Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Allt utan efnis

JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf JReykdal » Þri 14. Nóv 2023 12:45

appel skrifaði:Strætó hefur aldrei barist fyrir útrýmingu einkabílsins, heldur eingöngu almenningssamgöngum.


Já strætó hefur svo sannarlega barist fyrir útrýmingu almenningssamgangna :D


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf GullMoli » Þri 14. Nóv 2023 12:53

Það þarf ekki allt að vera svona bókstaflegt.

Eins og þið segið, það er erfitt/vesen að vera bíllaus, hvað þá með börn. Hinsvegar getur baráttan átt sér stað um að gera þannig lífstíl aðgengilegri með bættum almenningssamgöngum. Ég geri amk ráð fyrir því að þessi samtök snúist að miklu leyti um það.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf gnarr » Þri 14. Nóv 2023 13:54

appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.


Þetta svar sýnir bara hversu fáfróður þú ert um þetta málefni. Þetta gæti ekki verið fjær því að vera satt.

Að hanna borg til þess að vera betri fyrir aðra samgöngumáta en bíl veldur því að það er betra að keyra í borginni.

Ég bý sjálfur í 370.000 íbúa borg þar sem rúmlega 50% af öllum ferðum eru farnar af hjóli og undir 10% af ferðum í miðbæinn eru farnar á bíl.
Þegar ég var nýfluttur hingað þurfti ég að keyra mikið útaf stússi í kringum íbúðina mína og það er gígantískur munur á því hversu þægilegt það er að keyra hérna í samanburði við Reykjavík, og reyndar þægilegra en í öllum öðrum borgum sem ég hef keyrt í.
Ég hef aðgang að bíl hérna hvenær sem mér sýnist, en ég hef ekki notað hann í vel rúmlega ár, vegna þess að mér þykir bara þægilegra að hjóla, ganga eða taka strætó/lest heldur en að keyra.



"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Þri 14. Nóv 2023 14:46

gnarr skrifaði:
appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.


Þetta svar sýnir bara hversu fáfróður þú ert um þetta málefni. Þetta gæti ekki verið fjær því að vera satt.

Að hanna borg til þess að vera betri fyrir aðra samgöngumáta en bíl veldur því að það er betra að keyra í borginni.

Ég bý sjálfur í 370.000 íbúa borg þar sem rúmlega 50% af öllum ferðum eru farnar af hjóli og undir 10% af ferðum í miðbæinn eru farnar á bíl.
Þegar ég var nýfluttur hingað þurfti ég að keyra mikið útaf stússi í kringum íbúðina mína og það er gígantískur munur á því hversu þægilegt það er að keyra hérna í samanburði við Reykjavík, og reyndar þægilegra en í öllum öðrum borgum sem ég hef keyrt í.
Ég hef aðgang að bíl hérna hvenær sem mér sýnist, en ég hef ekki notað hann í vel rúmlega ár, vegna þess að mér þykir bara þægilegra að hjóla, ganga eða taka strætó/lest heldur en að keyra.



Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.

Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).

Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.

Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.
Síðast breytt af appel á Þri 14. Nóv 2023 14:47, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf gnarr » Þri 14. Nóv 2023 15:08

appel skrifaði:Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.

Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).

Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.

Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.


En og aftur sýnirðu hvað þú ert fárfróður um þetta. 1970 var Holland mjög svipað Íslandi í borgarskipulagi og hugsunarhátt. Það tók ekki nema um 30 ár að spóla Holland úr því að vera bíl-miðað yfir í að vera eins og það er í dag.

