appel skrifaði:Strætó hefur aldrei barist fyrir útrýmingu einkabílsins, heldur eingöngu almenningssamgöngum.
Já strætó hefur svo sannarlega barist fyrir útrýmingu almenningssamgangna
appel skrifaði:Strætó hefur aldrei barist fyrir útrýmingu einkabílsins, heldur eingöngu almenningssamgöngum.
appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.
gnarr skrifaði:appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.
Þetta svar sýnir bara hversu fáfróður þú ert um þetta málefni. Þetta gæti ekki verið fjær því að vera satt.
Að hanna borg til þess að vera betri fyrir aðra samgöngumáta en bíl veldur því að það er betra að keyra í borginni.
Ég bý sjálfur í 370.000 íbúa borg þar sem rúmlega 50% af öllum ferðum eru farnar af hjóli og undir 10% af ferðum í miðbæinn eru farnar á bíl.
Þegar ég var nýfluttur hingað þurfti ég að keyra mikið útaf stússi í kringum íbúðina mína og það er gígantískur munur á því hversu þægilegt það er að keyra hérna í samanburði við Reykjavík, og reyndar þægilegra en í öllum öðrum borgum sem ég hef keyrt í.
Ég hef aðgang að bíl hérna hvenær sem mér sýnist, en ég hef ekki notað hann í vel rúmlega ár, vegna þess að mér þykir bara þægilegra að hjóla, ganga eða taka strætó/lest heldur en að keyra.
appel skrifaði:Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.
Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).
Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.
Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.
ekkert skrifaði:Bergen er svipuð saga. Um aldamótin var hún stundum kölluð bílaborg Noregs og ég man eftir mörgum ferðum í gegnum bæjinn hangsandi í umferðarteppu í göngum eða á danmarksplass. Núna liggja léttlestarteinar eftir þessari bílabraut ásamt akreinum fyrir einkabíla, lest sem er svo tíð að ekki þarf að fylgjast með klukkunni þegar lagt er af stað út úr húsi. Það er aðeins komin ein lest en hún fer alla leið frá flugvellinum, í gegnum dalinn meðfram mörgum íbúðarkjörnum og niður í miðbæ.
Þessar framkvæmdir voru fjármagnaðar, skilst mér, að miklu leiti með bompenger en mörg tár voru felld vegna þeirra og eru enn.
Þar hefur nú verið opnuð heimsins lengstu hjólagöng.
appel skrifaði:
Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.
Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).
Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.
Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.
appel skrifaði:gnarr skrifaði:appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.
Þetta svar sýnir bara hversu fáfróður þú ert um þetta málefni. Þetta gæti ekki verið fjær því að vera satt.
Að hanna borg til þess að vera betri fyrir aðra samgöngumáta en bíl veldur því að það er betra að keyra í borginni.
Ég bý sjálfur í 370.000 íbúa borg þar sem rúmlega 50% af öllum ferðum eru farnar af hjóli og undir 10% af ferðum í miðbæinn eru farnar á bíl.
Þegar ég var nýfluttur hingað þurfti ég að keyra mikið útaf stússi í kringum íbúðina mína og það er gígantískur munur á því hversu þægilegt það er að keyra hérna í samanburði við Reykjavík, og reyndar þægilegra en í öllum öðrum borgum sem ég hef keyrt í.
Ég hef aðgang að bíl hérna hvenær sem mér sýnist, en ég hef ekki notað hann í vel rúmlega ár, vegna þess að mér þykir bara þægilegra að hjóla, ganga eða taka strætó/lest heldur en að keyra.
Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.
Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).
Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.
Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.
appel skrifaði:Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?
billaus.is/stefnuskra skrifaði:Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.
Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.
GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.
appel skrifaði:Systir þín?
Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?
Klemmi skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.
Haha, hér er skemmtileg tilviljun!
Þú sást bílinn daginn eftir að honum var stolið, hvíti i30 þarna
Klemmi skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.
Haha, hér er skemmtileg tilviljun!
Þú sást bílinn daginn eftir að honum var stolið, hvíti i30 þarna
gudjon.jpeg
GuðjónR skrifaði:WTF!
Ég tók þessa mynd miðvikudag í síðustu viku, 8. nóv. kl 15.02.
Ef þjófurinn lagði í stæðið þá ætti að vera hægt að skoða upptökur þarna.
Ég man eftir því að labba framhjá stæðinu um kl. 12.45 og var einmitt að skoða í kringum mig og mappa í huganum hleðslustöðvarnar þarna í kring og þá var bíllinn ekki í stæði. Honum var lagt þarna á milli 12:45 og 15:02 ... endilega reynið að fá aðgang að upptökum.
appel skrifaði:Ég á ekki til um orð um hve mikil satíra þetta er...
https://www.dv.is/fokus/2023/11/13/bil- ... -lifsstil/
Er þetta ekki einsog veganisti að kvarta yfir því að kjöti hafi verið stolið úr frystinum?
Nariur skrifaði:appel skrifaði:Systir þín?
Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?
Þetta er svo innilega rangt hjá þér. Þau eru að berjast fyrir bættum innviðum til að gera það auðveldara að lifa bíllausum lífstíl. Í dag er það svo erfitt að flestir þurfa enn að eiga bíl. Ég vildi að kerfið væri nógu gott til að ég gæti losað mig við bílinn minn, en það sökkar, svo hér sit ég að borga tryggingar og bifreiðagjöld af stálhaug sem ég nota einu sinni í mánuði.
Icarus skrifaði:Vá appel, oft hef ég verið sammála þér en þessi þráður er dapur.
Á mínu heimili eru tveir bílar, ég hata það. Myndi vilja eiga bara einn. Styð samtökin og vill að aðrir ferðamátar fái sitt pláss.
Samtökin segja svo skýrt hvað þau standa fyrir en þú kýst að hunsa það, festast i bókstaflegri merkingu eins orðs.