Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Mið 07. Jún 2023 18:03

Er að spyrja fyrir mömmu gömlu, en hún er með gamalt verðtryggt íbúðalánasjóðslán. Ég hef nú aldrei verið með verðtryggt lán og er að klóra mér í hausnum yfir þessum reitum sem birtast á greiðsluseðlinum.

Eftirstöðvar nafnverðs eftir greiðslu
Eftirstöðvar með verðb. eftir greiðslu


Ef maður greiðir upp lánið, hvora upphæðina greiðir maður? Eða þarf aðra útreikninga í það?


*-*


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf jonfr1900 » Mið 07. Jún 2023 18:11

Það er borgað höfuðstóll + verðtrygging á láninu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Mið 07. Jún 2023 18:29

Tók mynd af nýlegum reikningi. Sýnir hve viðbjóðsleg þessi verðtryggðu lán eru.

lanverdtryggt.jpg
lanverdtryggt.jpg (45.05 KiB) Skoðað 3353 sinnum


*-*

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf hagur » Mið 07. Jún 2023 19:04

Hún þarf að borga þetta feitletraða, þ.e eftirstöðvar með áföllnum verðbótum. 5.1% vextir plús verðtrygging. Talandi um axlabönd og belti fyrir lánveitandann.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Mið 07. Jún 2023 19:11

hagur skrifaði:Hún þarf að borga þetta feitletraða, þ.e eftirstöðvar með áföllnum verðbótum. 5.1% vextir plús verðtrygging. Talandi um axlabönd og belti fyrir lánveitandann.


Þetta eru þrælkunarsamningar þessi verðtryggðu lán, endar aldrei, sér aldrei til sólar. Mæli aldrei með þeim. Rosalegt ef það á að fara neyða fólk í þetta aftur í stórum stíl til að bjarga þessu fjármálakerfi hérna.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Mið 07. Jún 2023 19:31

Ok, en er hægt að greiða það sem kallast "höfuðstólinn" og koma í veg fyrir frekari hækkun? Hvernig virkar það.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf rapport » Mið 07. Jún 2023 19:43

appel skrifaði:Ok, en er hægt að greiða það sem kallast "höfuðstólinn" og koma í veg fyrir frekari hækkun? Hvernig virkar það.


Nei, þetta er faktískt séð höfuðstóllinn í dag, þannig virka jafngreiðslulán. Þá er reiknaður nýr höfuðstóll í hverjum mánuði og deilt niður á fjölda gjalddaga sem eftir er.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf GuðjónR » Mið 07. Jún 2023 20:09

Vonandi er ekki uppgreiðslugjald á þessu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Mið 07. Jún 2023 20:11

rapport skrifaði:
appel skrifaði:Ok, en er hægt að greiða það sem kallast "höfuðstólinn" og koma í veg fyrir frekari hækkun? Hvernig virkar það.


Nei, þetta er faktískt séð höfuðstóllinn í dag, þannig virka jafngreiðslulán. Þá er reiknaður nýr höfuðstóll í hverjum mánuði og deilt niður á fjölda gjalddaga sem eftir er.


Að þessi mafíustarfssemi sé lögleg hérna.... segir ansi mikið.


*-*


falcon1
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 68
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf falcon1 » Mið 07. Jún 2023 22:06

Hún skuldar skv. þessu tæpar 10 milljónir.
Mig minnir að gömlu íbúðalánasjóðslánin hafi oftast verið með uppgreiðslugjaldi.

Hún gæti fengið betri vexti á lánið með því að endurfjármagna.




Meso
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 2
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Meso » Mið 07. Jún 2023 22:42

GuðjónR skrifaði:Vonandi er ekki uppgreiðslugjald á þessu.

Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð 2008 yfirtók ég svona lán frá íbúðasjóð,
pældi ekki í neinu bara kvittaði undir og flutti inn. Svo þegar kom að því að selja nokkrum árum seinna kom í ljós að það var 4m uppgreiðslugjald á láni sem var í ca 14m. Alveg galið dæmi, en þetta var svo víst dæmt ólöglegt en það var talsvert eftir að ég seldi.
Slapp samt með skrekkinn þar sem kaupandinn tók yfir lánið, en var með hærra boð frá öðrum sem vildi ekki taka yfir lánið.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Viktor » Fim 08. Jún 2023 06:59

Svona er lífið þegar maður fær launin borguð með Matador peningum ;)

Svo kemur Framsókn með einhverjar töfralausnir tveimur mínútum fyrir kosningar og við borgum öll fyrir brúsann.
Viðhengi
IMG_5953.jpeg
IMG_5953.jpeg (326.03 KiB) Skoðað 3042 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Fim 08. Jún 2023 07:00, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Tbot » Fim 08. Jún 2023 09:16

Miðað við allt þá er þetta 40 ára lán.

Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?

Það eru vextir sem koma á hverju ári. Held að mundi heyrast einhvað í ykkur ef það kæmu engir vextir á innistæðurnar ykkar sem eru í bönkunum.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf JReykdal » Fim 08. Jún 2023 09:28

Tbot skrifaði:Miðað við allt þá er þetta 40 ára lán.

Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?

Það eru vextir sem koma á hverju ári. Held að mundi heyrast einhvað í ykkur ef það kæmu engir vextir á innistæðurnar ykkar sem eru í bönkunum.

Verðbætur eru ekki vextir.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Viktor » Fim 08. Jún 2023 09:31

Screenshot 2023-06-08 at 09.30.11.png
Screenshot 2023-06-08 at 09.30.11.png (606.2 KiB) Skoðað 2946 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Fim 08. Jún 2023 09:52

Ekki uppgreiðslugjald.

Hinsvegar sé ég að það eru 633 gjalddagar á þessu láni (633 mánuðir), sem jafngildir nærri 53 árum. Hví ekki bara að bjóða upp á lán til 100 ára, eða 500 ára? Þetta er alveg ga ga.
Veit ekki hvort hún verði búin að greiða af þessu áður en hún verður 100 ára gömul.
Hugsunin greinilega verið þessi "Mér er sama hvort ég borgi þetta upp eða ekki, ég vil bara borga sem minnst á mánuði". Útkoman þessi. Ef fólk fær tækifæri til að taka lán til 100 ára og kaupa sér flott hús þá gerir það það.

Þetta er á vegum hins opinbera, íbúðalánasjóður, takk fyrir þetta allir stjórnmálaflokkar landsins.
Síðast breytt af appel á Fim 08. Jún 2023 09:52, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Nariur » Fim 08. Jún 2023 10:25

Þetta lán er bara scam. Hún þarf að endurfjármagna ekki seinna en í gær.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf rapport » Fim 08. Jún 2023 11:29

appel skrifaði:Ekki uppgreiðslugjald.

Hinsvegar sé ég að það eru 633 gjalddagar á þessu láni (633 mánuðir), sem jafngildir nærri 53 árum. Hví ekki bara að bjóða upp á lán til 100 ára, eða 500 ára? Þetta er alveg ga ga.
Veit ekki hvort hún verði búin að greiða af þessu áður en hún verður 100 ára gömul.
Hugsunin greinilega verið þessi "Mér er sama hvort ég borgi þetta upp eða ekki, ég vil bara borga sem minnst á mánuði". Útkoman þessi. Ef fólk fær tækifæri til að taka lán til 100 ára og kaupa sér flott hús þá gerir það það.

Þetta er á vegum hins opinbera, íbúðalánasjóður, takk fyrir þetta allir stjórnmálaflokkar landsins.


Lán frá 1995 er ekki með uppgreiðslugjaldi og ætti að vera max 40 ár... skil ekki hvernig það getur lengst í láninu um 13 ár, þetta ætti að klárast 2035, eftir 12 ár.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Tbot » Fim 08. Jún 2023 12:32

rapport skrifaði:
appel skrifaði:Ekki uppgreiðslugjald.

Hinsvegar sé ég að það eru 633 gjalddagar á þessu láni (633 mánuðir), sem jafngildir nærri 53 árum. Hví ekki bara að bjóða upp á lán til 100 ára, eða 500 ára? Þetta er alveg ga ga.
Veit ekki hvort hún verði búin að greiða af þessu áður en hún verður 100 ára gömul.
Hugsunin greinilega verið þessi "Mér er sama hvort ég borgi þetta upp eða ekki, ég vil bara borga sem minnst á mánuði". Útkoman þessi. Ef fólk fær tækifæri til að taka lán til 100 ára og kaupa sér flott hús þá gerir það það.

Þetta er á vegum hins opinbera, íbúðalánasjóður, takk fyrir þetta allir stjórnmálaflokkar landsins.


Lán frá 1995 er ekki með uppgreiðslugjaldi og ætti að vera max 40 ár... skil ekki hvernig það getur lengst í láninu um 13 ár, þetta ætti að klárast 2035, eftir 12 ár.


Gæti verið vegna greiðslu-stöðvunar, aðlögunar.

Það er rosalega lítil innborgun á höfuðstól, innan við 5.000- á mánuði




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Tbot » Fim 08. Jún 2023 12:37

JReykdal skrifaði:
Tbot skrifaði:Miðað við allt þá er þetta 40 ára lán.

Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?

