Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf appel » Fim 08. Jún 2023 09:08

Moldvarpan skrifaði:Frá mínu sjónarhorni ætti að hafa tvær tunnur við hús, stóra tunnu fyrir blandað sorp og svo aðra minni fyrir matarafganga/moltu.

Brenna allt blandað sorp, eiga okkar eigin fullkomna sorpbrennslustöð, sem brennir það heitt að hún mengar lítið.
Það myndi einfalda þetta allt, og spara peninga. Þessir flutningar kosta helling, skipin brenna svartolíu osfv.

Finnst skynsamlegt að nýta matarleifar til að búa til moltu, það er hjálplegt fyrir "hringrásina" og sparnaður í því.


Það er áhugavert pæling að hugsa til hve mikla svartolíu þarf til að sigla með þetta sorp okkar þessar 2 þúsund kílómetra leið sem er til svíþjóðar. Svo allt þetta bensín sem fer á trukkana til að keyra þetta, og svo aftur til að sigla með annað og keyra um á öðrum trukkum. Held að það sé mun meiri CO2 losun heldur en að brenna þetta á staðnum.
Þetta er einsog að keyra frá Reykjavík til Akureyrar til að henda heimilissorpinu þínu í tunnu þar.



Annars þarf að fara í algjöra umbyltingu hvað umbúðir á öllum pakkningum á vörum. Það er alltof pirrandi að öll þessi vinna lendir á neytandanum.

Ég keypti nýlega LG sjónvarpstæki og ég þurfti að fara sérferð í Sorpu með pakkningarnar, bylgjupappír og allskonar plast. Ég hélt að þetta yrði einfalt, bylgjupappír og plast, en svo er ekki með plastið því það fer í mismunandi tunnur eftir eðli. T.d. var svona mjúkur poka-dúkur sem sjónvarpið var umvafið í, það var vissulega úr plasti, en mátti alls ekki fara í plastgáminn, heldur í "almenna gáminn" sem er notaður í "landfyllingu".
En þarna hefði átt að vera reglugerð sem skikkar aðila einsog LG að nota pakkningar sem eru endurvinnanlegar og auðvelt að flokka.

Svo á að banna pakkningar sem er erfitt að flokka þar sem þær eru bæði úr plasti og pappa og jafnvel málmi. Pringles dósir er gott dæmi. Svo er annað dæmi þegar pappírslímmiði er settur á plastumbúðir. Má flokka plast í plast sem er með pappír á sér? Smjörva-dollurnar er fínt dæmi um hálfvitalega hönnun, því þetta eru plastdollur en umvafðar í pappír sem er oft bras að fjarlægja. Annað dæmi eru jógúrt dósirnar með málm-filmu, sem oftast næst ekki að rífa alveg af.

Svo eru leiðbeiningarbæklingar með hefti í (málmur). Fer það í pappír? Svo ég tali nú ekki um allan þennan plasthúðaða pappír sem er hvorki plast né pappír, en er engin ástæða fyrir að sé með plastfilmu enda ekki notað undir matvæli.

Kannski ætti að vera einskonar "skilagjald" á umbúðum einsog er á dósum og flöskum. Þ.e. framleiðandi vöru þarf að borga skilagjald miðað við pakkningarnar á vörunni, og það eru nokkrir flokkar eftir því hve umhverfisvæn og endurvinnanleg pakkningin er. Ef hún er mjög umhverfisvæn og endurvinnanleg þá borgar framleiðandinn lágmarksgjald, kannski ekkert gjald, en ef það er erfitt að endurvinna pakkningarnar þá þarf að borga hærra skilagjald. Eina leiðin til að hvetja framleiðendur til að endurskoða þessar pakkningar sínar.

Ég hefði líka viljað skoða fleiri efni til að nota í umbúðir og pakkningar heldur en plast og pappír. Matvælaumbúðir eru erfiðastar þar sem aðrar kröfur eru, en allar aðrar umbúðir þarf að endurhugsa.


*-*

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2553
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 475
Staða: Ótengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 08. Jún 2023 11:53

Er sammála með að það þarf að endurhugsa umbúðirnar.

Veit samt ekki hvernig væri best að tækla það varðandi stór og oft á tíðum viðkvæm raftæki sem verið er að senda heimshornanna á milli.
Starfsmenn ganga oft ekki vel um pakka í pósti/transit, og því þarf að hafa frauðplast, plast, bylgjupappa og allt þetta til að tryggja að varan skemmist ekki.