Reykjavík er ekki lík Nuuk name að það er oft snjór á báðum stöðum. Reykjavík er miklu líkari Oulu í Finnlandi hvað varðar landslag og veður, þótt það sé töluvert kaldara í Oulu.
Síðast breytt af gnarr á Þri 14. Nóv 2023 15:10, breytt samtals 2 sinnum.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

ekkert
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Reputation: 77
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf ekkert » Þri 14. Nóv 2023 15:32

Bergen er svipuð saga. Um aldamótin var hún stundum kölluð bílaborg Noregs og ég man eftir mörgum ferðum í gegnum bæjinn hangsandi í umferðarteppu í göngum eða á danmarksplass. Núna liggja léttlestarteinar eftir þessari bílabraut ásamt akreinum fyrir einkabíla, lest sem er svo tíð að ekki þarf að fylgjast með klukkunni þegar lagt er af stað út úr húsi. Það er aðeins komin ein lest en hún fer alla leið frá flugvellinum, í gegnum dalinn meðfram mörgum íbúðarkjörnum og niður í miðbæ.

Þessar framkvæmdir voru fjármagnaðar, skilst mér, að miklu leiti með bompenger en mörg tár voru felld vegna þeirra og eru enn.

Þar hefur nú verið opnuð heimsins lengstu hjólagöng.


AMDip boii
Jarðeldsneytis- og koníaklaust Ísland 2030


agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf agnarkb » Þri 14. Nóv 2023 16:01

ekkert skrifaði:Bergen er svipuð saga. Um aldamótin var hún stundum kölluð bílaborg Noregs og ég man eftir mörgum ferðum í gegnum bæjinn hangsandi í umferðarteppu í göngum eða á danmarksplass. Núna liggja léttlestarteinar eftir þessari bílabraut ásamt akreinum fyrir einkabíla, lest sem er svo tíð að ekki þarf að fylgjast með klukkunni þegar lagt er af stað út úr húsi. Það er aðeins komin ein lest en hún fer alla leið frá flugvellinum, í gegnum dalinn meðfram mörgum íbúðarkjörnum og niður í miðbæ.

Þessar framkvæmdir voru fjármagnaðar, skilst mér, að miklu leiti með bompenger en mörg tár voru felld vegna þeirra og eru enn.

Þar hefur nú verið opnuð heimsins lengstu hjólagöng.


Ætlaði einmitt að fara skrifa aðeins um Bergen. Er ættaður þaðan og verið þar margoft. Bybanen er einhver mesta snilld sem ég hef upplifað í svona lítilli borg, kostar skít og ekkert að nota þetta og kemst eins og þú sagðir um allan Fyllingsdalen og niður að Flesland. Svo önnur snilld er að þeir hafa gjörbylt strætókerfinu hjá sér, Bybanen gengur ekki norður, enda miklu erfiðara að leggja brautir þangað, en þar eru fjölmenn úthverfi eins og Åsane og þangað gengur express buss á hánnatíma. Komst frá Torget til Åsane á rétt rúmu korteri í sumar.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 688
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Henjo » Þri 14. Nóv 2023 16:29

appel skrifaði:
Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.

Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).

Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.

Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.


Þetta er nú sjálft rökvilluvitleysa hjá þér. Það er vel hægt að gera höfuðborgarsvæðið meira Evrópskt og vænlegra fyrir aðrar samöngur en einkabifreiðina. Ef þú vilt dæmi þá geturðu einfaldega litið tíu ár aftur í tímann. Það er mun þægilegra að hjóla núna um höfuðborgarsvæðið en fyrir nokkrum árum. Mun meira af hjólastígum, meira gert ráð fyrir hjólum.

Margar evrópskar borgir sem þú ert að hugsa um voru líka bílamartraðir fyrir nokkrum áratugum. Það að halda að Reykjavík sé eithv öðruvísi bara útaf það er Reykjavík er fáránlegt.

Það er endlaust hægt að leggja í stokk, bæta við akreinum. En það mun allt enda með sömu gömlu vitleysuni sem er endlaust meira af bílum, og endlaus umferð. Lausnin eru færri bílar, ekki fleiri. Það er ekki sjáflbært eða sniðugt að láta allan almenning ferðast um á tveggja tonna járnkassa, hver og einn í sínum eigin.