Það eru vextir sem koma á hverju ári. Held að mundi heyrast einhvað í ykkur ef það kæmu engir vextir á innistæðurnar ykkar sem eru í bönkunum.

Verðbætur eru ekki vextir.


Við verðtryggt lán þá eru oftast fastir vextir og síðan verðbætur sem fylgja verðbólgu. Í grunnin eru verðbætur bara viðbótarvextir, því þetta er prósentutala sem ræðst af vísitölu(m) og þar með verðólgu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf appel » Fim 08. Jún 2023 13:10

Tbot skrifaði:
rapport skrifaði:
appel skrifaði:Ekki uppgreiðslugjald.

Hinsvegar sé ég að það eru 633 gjalddagar á þessu láni (633 mánuðir), sem jafngildir nærri 53 árum. Hví ekki bara að bjóða upp á lán til 100 ára, eða 500 ára? Þetta er alveg ga ga.
Veit ekki hvort hún verði búin að greiða af þessu áður en hún verður 100 ára gömul.
Hugsunin greinilega verið þessi "Mér er sama hvort ég borgi þetta upp eða ekki, ég vil bara borga sem minnst á mánuði". Útkoman þessi. Ef fólk fær tækifæri til að taka lán til 100 ára og kaupa sér flott hús þá gerir það það.

Þetta er á vegum hins opinbera, íbúðalánasjóður, takk fyrir þetta allir stjórnmálaflokkar landsins.


Lán frá 1995 er ekki með uppgreiðslugjaldi og ætti að vera max 40 ár... skil ekki hvernig það getur lengst í láninu um 13 ár, þetta ætti að klárast 2035, eftir 12 ár.


Gæti verið vegna greiðslu-stöðvunar, aðlögunar.

Það er rosalega lítil innborgun á höfuðstól, innan við 5.000- á mánuði

Já, tengist 2008, lengt í láninu þá.


*-*

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf jericho » Fim 08. Jún 2023 13:14

Tbot skrifaði:Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?


Einu sinni voru laun verðtryggð, en það var afnumið 1983. En auðvitað voru lán ennþá verðtryggð. Laun hefðu hækkað mun meira en ella, hefðu þau verið áfram verðtryggð - eða ef við snúum þessu við - lánin hefðu hækkað mun minna ef þau væru ekki verðtryggð.

Þetta er drasl hagkerfi með drasl gjaldmiðil.
Síðast breytt af jericho á Fim 08. Jún 2023 13:14, breytt samtals 1 sinni.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf Nariur » Fim 08. Jún 2023 13:26

jericho skrifaði:
Tbot skrifaði:Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?


Einu sinni voru laun verðtryggð, en það var afnumið 1983. En auðvitað voru lán ennþá verðtryggð. Laun hefðu hækkað mun meira en ella, hefðu þau verið áfram verðtryggð - eða ef við snúum þessu við - lánin hefðu hækkað mun minna ef þau væru ekki verðtryggð.

Þetta er drasl hagkerfi með drasl gjaldmiðil.


Laun hafa hækkað miklu miklu meira en vísitala neysluverðs síðan 1983. Farðu varlega í hvað þú biður um.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf rapport » Fim 08. Jún 2023 14:49

Nariur skrifaði:
jericho skrifaði:
Tbot skrifaði:Að sjálfssögðu hækkar lánið á hverju ári.
Hvað hafa launin ykkar hækkað mikið á þessum sama tíma?


Einu sinni voru laun verðtryggð, en það var afnumið 1983. En auðvitað voru lán ennþá verðtryggð. Laun hefðu hækkað mun meira en ella, hefðu þau verið áfram verðtryggð - eða ef við snúum þessu við - lánin hefðu hækkað mun minna ef þau væru ekki verðtryggð.

Þetta er drasl hagkerfi með drasl gjaldmiðil.


Laun hafa hækkað miklu miklu meira en vísitala neysluverðs síðan 1983. Farðu varlega í hvað þú biður um.


Það á sér eðlilegar skýringar í aðferðafræðinni við útreikningana, að laun hafa alltaf verið laun og skattprósentan er það eina sem hefur breyst.

En vísitala neysluverðs endurspeglar hvernig framfarir hafa náðst í allri framleiðslu og innflutningi og þá hefur neyslukarfan breyst gríðarlega.




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Að greiða upp gamalt íbúðalánasjóðslán

Pósturaf sigurdur » Fim 08. Jún 2023 18:07

Ef maður reiknar upp 6.000.000 samkvæmt verðlagsvísitölu frá október 1995 þá jafngildir sú upphæð rúmlega 20 milljónum í dag. Miðað við ca 5.000 krónur inn á höfuðstólinn á mánuði segir sig sjálft að verðbætur og vextir safnast upp.