Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Daginn,
Er búinn að vera að skoða málið með nýtt skjákort þar sem að mitt er að verða frekar þreytt og farið að vera með endalaus driver issues (5700xt var ekki stabíl sería ).
Það er loksins komið eitthvað framboð af skjákortum eftir þurrk síðustu 2 ár og verð sem að var gjörsamlega út úr kortinu. Er búinn að sjá kort hrynja bókstaflega í verði undanfarið erlendis. Það er farinn að vera allt að 25-30% verðmunur á kortum komin til landsins með flutningi & VSK og söluaðilum hérlendis. Það mikið að maður er farinn að hugsa sér til hreyfings með að pikka upp kort annað hvort online eða í næstu utanlandsferð.
Bara að pæla hvenær þrýstingurinn verður orðinn það mikill að innlendir aðilar neyðist til að lækka verð hjá sér eða hvort að það sé vonlaust að bíða.
Er ekki að sjá hag í því að versla hérlendis bara útaf "ábyrgð" þegar hún er í formi 35-40 þús króna verðmunar á vörunni, eins mikið og maður vill styðja við innlenda söluaðila þá er þetta full mikill munur.
Er búinn að vera að skoða málið með nýtt skjákort þar sem að mitt er að verða frekar þreytt og farið að vera með endalaus driver issues (5700xt var ekki stabíl sería ).
Það er loksins komið eitthvað framboð af skjákortum eftir þurrk síðustu 2 ár og verð sem að var gjörsamlega út úr kortinu. Er búinn að sjá kort hrynja bókstaflega í verði undanfarið erlendis. Það er farinn að vera allt að 25-30% verðmunur á kortum komin til landsins með flutningi & VSK og söluaðilum hérlendis. Það mikið að maður er farinn að hugsa sér til hreyfings með að pikka upp kort annað hvort online eða í næstu utanlandsferð.
Bara að pæla hvenær þrýstingurinn verður orðinn það mikill að innlendir aðilar neyðist til að lækka verð hjá sér eða hvort að það sé vonlaust að bíða.
Er ekki að sjá hag í því að versla hérlendis bara útaf "ábyrgð" þegar hún er í formi 35-40 þús króna verðmunar á vörunni, eins mikið og maður vill styðja við innlenda söluaðila þá er þetta full mikill munur.
-
- FanBoy
- Póstar: 753
- Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
- Reputation: 117
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Þið munið sjá flóð af skjákortum eftir um 2 mánuði þegar etherium verður ekki mineable lengur. mining er enþá þokalega profitable hér enþá útaf cheap rafmagni og engin hausverkur að flakka á milli coins. Bara hörðustu nördarnir halda áfram eftir það
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
ASrock Phantom Gaming 6900XT á 219 þús hérlendis, 109 þús ef þú sækir það sjálfur í MicroCenter í USA og færð þar meira að segja Red Devil 6900XT á sama pening. Gætir allavega borgað flugið með þeim kaupum.
https://kisildalur.is/category/12/products/1960
https://www.microcenter.com/product/632 ... phics-card
https://www.microcenter.com/product/632 ... phics-card
https://kisildalur.is/category/12/products/1960
https://www.microcenter.com/product/632 ... phics-card
https://www.microcenter.com/product/632 ... phics-card
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Skaz skrifaði:Daginn,
Er búinn að vera að skoða málið með nýtt skjákort þar sem að mitt er að verða frekar þreytt og farið að vera með endalaus driver issues (5700xt var ekki stabíl sería ).
Það er loksins komið eitthvað framboð af skjákortum eftir þurrk síðustu 2 ár og verð sem að var gjörsamlega út úr kortinu. Er búinn að sjá kort hrynja bókstaflega í verði undanfarið erlendis. Það er farinn að vera allt að 25-30% verðmunur á kortum komin til landsins með flutningi & VSK og söluaðilum hérlendis. Það mikið að maður er farinn að hugsa sér til hreyfings með að pikka upp kort annað hvort online eða í næstu utanlandsferð.
Bara að pæla hvenær þrýstingurinn verður orðinn það mikill að innlendir aðilar neyðist til að lækka verð hjá sér eða hvort að það sé vonlaust að bíða.
Er ekki að sjá hag í því að versla hérlendis bara útaf "ábyrgð" þegar hún er í formi 35-40 þús króna verðmunar á vörunni, eins mikið og maður vill styðja við innlenda söluaðila þá er þetta full mikill munur.
