oliuntitled skrifaði:Skemmir svo ekki fyrir að appletv ber höfuð og herðar yfir flestalla aðra tv spilara.
AppleTV box kostar um 30 þús kall, en það er í raun "niðurgreitt" verð hjá Apple því AppleTV boxið er selt með tapi. Væntanlega þyrfti það að kosta eitthvað aðeins meira svo það sé ekki selt með tapi, 40 þús? 50 þús?
En væntanlega selja allir aðilar svona smart-tv tæki með "tapi", í þeim tilgangi að ná inn kostnaði með sölu í app verslunum.
En AppleTV box er mun öflugra hardware heldur en er í mörgum nýjum sjónvörpum í dag. Flestir sjónvarpsframleiðendur hafa bara hardware sem er rétt svo nóg til að spila það sem auglýst er, ekkert mikið meira.
Nvidia shield er ekki selt með tapi, því nvidia hefur ekki leið til að ná inn í kostnað með sölu úr play store.
Bara pælingar um þennan punkt.