En varðandi matvælin, sem ég held að séu umfangsmeiri þar sem fólk er með helling af þeim alla daga, þá get ég alveg séð fyrir mér plastbakka búna til úr sama plasti og gosflöskurnar. Væri hægt að hafa 3-4 staðlaðar stærðin sem hefðu skilagjald. Það plast færi því ekki í sorptunnurnar.
Fólk myndi safna þeim saman í poka rétt eins og flöskurnar.

Og svo loka bakkanum með þunnri einnota plastfilmu sem færi í sorpbrennsluna, þá væriru að endurnýta 98%.

Afhverju ekki að hætta með þetta Tetra pak kjaftæði og selja mjólkina í "gosflöskum"? 100% endurnýtanlegt.

En þetta flokkunarkerfi sem er í gangi núna tek ég ekki þátt í. Þetta skilar engu. Flutt á milli landa og leysir engin vandamál.
Það er enginn markaður fyrir endurunnum pappír, það vill enginn(mjög fáir) kaupa það. Að endurvinna pappír er dýrara en að búa til nýjan.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf rapport » Fim 08. Jún 2023 12:29

Ísland er bara virkilega langt á eftir í þessum efnum, ég er nokkuð viss um að aðrar þjóðir eru að gera þetta betur og í stað þess að flytja inn tæknina og hugvitið þá erum við að flytja út sorpið... og það er engin framtíð í því.

Það er hugsanlega bara smáborgarahátturinn á öllu hérna sem er að skemma, að það sé ekki hugsað nógu stórt og til nógu langs tíma.

Hér er hægt að bera saman menningu þjóða - https://www.hofstede-insights.com/count ... rison-tool

Um Ísland og að hugsa til framtíðar "Long term orientation":

They exhibit great respect for traditions, a relatively small propensity to save for the future, and a focus on achieving quick results.

s.s. "skammtíma" hugsun virðist ráðandi og það þarf meira langtíma hugsun í þennan málaflokk.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf Minuz1 » Fös 09. Jún 2023 04:19

KristinnK skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Þú þarft ekki leyfi til þess að vera með brennslu á þinni lóð svo lengi sem það er minna en 1m3


Þetta vissi ég ekki. Veist þú í hvaða lögum fjallað er um þetta svo maður getur séð samhengið?


https://island.is/brennuleyfi <-umsókn um leyfi til að vera með brennu
"Sækja þarf um leyfi til að brenna bálköst ef bálköstur sem á að brenna er stærri en einn rúmmetri."

Þetta ákveðna skjal er "Drög"
https://www.stjornarradid.is/media/umhv ... JIz6QVR-cI

9. gr.
Almennt um bálkesti og brennu.
Óheimilt er að brenna bálköst nema samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns, skv. 13. gr.
Ekki þarf þó leyfi til að brenna bálköst þar sem brennt er minna en 1 m3 af efni.
Síðast breytt af Minuz1 á Fös 09. Jún 2023 04:19, breytt samtals 1 sinni.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Jún 2023 13:51

Hef bara eitt um þetta endurvinnsluk@*%*#% að segja:
Viðhengi
IMG_8404.jpeg
IMG_8404.jpeg (567.69 KiB) Skoðað 1787 sinnum



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf appel » Mán 26. Jún 2023 18:43

Flytja sorp til Svíþjóðar til brennslu
Framkvæmdastjóri Sorpu segir flutning á Sorpi til Svíðþjóðar í brennslu einfalda leit að nýjum urðunarstað. Áætlað er að flytja 43 þúsund tonn af úrgangi úr landi til brennslu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... slu-386410


Nú spyr ég bara einsog auli, til hvers að flokka þetta og skola ef þetta fer allt í sama bálhauginn til brennslu?
Það sem pirrar mig mest í þessu eru þessi skilaboð um að "skola plastumbúðir". Ef þetta er brennt þá skiptir engu máli hvort plastumbúðirnar eru eitthvað óhreinar. Hvað ætli fari mikið vatn í þennan óþarfa og tími hjá fólki í að skola þetta?

Búið að hafa okkur að fíflum.


