Moldvarpan skrifaði:Frá mínu sjónarhorni ætti að hafa tvær tunnur við hús, stóra tunnu fyrir blandað sorp og svo aðra minni fyrir matarafganga/moltu.
Brenna allt blandað sorp, eiga okkar eigin fullkomna sorpbrennslustöð, sem brennir það heitt að hún mengar lítið.
Það myndi einfalda þetta allt, og spara peninga. Þessir flutningar kosta helling, skipin brenna svartolíu osfv.
Finnst skynsamlegt að nýta matarleifar til að búa til moltu, það er hjálplegt fyrir "hringrásina" og sparnaður í því.
Það er áhugavert pæling að hugsa til hve mikla svartolíu þarf til að sigla með þetta sorp okkar þessar 2 þúsund kílómetra leið sem er til svíþjóðar. Svo allt þetta bensín sem fer á trukkana til að keyra þetta, og svo aftur til að sigla með annað og keyra um á öðrum trukkum. Held að það sé mun meiri CO2 losun heldur en að brenna þetta á staðnum.
Þetta er einsog að keyra frá Reykjavík til Akureyrar til að henda heimilissorpinu þínu í tunnu þar.
Annars þarf að fara í algjöra umbyltingu hvað umbúðir á öllum pakkningum á vörum. Það er alltof pirrandi að öll þessi vinna lendir á neytandanum.
Ég keypti nýlega LG sjónvarpstæki og ég þurfti að fara sérferð í Sorpu með pakkningarnar, bylgjupappír og allskonar plast. Ég hélt að þetta yrði einfalt, bylgjupappír og plast, en svo er ekki með plastið því það fer í mismunandi tunnur eftir eðli. T.d. var svona mjúkur poka-dúkur sem sjónvarpið var umvafið í, það var vissulega úr plasti, en mátti alls ekki fara í plastgáminn, heldur í "almenna gáminn" sem er notaður í "landfyllingu".
En þarna hefði átt að vera reglugerð sem skikkar aðila einsog LG að nota pakkningar sem eru endurvinnanlegar og auðvelt að flokka.
Svo á að banna pakkningar sem er erfitt að flokka þar sem þær eru bæði úr plasti og pappa og jafnvel málmi. Pringles dósir er gott dæmi. Svo er annað dæmi þegar pappírslímmiði er settur á plastumbúðir. Má flokka plast í plast sem er með pappír á sér? Smjörva-dollurnar er fínt dæmi um hálfvitalega hönnun, því þetta eru plastdollur en umvafðar í pappír sem er oft bras að fjarlægja. Annað dæmi eru jógúrt dósirnar með málm-filmu, sem oftast næst ekki að rífa alveg af.
Svo eru leiðbeiningarbæklingar með hefti í (málmur). Fer það í pappír? Svo ég tali nú ekki um allan þennan plasthúðaða pappír sem er hvorki plast né pappír, en er engin ástæða fyrir að sé með plastfilmu enda ekki notað undir matvæli.
Kannski ætti að vera einskonar "skilagjald" á umbúðum einsog er á dósum og flöskum. Þ.e. framleiðandi vöru þarf að borga skilagjald miðað við pakkningarnar á vörunni, og það eru nokkrir flokkar eftir því hve umhverfisvæn og endurvinnanleg pakkningin er. Ef hún er mjög umhverfisvæn og endurvinnanleg þá borgar framleiðandinn lágmarksgjald, kannski ekkert gjald, en ef það er erfitt að endurvinna pakkningarnar þá þarf að borga hærra skilagjald. Eina leiðin til að hvetja framleiðendur til að endurskoða þessar pakkningar sínar.
Ég hefði líka viljað skoða fleiri efni til að nota í umbúðir og pakkningar heldur en plast og pappír. Matvælaumbúðir eru erfiðastar þar sem aðrar kröfur eru, en allar aðrar umbúðir þarf að endurhugsa.