Ef þú sjálfur kýst að ferðst hvern meter á einkabíll, þá geturðu gert það. En þú skalt vita að það er frábært fyrir þig ef meira af fólki hjólar og tekur almenninsamöngur, því þá er minni umferð. Það er oft þessi hugsun hjá fólki sem vill halda bílnum dauðagripi, að ef það á að fá að keyra, þá þurfa allir að gera það líka. Þessi hugsun að ef fólk byrjar að hjóla og taka strætó, að allt í einu verði bíllinn gerður ólöglegur. Það mun auðvitað aldrei gerast.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Baldurmar » Þri 14. Nóv 2023 16:33

appel skrifaði:
gnarr skrifaði:
appel skrifaði:Kannski...
en það má deila um það hve raunveruleg áhrifin eru af svona baráttusamtökum. Held að svona þrýstihópar hafi á endanum þau áhrif að greið leið einkabílsins sé minni en ella, á endanum vinna þau gegn einkabílnum þó það sé ekki kannski yfirlýst stefna.
En bíllaus lífstíll er og verður áfram um ókomna framtíð óraunhæft markmið, það verður fyrir langflesta ómögulegt að búa hérna án einkabílsins, af ýmsum ástæðum.


Þetta svar sýnir bara hversu fáfróður þú ert um þetta málefni. Þetta gæti ekki verið fjær því að vera satt.

Að hanna borg til þess að vera betri fyrir aðra samgöngumáta en bíl veldur því að það er betra að keyra í borginni.

Ég bý sjálfur í 370.000 íbúa borg þar sem rúmlega 50% af öllum ferðum eru farnar af hjóli og undir 10% af ferðum í miðbæinn eru farnar á bíl.
Þegar ég var nýfluttur hingað þurfti ég að keyra mikið útaf stússi í kringum íbúðina mína og það er gígantískur munur á því hversu þægilegt það er að keyra hérna í samanburði við Reykjavík, og reyndar þægilegra en í öllum öðrum borgum sem ég hef keyrt í.
Ég hef aðgang að bíl hérna hvenær sem mér sýnist, en ég hef ekki notað hann í vel rúmlega ár, vegna þess að mér þykir bara þægilegra að hjóla, ganga eða taka strætó/lest heldur en að keyra.



Þetta er fallacy sem margir falla í, að bera höfuðborgarsvæðið okkar saman við evrópska borg. Þetta er algjörlega tilgangslaus samanburður. Og það er algjörlega óraunhæft að fara breyta höfuðborgarsvæðinu þannig að það líkist evrópskri borg, einsog kaupmannahöfn, amsterdam eða álíka. Það er ferli sem tekur 500-1000 ár.
Höfuðborgarsvæðið okkar líkist meira Nuuk á Grænlandi frekar en Amsterdam.

Hér þarf að fara t.d. í Sundabraut til að minnka álag á aðrar brautir.
Hér þarf að fara leggja götur einsog Miklubraut í stokk, einnig hluta úr Sæbraut og Reykjanesbraut (hjá Smáranum).

Þetta eru allt miklar framkvæmdir sem tengjast einkabílnum en munu jú bæta allt umferðarflæði fyrir alla á endanum.

Hingað til hefur fókusinn verið helst á svona 1+1, göngu+hjólabrautir, þ.e. bæta við hjólabraut meðfram göngustíg. En leiðirnir eru enn þær sömu, engar styttingar, engin ný göng eða brú.


Al-rangt hjá þér að það taki 500 ár (hvað þá 1000!) að aðlaga borg að breyttum farmátum, það voru bara hestvagnar í london fyrir 150 árum...

Það var stórkostlegt átak "áhugamanna um bíllausan lifsttíl"[0] sem breyttu Amsterdam í þá hjólaborg sem hún er í dag, fyrir svona 50 árum.

Sama sagan í Kaupmannahöfn á svipuðum tíma[1], þar mótmæli fólk sem vildi aðra ferðamáta en einkabíla urðu til þess að Kaupmannahöfn varð að þeirri hjólaborg sem hún er í dag.


