Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf codemasterbleep » Sun 28. Ágú 2022 10:36

jonfr1900 skrifaði:Rúv er búið að slökkva á vefmyndavélunum. Rétt áður en staðan við Fagradalsfjall fer að verða áhugaverð.


Slökkva á en ekki fjarlægja.

Vefmyndavélin á Langahrygg er jú búin að vera þarna í að verða 18 mánuði.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf JReykdal » Mán 29. Ágú 2022 16:39

Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 29. Ágú 2022 21:22

JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.


Það er að fara að gjósa þarna aftur. Væntanlega innan 1 mánaðar en það gæti tekið 2 til 3 mánuði í það lengsta (allra lengsta væri 12 til 24 mánuðir en það er ólíklegra). Næsta eldgos, verður, uh, stærra en síðasta eldgos.




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Mán 29. Ágú 2022 22:03

Örlítið stærra eða Anak Krakatoa 1883 stærra?
Síðast breytt af mikkimás á Mán 29. Ágú 2022 22:03, breytt samtals 1 sinni.




agnarkb
Tölvutryllir
Póstar: 648
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Reputation: 111
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf agnarkb » Mán 29. Ágú 2022 22:30

jonfr1900 skrifaði:
JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.


Það er að fara að gjósa þarna aftur. Væntanlega innan 1 mánaðar en það gæti tekið 2 til 3 mánuði í það lengsta (allra lengsta væri 12 til 24 mánuðir en það er ólíklegra). Næsta eldgos, verður, uh, stærra en síðasta eldgos.


Það hefur nú gosið meira úr mér eftir einn góðan karrýrétt heldur en í þessu blessaða gosi sem var að ljúka, svo að aðeins stærra gos næst myndi nú örugglega teljast sem smágos líka.


Leikjavél | ROG Strix X570-E | 5800x3D | LF II 240| RTX 3090 | G.Skill 32GB Flare X 3200Mhz | RM850x | Pure Base 500
Server | ASRock H610M-ITX/ac | i5 12400 | Dark Rock TF2 | 32GB | 14 TB | Unraid Basic


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 29. Ágú 2022 22:37

agnarkb skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.


Það er að fara að gjósa þarna aftur. Væntanlega innan 1 mánaðar en það gæti tekið 2 til 3 mánuði í það lengsta (allra lengsta væri 12 til 24 mánuðir en það er ólíklegra). Næsta eldgos, verður, uh, stærra en síðasta eldgos.


Það hefur nú gosið meira úr mér eftir einn góðan karrýrétt heldur en í þessu blessaða gosi sem var að ljúka, svo að aðeins stærra gos næst myndi nú örugglega teljast sem smágos líka.


Það virðist sem að það hafi komið upp meiri kvika í síðasta kvikuinnskoti sem gaus ekki núna. Þegar það fer af stað, þá má vænta að þess að næsta eldgos verði stærra. Ég reikna með að næsta eldgos hefjist þegar nýtt kvikuinnskot fer inn í Fagradalsfjall eða við Keili. Þetta er bara spurning um tíma.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 30. Ágú 2022 21:03

Í dag urðu tveir litlir jarðskjálftar við Nátthagakrika í Fagradalsfjalli. Það bendir sterklega til þess að þar verði næsta eldgos þegar það hefast. Miðað við það sem ég sá þegar ég fór þarna í fyrra. Þá hefur gosið áður í kringum Nátthagakrika fyrir löngu síðan og því ljóst þar getur orðið eldgos.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 02. Sep 2022 22:44

Jarðskjálftavirkni í dag (2-September-2022) bendir sterklega til þess að það sé farið að styttast í næsta og mjög líklega fyrsta stóra eldgosinu í eldgosahrinunni á Reykjanesskaga sem er núna í Fagradalsfjalli. Það varð jarðskjálftahrina 2,4 km SV af Keili og minnsta dýpið á jarðskjálftum var 1,3 km. Það er hægt að sjá jarðskjálftana inn á Skjálfta-Lísu Veðurstofunnar.

Ef þetta verður mjög stórt eldgos. Þá mun syðri endi gossprungunar hugsanlega ná í Nátthaga eða Nátthagakrika og norðari endinn verður við Keili. Það er búin að safnast talsverð kvika fyrir samkvæmt GPS mælingum og jarðskjálftamælingum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Sú kvika hefur ekki ennþá gosið en mjög líklega er farið að styttast í það.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 07. Okt 2022 16:59

Global Volcanism Program er búið að gefa það út að Fagradalsfjall er sín eigin eldstöð og ekki tengt eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja eins og lengi hefur verið í umræðunni um þetta á Íslandi frá upphafi þessara eldgosa. Líklega er þessi breyting tilkomin vegna rannsókna á eldgosunum og þá hefur komið í ljós að Fagraldalsfjall hraunin eiga ekkert skylt við hraunin frá Krýsuvík-Trölladyngja.

Þessi breyting er einnig tilkominn vegna þess að Veðurstofa Íslands breytti þessari stöðu eftir rannsóknir á hrauninu og svæðinu eftir eldgosin sem hafa verið þarna síðustu mánuði.

