Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Sælir.
Langar að deila þessu með ykkur.
Konan keypti sér þessa fínu diesel Toyotu corollu í fyrra.. eins og alltaf byrja ég á því að setja bíla sem ég kaupi notaða beint í smur, þótt það séu 3þkm í næstu smurþjónustu bara til að sjá hvort það sé vatn/eldsneyti í olíunni eða hvort það séu einhverjir olíukögglar í vélinni. Í þessu tilviki átti ég ekki smurbollan fyrir þessa tilteknu síu svo ég fer bara með bílinn á vel þekkta smurstöð hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Ég mætti á smurstöðina snemma morguns þegar ekkert er að gera, samt byrjar smurferlið ekkert sérlega vel, því ég tek eftir um leið að kauði sem er að smyrja bílinn gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er diesel bíll með sótagnasíu. Og á bílinn þarf að setja spes olíu sem er uppgefin af framleiðanda ACEA C2 olíu sem stíflar sótsíuna ekki eins hratt og þessi venjulega "full saps" olía með óbrennanlegum viðbótarefnum.
Kauði reddar þessu með að setja "rétta" olíu sem hann segir að sé fyrir Landrover. Líklega ACEA C1 olía sem er ekki rétt olía en amk low saps olía með sama HTHS spec.
Allavegana þá borga ég 28 þúsund fyrir þessa glimrandi þjónustu og sé að ég er rukkaður 1000kr fyrir rúðuvökvaáfyllingu. Ég hafði fyllt á rúðuvökvann kvöldið áður en nennti ekki að röfla yfir því. Og rukkaður 500kr fyrir pakningu á olíutappann sem ég keypti nokkur hundruð stykki af á 1500kr í den.
Uþb tveimur og hálfum mánuði eftir þessa gullnu þjónustu fæ ég á tilfinninguna að corollan sé að fara oftar í active regen, eða þegar bíllinn sprautar diesel í pústlögnina til að hreinsa sótsíuna og hafði ég verið að logga tölvuna í bílnum í þónokkurn tíma áður. Og sé að regen er byrjað á 500km fresti í stað kannski 1000km áður. Þetta ferli fer ekki framhjá öllum ökumönnum þar sem bíllinn missir kraft og virkar eins og túrbínan sé farin.
Allavegana byrja ég á að lesa mig til um sótsíuvandamál eða DPF á ensku (dust particulate filter) og eftir mikla leit af gagnlegum upplýsingum á netinu og lestur á ritrýndum fræðigreinum kemst ég að þeirri niðurstöðu að oft liggi vandamálið í vélinni sjálfri eða vacuum leiðslum en oftast útaf leka á loftinntaki vélarinnar eða leka á turbo greininni.
Svo ég opna húddið til að skoða hvort hosur og annað lýti ekki ágætlega út.
En eftir ca3 mínútur með vasaljósið sé ég að #%"$ gæjinn á smurstöðinni hafði ekki lokað #"%"%" loftsíuboxinu, því var þjösnað í bara og ein festing af fjórum var laus ! Og bíllinn hafi verið að sjúga að hluta ÓSÍAÐ loft að hluta í 3500km!
Fyrir þá sem ekki vita getur þetta skrapað borurnar í strokkstykkinu og látið vélina fara brenna olíu, skemmt ventla og stíflað DPF með sílikötum og öðru ryki og drullu úr umhverfinu sem sótsían getur ekki brennt úr sér.
Ég hringi í þá og fæ bara svör að eigandinn sé í fríi.. og þetta sé örugglega bara drulla úr túrbínunni án þess að sýna nokkurn áhuga á að sjá loftsíuna eða finna út hvaða starfsmaður klúðraði þessu (ég er með spes túrbínu sem ælir mold)
Það er eitt að gera mistök en annað að taka enga helvítins ábyrgð á mistökum sínum!
Eigandinn kemur í fríi eftir fljótlega eftir næstum mánaðar bið fyrir mig, og læt ég ykkur vita hvernig fer. Og upplýsi hvaða staður þetta er hugsanlega, ef eigandinn svarar mér með einhverri vandlætingu.
Hafði samband við FÍB sem var mjög hjálplegt, og veita þeir góða aðstoð í svona leiðindar málum. Þeir mæla með að ég fylgist núna með hvort bíllinn sé farinn að brenna olíu.