[0]https://www.theguardian.com/cities/2015/may/05/amsterdam-bicycle-capital-world-transport-cycling-kindermoord
[1]https://eu.boell.org/en/cycling-copenhagen-the-making-of-a-bike-friendly-city


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Nóv 2023 17:17

Það er gaman að sjá appel upplýsa um rökvillur, eins duglegur og hann er að reisa strámenn :)

Annars er hún Inga systir mín yndisleg stelpa sem stendur sig vel í því að vera talsmaður hinna ýmsu hópa.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Þri 14. Nóv 2023 17:49

Systir þín? :)

Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?

Svo er hitt með einkabílinn vs. sinnuleysi yfirvalda um umbætur í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu, það er hægt að deila um forgang milli almenningssamgangna vs einkabílasamsöngur, en það er ljóst í mínum hug að yfirvöld eru orðin algjörlega afhuga á að gera eitthvað í gatnakerfinu, það er á mörgum stöðum hægt að gera bara lítið sem myndi bæta umferðarflæðið, en það er ekki gert. Ég tel að þessi umræða og pælingar um "borgarlínu" og allt það hafi sett betrumbætur í gatnakerfinu á ís, það sé bara notað sem afsökun til að eyða ekki í þetta nema basic viðhald.


*-*

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf gnarr » Þri 14. Nóv 2023 18:14

Væri ekki ágætt að kynna sér um hvað samtökin snúast?
Screenshot_20231114-191309_Facebook.jpg
Screenshot_20231114-191309_Facebook.jpg (898.99 KiB) Skoðað 2017 sinnum


"Give what you can, take what you need."


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Nóv 2023 21:18

appel skrifaði:Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?


Predikar? Nafnið er "Samtökin um bíllausan lífstíl", en nánari skýringu má finna í stefnuskránni:

billaus.is/stefnuskra skrifaði:Tilgangurinn er margþættur, allt frá því að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið og draga úr útblástursmengun og yfir það að skapa líflegra og mannvænna borgarumhverfi.

Í hópnum er fólk sem bæði lifir bíllausum lífsstíl og þeir sem gjarnan vildu gera það, ef aðstæður til þess væru betri.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Klemmi » Fim 16. Nóv 2023 12:56

GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:

Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.


Haha, hér er skemmtileg tilviljun!

Þú sást bílinn daginn eftir að honum var stolið, hvíti i30 þarna :megasmile

gudjon.jpeg
gudjon.jpeg (189.29 KiB) Skoðað 1851 sinnum



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Nariur » Fim 16. Nóv 2023 13:29

appel skrifaði:Systir þín? :)

Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?


Þetta er svo innilega rangt hjá þér. Þau eru að berjast fyrir bættum innviðum til að gera það auðveldara að lifa bíllausum lífstíl. Í dag er það svo erfitt að flestir þurfa enn að eiga bíl. Ég vildi að kerfið væri nógu gott til að ég gæti losað mig við bílinn minn, en það sökkar, svo hér sit ég að borga tryggingar og bifreiðagjöld af stálhaug sem ég nota einu sinni í mánuði.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Baldurmar » Fim 16. Nóv 2023 14:55

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:

Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.


Haha, hér er skemmtileg tilviljun!

Þú sást bílinn daginn eftir að honum var stolið, hvíti i30 þarna :megasmile



Glætan !!
Þvílík snilld !


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf GuðjónR » Fim 16. Nóv 2023 19:07

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta er svo kaldhæðnislegt.
Sé fyrir mér aðra sambærilega fyrirsögn:

Brotist var inn hjá formanni íslenskra grænkera og öllu kjöti úr frystikistunni hans stolið.


Haha, hér er skemmtileg tilviljun!

