Er búinn að vera að skoða málið með nýtt skjákort þar sem að mitt er að verða frekar þreytt og farið að vera með endalaus driver issues (5700xt var ekki stabíl sería

Það er loksins komið eitthvað framboð af skjákortum eftir þurrk síðustu 2 ár og verð sem að var gjörsamlega út úr kortinu. Er búinn að sjá kort hrynja bókstaflega í verði undanfarið erlendis. Það er farinn að vera allt að 25-30% verðmunur á kortum komin til landsins með flutningi & VSK og söluaðilum hérlendis. Það mikið að maður er farinn að hugsa sér til hreyfings með að pikka upp kort annað hvort online eða í næstu utanlandsferð.
Bara að pæla hvenær þrýstingurinn verður orðinn það mikill að innlendir aðilar neyðist til að lækka verð hjá sér eða hvort að það sé vonlaust að bíða.
Er ekki að sjá hag í því að versla hérlendis bara útaf "ábyrgð" þegar hún er í formi 35-40 þús króna verðmunar á vörunni, eins mikið og maður vill styðja við innlenda söluaðila þá er þetta full mikill munur.