Langar að deila þessu með ykkur.
Konan keypti sér þessa fínu diesel Toyotu corollu í fyrra.. eins og alltaf byrja ég á því að setja bíla sem ég kaupi notaða beint í smur, þótt það séu 3þkm í næstu smurþjónustu bara til að sjá hvort það sé vatn/eldsneyti í olíunni eða hvort það séu einhverjir olíukögglar í vélinni. Í þessu tilviki átti ég ekki smurbollan fyrir þessa tilteknu síu svo ég fer bara með bílinn á vel þekkta smurstöð hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Ég mætti á smurstöðina snemma morguns þegar ekkert er að gera, samt byrjar smurferlið ekkert sérlega vel, því ég tek eftir um leið að kauði sem er að smyrja bílinn gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er diesel bíll með sótagnasíu. Og á bílinn þarf að setja spes olíu sem er uppgefin af framleiðanda ACEA C2 olíu sem stíflar sótsíuna ekki eins hratt og þessi venjulega "full saps" olía með óbrennanlegum viðbótarefnum.
Kauði reddar þessu með að setja "rétta" olíu sem hann segir að sé fyrir Landrover. Líklega ACEA C1 olía sem er ekki rétt olía en amk low saps olía með sama HTHS spec.
Allavegana þá borga ég 28 þúsund fyrir þessa glimrandi þjónustu og sé að ég er rukkaður 1000kr fyrir rúðuvökvaáfyllingu. Ég hafði fyllt á rúðuvökvann kvöldið áður en nennti ekki að röfla yfir því. Og rukkaður 500kr fyrir pakningu á olíutappann sem ég keypti nokkur hundruð stykki af á 1500kr í den.
Uþb tveimur og hálfum mánuði eftir þessa gullnu þjónustu fæ ég á tilfinninguna að corollan sé að fara oftar í active regen, eða þegar bíllinn sprautar diesel í pústlögnina til að hreinsa sótsíuna og hafði ég verið að logga tölvuna í bílnum í þónokkurn tíma áður. Og sé að regen er byrjað á 500km fresti í stað kannski 1000km áður. Þetta ferli fer ekki framhjá öllum ökumönnum þar sem bíllinn missir kraft og virkar eins og túrbínan sé farin.
Allavegana byrja ég á að lesa mig til um sótsíuvandamál eða DPF á ensku (dust particulate filter) og eftir mikla leit af gagnlegum upplýsingum á netinu og lestur á ritrýndum fræðigreinum kemst ég að þeirri niðurstöðu að oft liggi vandamálið í vélinni sjálfri eða vacuum leiðslum en oftast útaf leka á loftinntaki vélarinnar eða leka á turbo greininni.
Svo ég opna húddið til að skoða hvort hosur og annað lýti ekki ágætlega út.
En eftir ca3 mínútur með vasaljósið sé ég að #%"$ gæjinn á smurstöðinni hafði ekki lokað #"%"%" loftsíuboxinu, því var þjösnað í bara og ein festing af fjórum var laus ! Og bíllinn hafi verið að sjúga að hluta ÓSÍAÐ loft að hluta í 3500km!
Fyrir þá sem ekki vita getur þetta skrapað borurnar í strokkstykkinu og látið vélina fara brenna olíu, skemmt ventla og stíflað DPF með sílikötum og öðru ryki og drullu úr umhverfinu sem sótsían getur ekki brennt úr sér.
Ég hringi í þá og fæ bara svör að eigandinn sé í fríi.. og þetta sé örugglega bara drulla úr túrbínunni án þess að sýna nokkurn áhuga á að sjá loftsíuna eða finna út hvaða starfsmaður klúðraði þessu (ég er með spes túrbínu sem ælir mold)
Það er eitt að gera mistök en annað að taka enga helvítins ábyrgð á mistökum sínum!
Eigandinn kemur í fríi eftir fljótlega eftir næstum mánaðar bið fyrir mig, og læt ég ykkur vita hvernig fer. Og upplýsi hvaða staður þetta er hugsanlega, ef eigandinn svarar mér með einhverri vandlætingu.
Hafði samband við FÍB sem var mjög hjálplegt, og veita þeir góða aðstoð í svona leiðindar málum. Þeir mæla með að ég fylgist núna með hvort bíllinn sé farinn að brenna olíu.
