GuðjónR skrifaði:Nariur skrifaði:GuðjónR skrifaði:jericho skrifaði:https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-04-08-faekka-utibuum-og-haekka-thjonustugjold
Rökin sem bankar nota fyrir fækkun útíbúa er hagræðing sem þeir segja að skili sér beint til neytenda.
Get ekki alveg séð að við sem neytendur séum að njóta góðs af.
Nú kostar t.d. um 300 kr. að taka út peninga hjá Arionbanka ef þú gerir það hjá gjaldkera, skiptir þá engu máli hvort þú tekur út 1000 kr. eða 10.000.000 kr. en þeir eru voða góðir og rukka þig ekkert þegar þú leggur inn. Refsa þér bara fyrir það að taka út.
Hvað, ertu níræður? Ertu hræddur við hraðbanka?
Mer finnst fátt eðlilegra en að rukka fyrir að sóa tíma starfsfólks í að gera eitthvað sem þú getur auðveldlega gert einn með jafn mikilli eða minni fyrirhöfn fyrir þig.
Er ég níræður? Ég ætla að svara með sama hroka og fávitaskap og þú gerir, ertu hálfviti? Þú þarft ekki að svara ég veit svarið. Það er 300k limit á hraðbanka. Ef ég ætla að taka út 3 milljónir þá þarf ég að gera mér 10 ferðir í hraðbanka eða sóa tíma afgreiðslufólks í 2 mínútur fyrir 300 kr. eftir að hafa lánað bankaknum peninga á margfalt lægri vöxtum en hann endurlánar þá. Og ég sóa jafnmiklum tíma starfsmanna bankans þegar ég legg milljónirnar inn aftur en þá kostar það ekkert.
Það er nú alger óþarfi að kalla mann fávita fyrir að ýja að því að þú sért svolítið gamall kall inní þér.
Það er bókstaflega ekki til (löglegt) tilfelli þar sem það meikar sens að taka út 3 millur í cash frekar en að millifæra. Svona úttektir eru bara til fyrir sérvisku fólks sem er að búa til auka vinnu og vesen. Mér finnst ekkert eðlilegra en að rukka fyrir það af því að þar eru til betri leiðir sem eru fríar.
Nú hef ég unnið sem gjaldkeri í banka. Ef þú gengur inn í útibú og ætlar að taka út 3 milljónir eru mjög miklar líkur á að þú sért beðinn um að koma aftur daginn eftir af því að það þarf að panta upphæðina sérstaklega fyrir þig með tilheyrandi kostnaði og veseni. En fólk gerir þetta ekki. Helstu innleggin sem eru gerð í svona stöflum af seðlum eru bílasölur þar sem einhver var augljóslega að kaupa bíl fyrir svarta peninginn sinn.
Svo finnst mér líklegast að það sé ekki enn rukkað fyrir að leggja inn hjá gjaldkera að það er ekki búið að koma fyrir nógu mörgum innlagnarhraðbönkum til að réttlæta það.
GuðjónR skrifaði:Og segjum svo að ég sé níræður og kunni ekki á hraðbanka
Þá lærirðu.
russi skrifaði:Þetta snýst ekkert um aldur, getu eða annað.
Þetta snýst um að áður fyrr kostaði þetta ekki ásamt mörgu öðru. Bankinn er alltaf að finna upp ný og ný þjónustugjöld og það með verri þjónustu en áður.
Áður fyrr var þetta nauðsynleg grunnþjónusta. Í dag er þetta tímasóun. Bankarnir eru búnir að búa til aðrar leiðir sem eru betri fyrir bæði bankana og viðskiptavinina.
Ég get ekki beðið eftir þeim degi sem öllum útibúum er lokað. Það þýðir að það er búið að útrýma öllum ástæðum fyrir mig til að fara í útibú og ég ket sótt alla þjónustu í appinu.
Ef þú heimtar dýrari þjónustu sem engin raunveruleg þörf er á, er ekkert eðlilegra en að þú borgir fyrir hana.