Þú sást bílinn daginn eftir að honum var stolið, hvíti i30 þarna :megasmile

gudjon.jpeg

WTF!
Ég tók þessa mynd miðvikudag í síðustu viku, 8. nóv. kl 15.02.
Ef þjófurinn lagði í stæðið þá ætti að vera hægt að skoða upptökur þarna.
Ég man eftir því að labba framhjá stæðinu um kl. 12.45 og var einmitt að skoða í kringum mig og mappa í huganum hleðslustöðvarnar þarna í kring og þá var bíllinn ekki í stæði. Honum var lagt þarna á milli 12:45 og 15:02 ... endilega reynið að fá aðgang að upptökum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Klemmi » Fim 16. Nóv 2023 19:15

GuðjónR skrifaði:WTF!
Ég tók þessa mynd miðvikudag í síðustu viku, 8. nóv. kl 15.02.
Ef þjófurinn lagði í stæðið þá ætti að vera hægt að skoða upptökur þarna.
Ég man eftir því að labba framhjá stæðinu um kl. 12.45 og var einmitt að skoða í kringum mig og mappa í huganum hleðslustöðvarnar þarna í kring og þá var bíllinn ekki í stæði. Honum var lagt þarna á milli 12:45 og 15:02 ... endilega reynið að fá aðgang að upptökum.


Takk fyrir! Er búinn að koma þessum ítarupplýsingum til skila! :hjarta :hjarta :hjarta



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf jonsig » Fim 16. Nóv 2023 21:18

appel skrifaði:Ég á ekki til um orð um hve mikil satíra þetta er...
https://www.dv.is/fokus/2023/11/13/bil- ... -lifsstil/

Er þetta ekki einsog veganisti að kvarta yfir því að kjöti hafi verið stolið úr frystinum?


Þessi ófrumlega útgáfa af "almennu" komma hræsnara drasli.
(býr í miðbænum og hefur útlitið með sér)

Kominn með uppí kok af svona liði.
Síðast breytt af jonsig á Fim 16. Nóv 2023 21:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Fim 16. Nóv 2023 22:04

Nariur skrifaði:
appel skrifaði:Systir þín? :)

Annars er það jú hræsni að vera í samtökum sem kalla sig "bíllaus lífstíll" á meðan það á enn bíl og notar bíl, þá er það ekki "bíllaus lífstíll" heldur kannski "bíllítill lífstíll". Hvernig er hægt að taka mark á svona hópi sem predikar um eitt en gerir annað?


Þetta er svo innilega rangt hjá þér. Þau eru að berjast fyrir bættum innviðum til að gera það auðveldara að lifa bíllausum lífstíl. Í dag er það svo erfitt að flestir þurfa enn að eiga bíl. Ég vildi að kerfið væri nógu gott til að ég gæti losað mig við bílinn minn, en það sökkar, svo hér sit ég að borga tryggingar og bifreiðagjöld af stálhaug sem ég nota einu sinni í mánuði.


Ég er alveg sammála því að samgönguinnviðir hér á landi eru oft fjandsamlegir gangandi vegfarendum. Ég vinn nálægt Skeifunni og fer oft í labbitúra í hádeginu svona til að fá smá sólarljós og svona, en það er alveg ömurlegt að vera í göngutúrum í Ármúla, Síðumúla, Skeifunni, þversa Grensásveginn og þessa fjandsamlegu götur þar sem er ENGIN göngubraut yfir og maður þarf að hlaupa til að bjarga lífi sínu til að þvera Grensásveginn, tala nú ekki um að fara þarna yfir Miklubrautina og upp Grensásveginn. Það ætti að vera búið fyrir löngu að setja göng þarna fyrir gangandi og hjólandi á svona 500 metra fresti. Bættu svo snjó/klaka sem er oft á veturnar og það er ekki hægt að fara þarna um gangandi. Það er líka eitt vandamálið hve illa göngustígar eru ruddir á veturnar, margir leggir látnir vera bara.
En vandinn er að það er ekki farið í neinar framkvæmdir. Eina sem ég sé er þegar verið er að tvöfalda göngustíga. En það leysir engan umferðarvanda. Það ættu að fara svona 10x meiri peningar í samgönguinnviði á höfuðborgarsvæðinu, en stjórnmálamenn bara geta ekki farið í framkvæmdir. Hvað er búið að taka mörg ár að byggja þessa brú yfir Fossvog? Ekki byrjað að byggja. Ætli í heildina frá hugmynd til að hún er byggð sé 25 ár eða svo. Þessvegna er ég ekki bjartsýnn að það takist að betrumbæta ástandið nema á 500 árum, just to be honest.
Í grunninum eru sömu stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu og voru þegar bílar komu til landsins, fyrir hvað nærri 80 árum síðan, og menn hissa að það þurfi að bæta þessa innviði eftir þennan tíma.
Þannig að ég er bara raunsær. "Bíllaus lífstíll" er og verður ómögulegur næstu 100 árin a.m.k.
Síðast breytt af appel á Fim 16. Nóv 2023 22:06, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Icarus » Fim 16. Nóv 2023 23:01

