg gatnamót þarna.
Sammála! Selfoss svæðið lítur vel út. Þar er nóg pláss. Þar mætti auðveldlega staðsetja alþjóðaflugvöll. Höfuðborgarsvæðið er eiginlega ónýtt vegna skipulagsfúsks.
appel skrifaði:Botnslaus heimska, að skipuleggja nýja byggð í Hafnarfirði ofan á hrauni... "verður tími til að byggja varnargarða". Núna verið að byggja mislæg gatnamót þarna.
Sammála! Selfoss svæðið lítur vel út. Þar er nóg pláss. Þar mætti auðveldlega staðsetja alþjóðaflugvöll. Höfuðborgarsvæðið er eiginlega ónýtt vegna skipulagsfúsks.
Fyrir utan jarðskjálfta sem verða þarna á 30 til 80 ára fresti. Stærðir þeirra jarðskjálfta geta náð allt að Mw7,0.
rapport skrifaði:Við getum ekki orðið of hrædd til að búa á Íslandi.
Jú, þetta er ömurlegt þegar þetta kemur fyrir að eldgos fokki öllu upp, það hefur gerst núna, þegar gaus í Eyjafjallajökli, Vestmannaeyjum (man ekki meira) og svo náttúrulega móðuharðindin sem stútuðu næstum því þjóðinni og hröktu fólk frá landinu.
En byggingar eru ekki heilagar og þó þær kosti einhverja peninga þá eigum við ekki að hætta að þora að byggja.
Er ekki talað um að Mexikóborg sé byggð ofaní gíg sem eigi eftir að gjósa aftur einhverntíman?
Lifum lífinu og tökumst á við vandamálin af yfirvegun og "áætlun um samfelldan rekstur" :-)
Það er engin ástæða til að fara óttast um allt sitt, við ættum að vera með fókus á að hjálpa Grindvíkingum og standa með þeim sem hafa sannarlega orðið fyrir tjóni... því að ef við gerum það þá munu aðrir standa með okkur ef við lendum í tjóni.
Þannig á þessi samtrygging að virka.
Svo að íbúar framtíðarinnar geti upplifað það sama og Grindvíkingar, aftur verður talað um það hvað við erum illa framsýn og hlustum ekki á okkar færustu jarðfræðinga?
Finnst allt í lagi að hafa vaðið fyrir neðan sig. Ef það er einhver áhætta þá á ekki að leggja í að byggja upp byggð þar sem fjölskyldur munu búa við hættu á hraunfljóti inn í byggðina. Enginn á að þurfa upplifa aftur það sem Grindvíkingar hafa upplifað. Ef við höfum ekki þessa grundvallar-vitsmuni þá erum við algjörlega vonlaus.
Síðast breytt af appel á Fös 02. Feb 2024 19:29, breytt samtals 1 sinni.