Þetta þýðir einnig að eldstöðvum á Íslandi hefur fjölgað um eina.

Fagradalsfjall (Global Volcanism Program)
Síðast breytt af jonfr1900 á Fös 07. Okt 2022 19:59, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 13. Okt 2022 01:31

Þenslan í Fagradalsfjalli er aftur farin að koma af stað jarðskjálftum í Krýsuvík og það þýðir að væntanlega er farið að styttast í eldgos.

221012_1740.png
221012_1740.png (23.74 KiB) Skoðað 4874 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 17. Okt 2022 01:22

Það er ýmislegt sem bendir til þess að það sé að fara að gjósa við Geirfugladrang og Eldeyjarsker. Eldgos þarna ætti að sjást frá landi og öskuský gæti náð til Reykjavíkur ef þetta yrði stórt eldgos. Það verður hinsvegar að koma í ljós hvort að ég hafi rétt fyrir mér. Þarna gaus síðast árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program, upplýsingar er hægt að lesa hérna.

221017_0110.png
221017_0110.png (14.26 KiB) Skoðað 4668 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 21. Okt 2022 17:40

Jarðskjálftavirknin er farin að aukast í eldstöðinni Reykjanes og síðan eldstöðinni Fagradalsfjalli. Það bendir til þess að þensla sé farin af stað á ný og líklega mun jarðskjálftavirknin aukast næstu daga og vikur þangað til að nýtt eldgos hefst í Fagradalsfjalli og síðan mögulega í eldstöðinni Reykjanes. Það er einnig eitthvað að gerast langt út í sjó en ég tel að eldgos þar muni í mesta falli trufla flug til og frá Íslandi um Keflavík.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 23. Okt 2022 15:22

Það er kvikuinnskot í gangi vestur af eldstöðinni Fagradalsfjalli á 5 km dýpi. Það er ólíklegt að þetta komi af stað eldgosi eins og er. Það gæti breyst ef að jarðskjálftavirknin eykst, þar sem það mundi vera vísbending um að innflæði kviku sé að aukast.

221023_1200.png
221023_1200.png (23.86 KiB) Skoðað 4227 sinnum



Skjámynd

thrkll
Nörd
Póstar: 110
Skráði sig: Sun 01. Mar 2020 00:55
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf thrkll » Þri 25. Okt 2022 14:17

jonfr1900 skrifaði:Það er einnig eitthvað að gerast langt út í sjó en ég tel að eldgos þar muni í mesta falli trufla flug til og frá Íslandi um Keflavík.


Tjah, ertu nú viss um það? Þegar gaus á undan Reykjanesi á 14. öld þá gaus oft og gosin höfðu mikil áhrif. Það voru gos þarna 1210-11 þegar Eldey myndaðist. Svo áframhald árin 1223, 1225, 1226-27, 1231, 1238 og 1240 skv. annálum.

Þar eru hrikalegar lýsingar af þessum gosum.

Í fyrsta gosinu 1210-11 var talað um að "sýndist túngl svá sem roðra væri, ok gaf eigi ljós af sér um miðnætti í heiðviðri".

Í gosunum 1225 og 1226-27 var talað um "sandvetur" og "Myrkr vm miðian dag". Sömuleiðis að “Þessi vetr var kallaðr sandvetr ok var fellivetr mikill, ok dó hundrað nauta fyrir Snorra Sturlusyni út í Svignaskarði” (Nótabene er Svignaskarð í Borgarfirði um 100 km frá Reykjanestá).

Í gosinu 1231 var talað um "sandasumar" og 1240 var "Sol raud sem blod".

Ef við værum að fara núna inn í sambærilegt 30 ára tímabil þar sem daglegt líf 65%+ landsmanna (íbúa suðvestur hornsins) einkennist af ösku og sandstormum þá væru þetta jafnvel bara mestu hamfarir á Íslandi síðan í móðuharðindunum.
Síðast breytt af thrkll á Þri 25. Okt 2022 14:18, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 19. Mar 2023 12:57

Í morgun varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,2 með dýpið 2,2km við Keili og jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Fagradalsfjalli (eldstöð) síðan í lok Febrúar. Þetta þýðir að það er komið að næsta tímabili af eldgosi í Fagradalsfjalli. Ég veit ekki alveg hvað er að gerast í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöll) ennþá en jarðskjálftavirkni er einnig að aukast þar. Það má búast við sterkari jarðskjálftum þegar það fer að styttast í eldgos í Fagradalsfjalli eða nágrenni. Útlínur eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls virðast vera þessar, norðari jaðar við Keili, syðri jaðar við Grindavík og þar austur með, hversu langt austur það nær er óþekkt. Vestari jaðar er hugsanlega við Grindavíkurveg. Þetta er eingöngu mín ágiskun miðað við þau gögn sem er hef. Innan þessa svæðis getur komið eldgos.