Mátt endilega setja hér inn dæmi
Ég er ekki að efast um sannleiksgildið, bara forvitinn um hvaða kort ræðir.
Annars finnst mér ekkert óeðlilegt að það sé 15-20% verðmunur almennt milli verslunar hér og netverslunarrisa erlendis, og kemur mér ekkert á óvart að það sé 25-30% munur í einhverjum tilfellum.
Tel þó að það sé oftast hægt að gera góð kaup innanlands, en kannski ekki akkúrat á kortinu sem manni langaði mest í.
-
- has spoken...
- Póstar: 156
- Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
- Reputation: 43
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Gengið hefur versnað upp á síðkastið, það í rauninni hefur haldið muninum í skefjum - og væntanlega ein af ástæðum fyrir að innlendir endursöluaðilar geta ekki lækkað strax. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegur munur í gangi núna, í prósentum. En ég held að við frekari lækkanir erlendis verði erfitt fyrir innlenda aðila að halda í lækkunina.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Ef þú ert að panta erlendis og senda heim:
3060 og 3060Ti kortin hérna heima á mjög góðum verðum.
Sparar kannski 10-15% að versla erlendis - Eðlilegt...
3070Ti á mjög góðu verði, sparar kannski 10%
3080 10GB er hægt að spara 20-25% sem er allt í lagi að skoða en auðvitað ábyrgðarlaus kort hérna heima sem er alltaf fórnarkostnaður.
AMD línan eru á mjög góðu verði erlendis, en nvidia kortin eru einfaldlega með betra resell value og eru miklu vinsælli ( og oftast öflugari.. En ekki alltaf)
3060 og 3060Ti kortin hérna heima á mjög góðum verðum.
Sparar kannski 10-15% að versla erlendis - Eðlilegt...
3070Ti á mjög góðu verði, sparar kannski 10%
3080 10GB er hægt að spara 20-25% sem er allt í lagi að skoða en auðvitað ábyrgðarlaus kort hérna heima sem er alltaf fórnarkostnaður.
AMD línan eru á mjög góðu verði erlendis, en nvidia kortin eru einfaldlega með betra resell value og eru miklu vinsælli ( og oftast öflugari.. En ekki alltaf)
Síðast breytt af gunni91 á Sun 24. Júl 2022 13:27, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
gunni91 skrifaði:3080 10GB er hægt að spara 20-25% sem er allt í lagi að skoða en auðvitað ábyrgðarlaus kort hérna heima sem er alltaf fórnarkostnaður.
Ef eitthvað bilar í skjákortinu þínu að það þarf að fara í viðgerð þá er ekki þar með sagt að viðgerðarfólk á Íslandi verði fljótara en ef maður sendir kortið út,
af reynslu þá tekur viðgerðarlið sér góðar 2 vikur í það minnsta í að gera við tölvubúnað út af biðlista, sama hvert vandamálið er.
Svo er í sumum tilvikum endurgreiddur sendingarkostnaður út af viðgerð úti þar sem kortin eru í ábyrgð, þyrfti að athuga það.
Síðast breytt af Trihard á Sun 24. Júl 2022 14:17, breytt samtals 1 sinni.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Hvað finnst þér eðlielgt að verslun hérna á íslandi, með lager og búð eigi að geta boðið þér vöru á ef að hún kostar t.d. 200 þús fyrir þig komin heim með öllum gjöldum af netverslun erlendis frá.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Trihard skrifaði:gunni91 skrifaði:3080 10GB er hægt að spara 20-25% sem er allt í lagi að skoða en auðvitað ábyrgðarlaus kort hérna heima sem er alltaf fórnarkostnaður.
Ef eitthvað bilar í skjákortinu þínu að það þarf að fara í viðgerð þá er ekki þar með sagt að viðgerðarfólk á Íslandi verði fljótara en ef maður sendir kortið út,
af reynslu þá tekur viðgerðarlið sér góðar 2 vikur í það minnsta í að gera við tölvubúnað út af biðlista, sama hvert vandamálið er.
Svo er í sumum tilvikum endurgreiddur sendingarkostnaður út af viðgerð úti þar sem kortin eru í ábyrgð, þyrfti að athuga það.
Rétt, en...
RMA kostnaður er alltaf á kaupanda, ekki seljanda.
Það er undantekning að fyrirtæki erlendis endurgreiði handling fees útaf warranty claims fyrir "foreign customers" . Það segir sig alveg sjálft að framlegð vörurnar er strax öll farin í eina viðgerð.
