rapport skrifaði:https://www.visir.is/g/20242597391d/-mun-enginn-kaupa-annad-en-rafbil-arid-2028-
Trúr fólk útí heimi enn á "umhverfisvænleika" rafbílsins sem mengar gríðarlega í framleiðslu og fær svo oft raforku frá orkuverum sem brenna oft rusli, kolum eða olíu?
Og hversu mikið menga bílar sem keyra á jarðefnaeldsneyti?
An experiment, conducted in London traffic in 1992 by the UK government’s Warren Spring research establishment, showed that the tailpipe emissions from a standard Saab 9000 CS 2.3t were actually cleaner than the air the engine was breathing.
Heimild:
https://www.saabplanet.com/reducing-tai ... saab-9000/
Það var mikið meme early 90s að x nýr bíll er svo umhverfisvænn að hann prumpar út lofti sem er hreinara en hann tekur. Porsche t.d. spilaði stórt inní þetta og var með auglýsingu fyrir 968 sem sýndi að hann gerði loftið betra i Los Angelese með þvi einfaldlega vera i gangi, og brenna eldsneyti.
Til að sýna hversu absúrd og heimskulegt þetta er, þá er svona auglýsingar ekki lengur í boði í dag. Þrátt fyrir að bílar í dag menga talsvert minna en þeir gerðu fyrir 30 árum. Muna ekki allir þegar dísel var græni kosturinn?
Og jú, rafbílar eru umhverfisvænari en hefðbundnir dísel og bensín bilar. En auðvitað eru þeir ekki umhverfisvænir, bílar eru það aldrei. En þeir eru talsvert umhverfisvænari en bensín bíll sem brennur 20.000-30.000 lítra af eldsneyti yfir lífstíma sinn. Plús aðrir hlutir eins og mótorolía, girkassa olia, hvarfakútar og annað ógeð.
*einnig benda á, að það er ekki bara brent 20-30k lítra af eldsneyti. Þetta þarf að pumpa útur jörðinni, flytja á stað sem þetta er unnið. Eytt þvilikri orku að umbreyta þessu i nýtilegt elsneyti. Síðan er þetta flutt á höfn. Flutt með skipi milli staða, endar loks á íslandi. Flutt í stóra gáma. Flutt á bensínstö. Síðan þarft þú að keyra á bensínstöðin til að sækja eldsneytið. Hvernig er raforka aftur flutt?
Það er rétt að margir staðir brenna en kol og rusl og annað, sem reyndar margt bendir til að rafmagsbílar séu samt umhverfisvænari þrátt fyrir að þeir fá orkuna ur slíkum stað, enda nær raforkuver sem gengur fyrir kol mun meiri orku úr elsneytinu sínu en bensínbíll, sem á erfitt með að umbreyta meira en broti úr elsneytisorku yfir í hreyfiorku.
Auk þess er ekki verið að skipta yfir í rafmagsbíla á einum degi, alveg eins og það er ekki verið að skipta úr kolabrennslu á einum degi. Rafmagsbílum fjölgar a sama tíma og umhverfisvænari leiðum til að framleiða raforku fjölgar.