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Ég fer alltaf á sama staðinn í smur og smærri viðgerðir - http://smurogvidgerd.is/
Búinn að fara til þeirra oftar en ekki undanfarin 10 ár, aldrei slegið feilpúst
Búinn að fara til þeirra oftar en ekki undanfarin 10 ár, aldrei slegið feilpúst
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
rapport skrifaði:Ég fer alltaf á sama staðinn í smur og smærri viðgerðir - http://smurogvidgerd.is/
Búinn að fara til þeirra oftar en ekki undanfarin 10 ár, aldrei slegið feilpúst
Þá er spurning hvort þú hefðir fattað þetta ? Ekkert allir sem eru að logga tölvuna í bílnum og venjulega gera bílagrúskarar þetta sjálfir. Meðal manneskjan keyrir bara bílinn sinn þangað til hann er stoppaður í skoðun eða það kemur eldur útúr hanskahóflinu.
Þetta dæmi hefði getað eyðilagt vélina fljótlega hjá mér, en líka gert skemmdir á vélinni og skafið af henni nokkur ár í líftíma án þess að nokkur hafi tekið eftir því milli þjónustu stoppa.
Spurning ef ég hefði mætt aftur í þessa búllu hálfu ári seinna og "fagmennirnir" hefðu tekið eftir þessu , skoðað smurbókina og séð að þeir þjónustuðu hann síðast, þá efa ég að þeir myndu viðurkenna mistökin af fyrra bragði. Sérstaklega þegar þeir hafa engan áhuga á að bæta fyrir mistökin, bara bíða eftir eigandanun úr fríi.
Gæði þjónustunnar koma ekki í ljós fyrr en menn klúðra einhverju.
Síðast breytt af jonsig á Lau 13. Maí 2023 16:24, breytt samtals 3 sinnum.
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
jonsig skrifaði:rapport skrifaði:Ég fer alltaf á sama staðinn í smur og smærri viðgerðir - http://smurogvidgerd.is/
Búinn að fara til þeirra oftar en ekki undanfarin 10 ár, aldrei slegið feilpúst
Þá er spurning hvort þú hefðir fattað þetta ? Ekkert allir sem eru að logga tölvuna í bílnum og venjulega gera bílagrúskarar þetta sjálfir. Meðal manneskjan keyrir bara bílinn sinn þangað til hann er stoppaður í skoðun eða það kemur eldur útúr hanskahóflinu.
Þetta dæmi hefði getað eyðilagt vélina fljótlega hjá mér, en líka gert skemmdir á vélinni og skafið af henni nokkur ár í líftíma án þess að nokkur hafi tekið eftir því milli þjónustu stoppa.
Spurning ef ég hefði mætt aftur í þessa búllu hálfu ári seinna og "fagmennirnir" hefðu tekið eftir þessu , skoðað smurbókina og séð að þeir þjónustuðu hann síðast, þá efa ég að þeir myndu viðurkenna mistökin af fyrra bragði. Sérstaklega þegar þeir hafa engan áhuga á að bæta fyrir mistökin, bara bíða eftir eigandanun úr fríi.
Gæði þjónustunnar koma ekki í ljós fyrr en menn klúðra einhverju.
Það getur gerst, ég hef ekki hundsvit á olíum o.þ.h. en þessi lífsreynsla sem þú lýstir er í upphafi mjög off putting, að hann hafi ekki vitað hvað hann væri að gera.
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Væri fróðlegt að heyra viðbrögð eigandans þegar hann kemur.
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
rapport skrifaði:Ég fer alltaf á sama staðinn í smur og smærri viðgerðir - http://smurogvidgerd.is/
Búinn að fara til þeirra oftar en ekki undanfarin 10 ár, aldrei slegið feilpúst
Snillingar ,mæli með
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Þvílíka overreact dauðans á gerast hérna, active regen fer bara eftir keyrslu og hvernig bílinn er keyrður, það gerist oftar ef það er mikið um stuttar vegalengdir og ef t.d hann nær ekki að klára það sem hann var byrjaður á, svo á disel toyota mótor sem er vel hugsað um er allt í lagi að nota acea c1 þar sem hún er með lægri hlutfall af ösku en c2 og fer betur með dpfinn hjá þér ef eitthvað er, ef vélin hefið verið að fá ósíað loft og skemmt eitthvað þá væri þessi MAF skynjari fyrstu að fara og fyrst að bílinn gengur enþa þá hefur þetta ekki skemmt neitt,
Hvernig ertu að logga bílinn?