Vá appel, oft hef ég verið sammála þér en þessi þráður er dapur.

Á mínu heimili eru tveir bílar, ég hata það. Myndi vilja eiga bara einn. Styð samtökin og vill að aðrir ferðamátar fái sitt pláss.

Samtökin segja svo skýrt hvað þau standa fyrir en þú kýst að hunsa það, festast i bókstaflegri merkingu eins orðs.




Etinn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 27. Nóv 2019 23:54
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Etinn » Fim 16. Nóv 2023 23:16

Veit ekki betur en að Inga hafi lifað bíllausum lífsstýl þar til hún eignaðist barn.

Það er hægt að bera það saman við Vegan manneskjur. Uppeldið á barninu er ekkert endilega eðlileg eða þæginleg ef þú ætlast til þess að vera vegan allan tíma sem barneignin og uppeldið stendur yfir.

Það er alveg fullkomlega eðlilegt að lífstýlinni gefi eftir svo að allt gangi upp sem þæginlegast á meðan barneignin og uppeldið stendur yfir. -og það er akkurat það sem Inga er að gera.

Ef þú elur krakkan upp á vegan fæði, þá hefur það oft verið barnarvernarmál. Ef þú ert seinn að sækja krakkann á leikskólan, þá er það barnaverndarmál. Allavega í þeim leikskólum sem ég hef þjónustað.

Annars í öðru máli, það er ótrúlegt að það sé samt ekki meira um bíllausan lífstýl. Maður gæti komið flest öllum rekstri fyrir í barnakerru á hjóli og það mundi ábyggilega auka framleiðnina á heimilisfjárhaginum eða fyrirtækinu um 10% ef þú kæmist allt á hjóli á 20min.
Síðast breytt af Etinn á Fim 16. Nóv 2023 23:20, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf appel » Fim 16. Nóv 2023 23:41

Icarus skrifaði:Vá appel, oft hef ég verið sammála þér en þessi þráður er dapur.

Á mínu heimili eru tveir bílar, ég hata það. Myndi vilja eiga bara einn. Styð samtökin og vill að aðrir ferðamátar fái sitt pláss.

Samtökin segja svo skýrt hvað þau standa fyrir en þú kýst að hunsa það, festast i bókstaflegri merkingu eins orðs.


Ég er að benda á þessa hræsni.

Ef þú tilheyrir samtökum sem kalla sig "Bíllaus lífstíll", sem eru einskonar lífskoðunarsamtök, þá má ætlast til þess að þú eigir ekki bíl. Afsakaðu það að ég les ekki lög félagsins til að vita hvað þau snúast um.
Nú ef þú ert bara að berjast fyrir betri samgöngumátum, kallaðu þá samtökin "Samtök fyrir betri samgöngumátum".

Alveg einsog með vegan, ef samtökin heita "Vegan ætur á móti dýraáti" og meðlimir samtakanna eru að borða dýrakjöt, hvað á maður að halda annað en hræsni?