*-*

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf rapport » Mán 26. Jún 2023 20:44

appel skrifaði:Flytja sorp til Svíþjóðar til brennslu
Framkvæmdastjóri Sorpu segir flutning á Sorpi til Svíðþjóðar í brennslu einfalda leit að nýjum urðunarstað. Áætlað er að flytja 43 þúsund tonn af úrgangi úr landi til brennslu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... slu-386410


Nú spyr ég bara einsog auli, til hvers að flokka þetta og skola ef þetta fer allt í sama bálhauginn til brennslu?
Það sem pirrar mig mest í þessu eru þessi skilaboð um að "skola plastumbúðir". Ef þetta er brennt þá skiptir engu máli hvort plastumbúðirnar eru eitthvað óhreinar. Hvað ætli fari mikið vatn í þennan óþarfa og tími hjá fólki í að skola þetta?

Búið að hafa okkur að fíflum.


Blandað sorp er ekki brennt = þetta er líklega bara flokkaður pappír (bláa tunnan) sem er að fara í brennslu.

Ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að nota þetta hráefni til endurvinnslu er vegna plasttappanna og plastfilmu inn í fernunum.

Held að Tetra Pak hafi platað fólk og fyrirtæki að þetta sé hæft til endurvinnslu en þá bara til bruna... veit ekki um neitt annað sem gæti gengið upp að nota þetta í.

Er sammála með skolunina, hversu mikil sóun á vatni hefur fylgt þessu.

Svona mál skemma mikið fyrir og dregur úr vilja fólks að taka þátt í hringrásarhagkerfinu.

Í kóreskum þáttum er fátækt fólk ekki bara að safna dósum úti á götu, það er líka að safna pappír og bylgjupappa og fá greitt fyrir að skila inn.

Þetta fyrirkomulag ætti að vera hér á klakanum líka og þá væri fólk strax game.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 456
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf bigggan » Þri 27. Jún 2023 09:50

appel skrifaði:Flytja sorp til Svíþjóðar til brennslu
Framkvæmdastjóri Sorpu segir flutning á Sorpi til Svíðþjóðar í brennslu einfalda leit að nýjum urðunarstað. Áætlað er að flytja 43 þúsund tonn af úrgangi úr landi til brennslu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... slu-386410


Nú spyr ég bara einsog auli, til hvers að flokka þetta og skola ef þetta fer allt í sama bálhauginn til brennslu?
Það sem pirrar mig mest í þessu eru þessi skilaboð um að "skola plastumbúðir". Ef þetta er brennt þá skiptir engu máli hvort plastumbúðirnar eru eitthvað óhreinar. Hvað ætli fari mikið vatn í þennan óþarfa og tími hjá fólki í að skola þetta?

Búið að hafa okkur að fíflum.


Heyrði í útvarpið á ruv að þetta er alt sem fer í svarta tunnan, sem annars mundi fara í urðunn, td bleyjur og svoleiðis, sem er enn verra enn að brenna þetta...
Ástæðan fyrir þetta fer til Svíþjóðar og brent þar er að hérna er ekki alminleg brennslu stöð og útvegar rafmagn og heitt vatn eins og þau gera í Svíþjóð.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Tengdur

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Pósturaf rapport » Þri 27. Jún 2023 09:58

:arrow:
bigggan skrifaði:
appel skrifaði:Flytja sorp til Svíþjóðar til brennslu
Framkvæmdastjóri Sorpu segir flutning á Sorpi til Svíðþjóðar í brennslu einfalda leit að nýjum urðunarstað. Áætlað er að flytja 43 þúsund tonn af úrgangi úr landi til brennslu.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... slu-386410


Nú spyr ég bara einsog auli, til hvers að flokka þetta og skola ef þetta fer allt í sama bálhauginn til brennslu?
Það sem pirrar mig mest í þessu eru þessi skilaboð um að "skola plastumbúðir". Ef þetta er brennt þá skiptir engu máli hvort plastumbúðirnar eru eitthvað óhreinar. Hvað ætli fari mikið vatn í þennan óþarfa og tími hjá fólki í að skola þetta?

Búið að hafa okkur að fíflum.


Heyrði í útvarpið á ruv að þetta er alt sem fer í svarta tunnan, sem annars mundi fara í urðunn, td bleyjur og svoleiðis, sem er enn verra enn að brenna þetta...
Ástæðan fyrir þetta fer til Svíþjóðar og brent þar er að hérna er ekki alminleg brennslu stöð og útvegar rafmagn og heitt vatn eins og þau gera í Svíþjóð.


OK, þá var ég off track með þetta Tetra Pack dæmi. Heyrði það bara í kaffispjalli og tók því góðu og gildu.