Hvernig ertu að logga bílinn?
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1051
- Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
- Reputation: 58
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Er ekki óþarfi að vera hella olíu á eldinn?
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Vélar skemmast ekkert þótt bíll taki inn loft fyrir aftan loftsíu. Hinsvegar ætti MAF sensor að nema það og ætti að koma fram þegar þú lest af bílnum.
Vélar eru ekki eins viðkvæmar og menn halda
Vélar eru ekki eins viðkvæmar og menn halda
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
MatroX skrifaði:Þvílíka overreact dauðans á gerast hérna, active regen fer bara eftir keyrslu og hvernig bílinn er keyrður, það gerist oftar ef það er mikið um stuttar vegalengdir og ef t.d hann nær ekki að klára það sem hann var byrjaður á, svo á disel toyota mótor sem er vel hugsað um er allt í lagi að nota acea c1 þar sem hún er með lægri hlutfall af ösku en c2 og fer betur með dpfinn hjá þér ef eitthvað er, ef vélin hefið verið að fá ósíað loft og skemmt eitthvað þá væri þessi MAF skynjari fyrstu að fara og fyrst að bílinn gengur enþa þá hefur þetta ekki skemmt neitt,
Hvernig ertu að logga bílinn?
Ég hef verið að nota bluedriver eða bafx obd.
En hvað overreact varðar þá hafa menn eyðilagt vélarnar sínar á mun skemmri tíma meðan aðrir hafa "sloppið".
Hvað vélar varðar þá held ég að þetta sé ekki svo einfalt að annaðhvort virki þær eða ekki. Ég held að það ætti að vera common sense að ryk sem kemst inní cylenderana á vél brenni ekki bara upp og geri engan skaða. Sílikot sem mynda 90% af jarðskorpunni og eru uþb á bilinu 5-20micron að stærð virka sem fyrirtaks sandpappír fyrir stimpilborurnar, hringi og rústa ventlum.
Þetta er vél sem var rétt kringum 100þ km með pottþéttri smurbók og lýtur kannski út fyrir vél sem er keyrð 200þ núna ?
Mér finnst ekki réttlátt að surstöðin fái að njóta bara vafans og ef vélin fer að brenna olíu á næstunni og þá sé það bara mitt vandamál. FíB kölluðu þetta amk alvarleg klúður.
Svo þetta overreact á kannski ekki við hérna. Það er alltaf ömurlegt að lenda í fúski.. þetta var meira en mistök því kauði hafði þjösnað loftsíuhúsinu saman.
Síðan er þetta ekki ódýrasta sort af vél sem ég kaupi á partasölu á 80þúsund. Ég hefði alveg haft gaman að því að gera svona vél upp, en það er ekki ókeypis og ég hef nákvæmlega engan tíma í eitthvað meira heldur en kannski kúplingsskipti.
*edit*
Búinn að heyra í eigandanum sem var töluvert vinalegri en starfsmaðurinn sem ég talaði við síðast. Og sagði að þeir gæfu sig út fyrir að vera fagmenn og vill athuga málið.
Ef maður hefði fengið þessi viðbrögð fyrst þegar ég hringdi þá hefði maður verið aðeins rólegri yfir þessu.
Síðast breytt af jonsig á Mán 15. Maí 2023 10:21, breytt samtals 1 sinni.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Ég mæli með Smur 54 í hafnarfirði https://www.facebook.com/smur54/ Tveir frábærir menn sem hægt er að tala við á meðan þeir eru að græja bílinn.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Ég fór með bílinn minn síðast til Max1 hafnarfirði og fer líklegast með hann þangað aftur. Ég var ánægður með þjónustuna þar.
Í svona rant pósti eins og hjá OP, þá finnst mér það eiga taka fram hvaða fyrirtæki hann er að tala um. Annars er hann að sverta heila starfstétt eins og allir séu hálfvitar.