230319_1240.png
230319_1240.png (23.83 KiB) Skoðað 3374 sinnum




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Apr 2023 11:47

Í morgun varð jarðskjálftahrina norður af Grindavík, rétt við Bláa lónið. Þessi jarðskjálftahrina bendir sterklega til þess að þarna hafi kvikuinnskot verið í gangi og er hugsanlega ennþá í gangi. Dýpi þessara jarðskjálfta er komið upp í 2 km sem er orðið mjög grunnt.

230425_1010.png
230425_1010.png (23.49 KiB) Skoðað 3064 sinnum


Það þarf ekki mjög stóra jarðskjálfta til þess að eldgos hefjist. Þó svo að slíkt gerist oft á Íslandi. Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 eða minni duga oft ef aðstæður eru réttar. Jarðskjálftahrinan ver vestan við húsin þar sem bláa lónið er og vegin sem liggur þar vestur með.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Apr 2023 15:22

Veit einhver hvað tjónið gæti orðið ef það færi að gjósa við Bláa lónið.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Apr 2023 16:32

Jarðskjálftavirknin er farin að aukast á ný og svæðið er farið að stækka þar sem er jarðskjálftavirkni.

230425_1625.png
230425_1625.png (23.55 KiB) Skoðað 2974 sinnum



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Henjo » Þri 25. Apr 2023 16:40

jonfr1900 skrifaði:Veit einhver hvað tjónið gæti orðið ef það færi að gjósa við Bláa lónið.


Eflaust mikið því er ekki virkjanir þarna sem redda heitu vatni og eitthva? (og bláa drullan er síðan affall af því)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Apr 2023 18:05

Yrði þá rafmagnsleysi á stóru svæði á Reykjanesi?



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf urban » Þri 25. Apr 2023 18:49

Svartsengi (virkjunin þarna) sér einfaldlega öllu reykjanesi fyrir heitu vatni og framleiðir líka rafmagn með því.

Það yrði óhemju tjón.
https://www.hsorka.is/um-okkur/starfsemi/svartsengi/


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf MatroX » Þri 25. Apr 2023 19:03

urban skrifaði:Svartsengi (virkjunin þarna) sér einfaldlega öllu reykjanesi fyrir heitu vatni og framleiðir líka rafmagn með því.

Það yrði óhemju tjón.
https://www.hsorka.is/um-okkur/starfsemi/svartsengi/

rafmagnið kemur reyndar líka frá reykjanesvirkjun


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 25. Apr 2023 19:26

Dýpi sumra jarðskjálfta er komið í 1 km en ég veit ekki ennþá hvort að þetta kemur af stað eldgosi núna.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Hauxon » Mið 26. Apr 2023 08:16

Rafkerfið er eins og peer-2-peer network og einhver skakkaföll vegna jarðhræringa gætu valdið rafmagnstruflunum en varla langtíma rafmagnsleysi. Landsnet er að styrkja dreifikerfið og er að vinna í að koma Suðurnesjalínu 2 af stað. Gallinn þar er að Sveitarfélagið Vogar hefur ekki verið samþykkt þeim tillögum sem hafa settar fram sem hefur tafið verkefni eitthvað, veit ekki hver staðan er á því núna. Orkuöryggi á Suðurnesjum verður tölvuvert betra með SN2.

Ég vinn hjá Loftmyndum, við rekum http://www.map.is og lesum inn jarðskjálftagögn og get ekki séð að það hafi verið neitt sérstakt í gangi á Reykjanesi undanfarna daga. Þetta virkt svæði og alltaf slatti af smáskjálftum þarna vegna eðlilegra hreyfinga. Ef það er að fara að gjósa þarna aftur væru þúsundir skjálfta stærri en 1 á sólarhring en ekki einhverjir tugir. Auk þess fengum við örugglega að heyra af mælingum um þenslu á jarðskorpunni.

Alveg gaman að skoða skjáltagögn en harla ólíklegt að maður geti spáð fyrir um gos með því að horfa á skjálftana svona á skjánum án þess að greina gögnin og geta borið saman við líkön úr fyrri atburðum. Næsta gos gæti orðið á morgun eða eftir þúsund ár.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Tengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 26. Apr 2023 08:27

Hauxon skrifaði:Rafkerfið er eins og peer-2-peer network og einhver skakkaföll vegna jarðhræringa gætu valdið rafmagnstruflunum en varla langtíma rafmagnsleysi. Landsnet er að styrkja dreifikerfið og er að vinna í að koma Suðurnesjalínu 2 af stað. Gallinn þar er að Sveitarfélagið Vogar hefur ekki verið samþykkt þeim tillögum sem hafa settar fram sem hefur tafið verkefni eitthvað, veit ekki hver staðan er á því núna. Orkuöryggi á Suðurnesjum verður tölvuvert betra með SN2.


Það er í sjálfu sér óbreytt staða. Vogamenn vilja fá jarðstreng en Landsnet vill ekki sjá það. Vilja bara leggja aðra línu samhliða núverandi línu. Ég skil ekki alveg rökin fyrir því að leggja aðra línu á sama stað og hin línan. Jú, það er aðeins meira redundancy í því en það fæst ennþá betra redundancy að leggja þessa línu langt í burtu frá núverandi línu, hvort sem það er loftlína eða jarðstrengur.