jonfr1900 skrifaði:Rúv er búið að slökkva á vefmyndavélunum. Rétt áður en staðan við Fagradalsfjall fer að verða áhugaverð.
Slökkva á en ekki fjarlægja.
Vefmyndavélin á Langahrygg er jú búin að vera þarna í að verða 18 mánuði.
jonfr1900 skrifaði:Rúv er búið að slökkva á vefmyndavélunum. Rétt áður en staðan við Fagradalsfjall fer að verða áhugaverð.
JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.
jonfr1900 skrifaði:JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.
Það er að fara að gjósa þarna aftur. Væntanlega innan 1 mánaðar en það gæti tekið 2 til 3 mánuði í það lengsta (allra lengsta væri 12 til 24 mánuðir en það er ólíklegra). Næsta eldgos, verður, uh, stærra en síðasta eldgos.
agnarkb skrifaði:jonfr1900 skrifaði:JReykdal skrifaði:Langahryggsvélin er úti eins og er (einhver bilun) en Langhólsvélin er enn í gangi, bara ekki streymt 24/7 á netinu. Fer að slökkva á upptökum á henni bráðum.
Það er að fara að gjósa þarna aftur. Væntanlega innan 1 mánaðar en það gæti tekið 2 til 3 mánuði í það lengsta (allra lengsta væri 12 til 24 mánuðir en það er ólíklegra). Næsta eldgos, verður, uh, stærra en síðasta eldgos.
Það hefur nú gosið meira úr mér eftir einn góðan karrýrétt heldur en í þessu blessaða gosi sem var að ljúka, svo að aðeins stærra gos næst myndi nú örugglega teljast sem smágos líka.
jonfr1900 skrifaði:Það er einnig eitthvað að gerast langt út í sjó en ég tel að eldgos þar muni í mesta falli trufla flug til og frá Íslandi um Keflavík.
jonfr1900 skrifaði:Veit einhver hvað tjónið gæti orðið ef það færi að gjósa við Bláa lónið.
urban skrifaði:Svartsengi (virkjunin þarna) sér einfaldlega öllu reykjanesi fyrir heitu vatni og framleiðir líka rafmagn með því.
Það yrði óhemju tjón.
https://www.hsorka.is/um-okkur/starfsemi/svartsengi/
Hauxon skrifaði:Rafkerfið er eins og peer-2-peer network og einhver skakkaföll vegna jarðhræringa gætu valdið rafmagnstruflunum en varla langtíma rafmagnsleysi. Landsnet er að styrkja dreifikerfið og er að vinna í að koma Suðurnesjalínu 2 af stað. Gallinn þar er að Sveitarfélagið Vogar hefur ekki verið samþykkt þeim tillögum sem hafa settar fram sem hefur tafið verkefni eitthvað, veit ekki hver staðan er á því núna. Orkuöryggi á Suðurnesjum verður tölvuvert betra með SN2.