Í svona rant pósti eins og hjá OP, þá finnst mér það eiga taka fram hvaða fyrirtæki hann er að tala um. Annars er hann að sverta heila starfstétt eins og allir séu hálfvitar.
Síðast breytt af Moldvarpan á Þri 16. Maí 2023 11:19, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Moldvarpan skrifaði:Ég fór með bílinn minn síðast til Max1 hafnarfirði og fer líklegast með hann þangað aftur. Ég var ánægður með þjónustuna þar.
Í svona rant pósti eins og hjá OP, þá finnst mér það eiga taka fram hvaða fyrirtæki hann er að tala um. Annars er hann að sverta heila starfstétt eins og allir séu hálfvitar.
Tilgangurinn með þessum póst er ekki til að finna út hvert ég á að fara með bílinn í smur næst, nokkuð ljóst að ég geri það líklega aldrei aftur.
Væri alveg áhugavert að sjá Moldvarpan búa til áhugaverð topic á vaktinni einhverntíman.
Mönnum er alveg frjálst að fá þessar upplýsingar í pm
Þessi stöð hefur oft verið kölluð sú besta. Mistök gerast,, en því miður er smurþjónusta langt frá því að vera fagleg þegar allir geta gengið í þessi störf.
Ég er búinn að læra af reynslunni amk.
Síðast breytt af jonsig á Þri 16. Maí 2023 16:47, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
jonsig skrifaði:Moldvarpan skrifaði:Ég fór með bílinn minn síðast til Max1 hafnarfirði og fer líklegast með hann þangað aftur. Ég var ánægður með þjónustuna þar.
Í svona rant pósti eins og hjá OP, þá finnst mér það eiga taka fram hvaða fyrirtæki hann er að tala um. Annars er hann að sverta heila starfstétt eins og allir séu hálfvitar.
Tilgangurinn með þessum póst er ekki til að finna út hvert ég á að fara með bílinn í smur næst, nokkuð ljóst að ég geri það líklega aldrei aftur.
Væri alveg áhugavert að sjá Moldvarpan búa til áhugaverð topic á vaktinni einhverntíman.
Mönnum er alveg frjálst að fá þessar upplýsingar í pm
Þessi stöð hefur oft verið kölluð sú besta. Mistök gerast,, en því miður er smurþjónusta langt frá því að vera fagleg þegar allir geta gengið í þessi störf.
Ég er búinn að læra af reynslunni amk.
Mætti ég spyrja hver er tilgangur þessa póst víst þú opnaðir þá hurð?
Hræða þá sem hafa ekki aðstöðu eða kunnáttu til að sinna þessu viðhaldi sjálfir?
Ef ég ætti sem neytandi að sjá tilgang með póstinum, þá þyrfti að nafngreina staðinn svo ég gæti forðast hann.
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
jonsig skrifaði:MatroX skrifaði:Þvílíka overreact dauðans á gerast hérna, active regen fer bara eftir keyrslu og hvernig bílinn er keyrður, það gerist oftar ef það er mikið um stuttar vegalengdir og ef t.d hann nær ekki að klára það sem hann var byrjaður á, svo á disel toyota mótor sem er vel hugsað um er allt í lagi að nota acea c1 þar sem hún er með lægri hlutfall af ösku en c2 og fer betur með dpfinn hjá þér ef eitthvað er, ef vélin hefið verið að fá ósíað loft og skemmt eitthvað þá væri þessi MAF skynjari fyrstu að fara og fyrst að bílinn gengur enþa þá hefur þetta ekki skemmt neitt,
Hvernig ertu að logga bílinn?
Ég hef verið að nota bluedriver eða bafx obd.
En hvað overreact varðar þá hafa menn eyðilagt vélarnar sínar á mun skemmri tíma meðan aðrir hafa "sloppið".
Hvað vélar varðar þá held ég að þetta sé ekki svo einfalt að annaðhvort virki þær eða ekki. Ég held að það ætti að vera common sense að ryk sem kemst inní cylenderana á vél brenni ekki bara upp og geri engan skaða. Sílikot sem mynda 90% af jarðskorpunni og eru uþb á bilinu 5-20micron að stærð virka sem fyrirtaks sandpappír fyrir stimpilborurnar, hringi og rústa ventlum.
Þetta er vél sem var rétt kringum 100þ km með pottþéttri smurbók og lýtur kannski út fyrir vél sem er keyrð 200þ núna ?