Bíllaus lífstill er og verður aldrei til á Íslandi, nema fyrir einhverja örfáa útvalda aðila sem hafa allt sem þeir þurfa á innan við 1km radíus. Bíla þurfa allir að eiga á Íslandi. It's that simple. Ef þú ert ósammála, reyndu að nota ekki bíl í eitt ár.

Ég er að segja þetta því ég hef kynnst því hvernig er að vera bíllaus í lengri tíma, og það er VONLAUST. Og þú ert með þessa tvo bíla því þú veist að það er vonlaust án þeirra. Það tekur mörg hundruð ár og billjónir og endurbyggingu alls höfuðborgarsvæðisins til að gera "bíllausan lífstíl" að veruleika. Vonir um annað er bara óraunsæi.
Síðast breytt af appel á Fim 16. Nóv 2023 23:44, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Etinn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 27. Nóv 2019 23:54
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf Etinn » Fös 17. Nóv 2023 01:40

Finnst eitthvað óraunsætt við þessa færslu þegar 2-5% af íslendingu eru ekki með bílpróf og +10% af íslendingum eiga ekki endilega bíl.

Strax og það verður ódýrara að taka strætó og nýta almenningsamgöngur þá batna þær. Samfélagið mundi vera gjör breytt á 1 ári en ekki 100 árum við þær breytingar.

Ef orkan væri sett í það að bæta samgöngurnar þá mundu þær margfallt batna, en eins og er þá er bara verið að vinna í stakri og stakri breytingu.

Það er búið að vera mikill árangur í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu, það er verið að vinna í því að útrýma strætó stoppa pólum og koma frekar strætó stoppi skýlum í staðinn. Flest eru kominn með rafmagn og eru næstum nægilega vel útbúinn til að geta fengið hitara inn í skýlinn. Þetta er allt eitthvað sem var ekki til staðar fyrir 5 árum og eru fjármögnuð með LED auglýsingaskjánum í þeim.

Það er verið að vinna að uppbyggingu borgaralínunar, sem flýtir fyrir ferðum strætó og eykur fyrirsjáanleikann á henni. Það ætti helst bara að fara alla leið að útbúa leiðakerfi borgaralínunar, þó það verði aldrei að raunveruleika. (afhverju þarf að flækja þetta með einhverjum sérsnýðuðum vögnum og strætóstoppistöðvum?)

Ég held að strax og það verður tekinn ákvörðun að lækka strætógjaldið í stað þess að hækka það þá fer bíllausi lífsstíllinn að vera algengari og það sem gleymist oft í þessu samttali er að krónan styrkist við það að flytja inn minna bensín og bíla. Mundi halda að það sé talsvert verðmætara en þessi 570kr sem strætómiðinn kostar í dag.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Raunveruleg satírísk frétt - bílnum stolið af stjórnarmanni í Bíllausum Lífstíl

Pósturaf GuðjónR » Fös 17. Nóv 2023 09:58

Fyrirsögnin hjá DV er ekta klikkbeita, ofboðslega kaldhæðin og háðsleg.
Í raun svo að maður áttar sig varla á því að það sé verið að lýsa eftir stolnum bíl, hljómar meira eins og það sé verið að hæðast að manneskjunni sem á bílinn. Held að appel hafi ekki meint neitt íllt með þessum þræði sem virðist hafa spunnist út í tóma þvælu heldur hafi hann fallið fyrir háðsmeisturum DV's.

Kaldhæðnin og háðið er fyrirsögn DV's en hin raunverulega satíra er sú að ég hafi fundið bílinn daginn eftir að honum var stolið, tekið mynd af honum og rantað á FB án þess að hafa hugmynd um hvað var raunverulega í gangi. Það hljómar eins og léleg lygasaga. En verður vonandi til þess að bíllinn finnst.

Höldum svo áfram að vera frábær!