Mér finnst ekki réttlátt að surstöðin fái að njóta bara vafans og ef vélin fer að brenna olíu á næstunni og þá sé það bara mitt vandamál. FíB kölluðu þetta amk alvarleg klúður.
Svo þetta overreact á kannski ekki við hérna. Það er alltaf ömurlegt að lenda í fúski.. þetta var meira en mistök því kauði hafði þjösnað loftsíuhúsinu saman.
Síðan er þetta ekki ódýrasta sort af vél sem ég kaupi á partasölu á 80þúsund. Ég hefði alveg haft gaman að því að gera svona vél upp, en það er ekki ókeypis og ég hef nákvæmlega engan tíma í eitthvað meira heldur en kannski kúplingsskipti.
*edit*
Búinn að heyra í eigandanum sem var töluvert vinalegri en starfsmaðurinn sem ég talaði við síðast. Og sagði að þeir gæfu sig út fyrir að vera fagmenn og vill athuga málið.
Ef maður hefði fengið þessi viðbrögð fyrst þegar ég hringdi þá hefði maður verið aðeins rólegri yfir þessu.
Þetta er ekki flókið, þar sem sían var þarna þá erum við að tala um ryk sem brennur upp og hverfur um leið og það fer inn í vélina, ryk er ekki að fara eyðileggja ventla á svona stuttum tíma þar sem þeir eru hvort er allir uti sóti, þú ert ekki að fara skemma sleevar eða stimpil hringi á smá ryki í svona stuttan tíma, til þess að sanna þetta allt, talaðu við n1 um að fá olíu sýna glas og tappaðu aðeins af mótornum og faðu þá til að senda það út til greiningar,
Það er svakalega algengt að þessar loftsíubox smellur séu brotnar í toyota bílum þar sem plastið sem þeir nota er rusl,
MAF skynjarinn sem er þarna alveg við síuna er viðkvæmasti parturinn í þessu húddi og ef hann sér eitthvað magn af ryki þá hættir hann að virka, að það sé ekki check engine ljós á hann og að bílinn gangi ekki truntulega segir allt sem segja þarf,
Hvernig toyota er þetta og hvaða árgerð
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
Sæll Jónsig,
Ég heyrði í föður mínum eftir að ég las þennan póst þar sem mér datt í hug að hann væri eigandinn sem var í fríi. Enda held að hann hafi ekki tekið sér fullt sumarfrí allt sitt líf. Enda búinn að vinna sleitulaust á sama stað í tæp 40 ár og með starfsmenn sem hafa unnið í tug ára í þessum bransa.
Hann biðst innilegrar afsökunar á því ef eitthvað vantaði uppá þjónustuna og einhver mistök hafa orðið. Mér skilst að þið hafið átt spjall þar sem hann bauð þér í heimsókn og vildi skoða þetta hjá þér. Einnig ef eitthvað hefði komið fyrir bílinn þá myndi hann taka á því. Hann vildi koma því á framfæri að hann vildi að öllu sé skilað frá sér tip-top og að fólk sé ánægt.
Hann kappkostar að vera með góðar vörur, gott starfsólk og góða þjónustu og ég held að það sjáist í nánast eingöngu 5 stjörnu reviewum á staðnum. Einnig þeim vinsældum sem hann og hans starfsfólk hefur haft í öll þessi ár.
Svona ef þið eruð að deyja úr forvitni þá er þetta Smurstöðin Fosshálsi 1.
Ég heyrði í föður mínum eftir að ég las þennan póst þar sem mér datt í hug að hann væri eigandinn sem var í fríi. Enda held að hann hafi ekki tekið sér fullt sumarfrí allt sitt líf. Enda búinn að vinna sleitulaust á sama stað í tæp 40 ár og með starfsmenn sem hafa unnið í tug ára í þessum bransa.
Hann biðst innilegrar afsökunar á því ef eitthvað vantaði uppá þjónustuna og einhver mistök hafa orðið. Mér skilst að þið hafið átt spjall þar sem hann bauð þér í heimsókn og vildi skoða þetta hjá þér. Einnig ef eitthvað hefði komið fyrir bílinn þá myndi hann taka á því. Hann vildi koma því á framfæri að hann vildi að öllu sé skilað frá sér tip-top og að fólk sé ánægt.
Hann kappkostar að vera með góðar vörur, gott starfsólk og góða þjónustu og ég held að það sjáist í nánast eingöngu 5 stjörnu reviewum á staðnum. Einnig þeim vinsældum sem hann og hans starfsfólk hefur haft í öll þessi ár.
Svona ef þið eruð að deyja úr forvitni þá er þetta Smurstöðin Fosshálsi 1.
Síðast breytt af Pandemic á Þri 16. Maí 2023 21:08, breytt samtals 2 sinnum.
-
Höfundur - Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Fyrsta skiptið í 10ár sem ég kaupi smurþjónustu og það síðasta.
MatroX skrifaði:
Þetta er ekki flókið, þar sem sían var þarna þá erum við að tala um ryk sem brennur upp og hverfur um leið og það fer inn í vélina, ryk er ekki að fara eyðileggja ventla á svona stuttum tíma þar sem þeir eru hvort er allir uti sóti, þú ert ekki að fara skemma sleevar eða stimpil hringi á smá ryki í svona stuttan tíma, til þess að sanna þetta allt, talaðu við n1 um að fá olíu sýna glas og tappaðu aðeins af mótornum og faðu þá til að senda það út til greiningar,
Ég smurði bílinn 1500km eftir þessi smurskipti, sem mild "flush" aðferð. Þar sem ég geng útfrá því að það sé farið illa með hlutina áður en ég kaupi þá.
en ég hafði ekki vit á því að athuga loftsíuna þá.
2000km eftir það finnst mér skrítið hvað bíllinn var búinn að fara oft í regen. Sá festingu lausa á loftsíuhúsinu , panikkaði, brunaði með bílinn á bifreiðaverkstæði kópavogs, sýndi þeim þetta og smurði hann enn aftur þegar ég kom heim.
Á samt ennþá notuðu smursíuna og loft filterinn.
Notaði Dpf hreinsi á kerfið og lagaðist hann eitthvað við það.
Varðandi rykið sem kemst inní vélina þá hlýtur það að þurfa fara eitthvert eins og ég nefndi áður er megnið af því síliköt sem þurfa talsvert hærri hita en 650°C til að brenna, og hlýtur það að hafa endað í 350þ kr sótsíunni eða í olíunni.
Það er svakalega algengt að þessar loftsíubox smellur séu brotnar í toyota bílum þar sem plastið sem þeir nota er rusl,
Það var engin smella brotin, það var búið að þjösna boxinu saman.
MAF skynjarinn sem er þarna alveg við síuna er viðkvæmasti parturinn í þessu húddi og ef hann sér eitthvað magn af ryki þá hættir hann að virka, að það sé ekki check engine ljós á hann og að bílinn gangi ekki truntulega segir allt sem segja þarf,
Hvernig toyota er þetta og hvaða árgerð ?
þetta er bara 2016 corolla D4-D 2wd sedan.
En það má alveg kalla mig með einhverja áráttu en ég vill ekki kaupa neitt nýtt svo hafði mér alltaf dreymt um að gera upp bíl og hef ég eytt hellings tíma í að gera hann fínan. Var í 3 daga að pússa og mála hluta af bílnum og eitthvað annað eins í að endurnýja nær alla fjöðrun í honum,fóðringar, vatnsdælu, allt bremsukerfið að aftan .ofl til að gera hann gott sem nýjan, þótt hann sé ekki hugsaður endilega sem aðal bíll á heimilinu. Ég var með örlítið útlitsgallað eintak þegar ég keypti hann, en allt annað pottþétt og heillega smurbók.
Og finnst bara ömurlegt að hlusta á eitthvað rugl þegar ég hringi þarna fyrst, um að þetta hljóti að vera drulla úr túrbínunni en samtímis afþakkað að fá myndir af síunni áður en gengið væri útfrá því.
Hefði fyrsta samtalið verið við eigandan hugsa ég að þessi þráður hefði aldrei orðið til.
En er fyrst og fremst fúll útí sjálfan mig að hafa ekki nennt að bíða eftir olíubollanum sem var á leiðinni frá USA.
Síðast breytt af jonsig á Þri 16. Maí 2023 22:51, breytt samtals 3 sinnum.