Það er ekkert óeðlilegt að borga 10-20 þús í shipping með DHL fyrir okkur almúgann sem fær ömurlega díla í shipping milli landa. Þá á eftir að greiða shipping aftur til Íslands.
Burt séð frá biðtíma, þá borgaru ekkert fyrir ábyrgðarviðgerð ef þú kaupir skjákortið útúr búð hérna heima.
Vanalega eru skjákortin bara í lagi en ég hef alveg séð nokkur kort biluð "out of the box".
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 303
- Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
- Reputation: 57
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
gunni91 skrifaði:Trihard skrifaði:gunni91 skrifaði:3080 10GB er hægt að spara 20-25% sem er allt í lagi að skoða en auðvitað ábyrgðarlaus kort hérna heima sem er alltaf fórnarkostnaður.
Ef eitthvað bilar í skjákortinu þínu að það þarf að fara í viðgerð þá er ekki þar með sagt að viðgerðarfólk á Íslandi verði fljótara en ef maður sendir kortið út,
af reynslu þá tekur viðgerðarlið sér góðar 2 vikur í það minnsta í að gera við tölvubúnað út af biðlista, sama hvert vandamálið er.
Svo er í sumum tilvikum endurgreiddur sendingarkostnaður út af viðgerð úti þar sem kortin eru í ábyrgð, þyrfti að athuga það.
Rétt, en...
RMA kostnaður er alltaf á kaupanda, ekki seljanda.
Það er undantekning að fyrirtæki erlendis endurgreiði handling fees útaf warranty claims fyrir "foreign customers" . Það segir sig alveg sjálft að framlegð vörurnar er strax öll farin í eina viðgerð.
Það er ekkert óeðlilegt að borga 10-20 þús í shipping með DHL fyrir okkur almúgann sem fær ömurlega díla í shipping milli landa. Þá á eftir að greiða shipping aftur til Íslands.
Burt séð frá biðtíma, þá borgaru ekkert fyrir ábyrgðarviðgerð ef þú kaupir skjákortið útúr búð hérna heima.
Vanalega eru skjákortin bara í lagi en ég hef alveg séð nokkur kort biluð "out of the box".
Mikið er ég glaður að hafa nælt mér í Rog 3080 frá Asus ekki LHR þegar það kom út á 160þ með sendingu og toll, hefði þurft að skaffa út 230k hérna heima fyrir það og ábyggilega aldrei enda með að fá það í hendurnar fyrr en þeir byrjuðu að henda út LHR kortum ári seinna.
Skellti vatnskælingu á kvikindið og aldrei lent í neinu vesi með það. 70þ kr. munur og þó að það bili og þeir rukki mann 40k fram og til baka í sendikostnað þá endar það samt í því að vera ódýrara
Innlendar tölvuverslanir mokgræða hægri-vinstri á allri álagningu sem þeir eru með, lítil ástæða til að gráta þá mikið.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Ég held það sé soldið mikið af fiskum hérna á vaktinni.
Synda oftast á móti straumnum
Synda oftast á móti straumnum
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Útaf einhver keypti skjákort sem hefur ekki bilað hingað til....
Þetta er gamble. Ef varan skemmist við flutning eða rma aðilinn sér eina rispaða skrúfu á skjákortinu og hafnar rma. Auk þess eru t.d. MSI að reyna komast upp með 6 mánaða warranty á international claims.
Þetta er gamble. Ef varan skemmist við flutning eða rma aðilinn sér eina rispaða skrúfu á skjákortinu og hafnar rma. Auk þess eru t.d. MSI að reyna komast upp með 6 mánaða warranty á international claims.
Síðast breytt af jonsig á Sun 24. Júl 2022 20:13, breytt samtals 1 sinni.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Trihard skrifaði:Mikið er ég glaður að hafa nælt mér í Rog 3080 frá Asus ekki LHR þegar það kom út á 160þ með sendingu og toll, hefði þurft að skaffa út 230k hérna heima fyrir það og ábyggilega aldrei enda með að fá það í hendurnar fyrr en þeir byrjuðu að henda út LHR kortum ári seinna.
Skellti vatnskælingu á kvikindið og aldrei lent í neinu vesi með það. 70þ kr. munur og þó að það bili og þeir rukki mann 40k fram og til baka í sendikostnað þá endar það samt í því að vera ódýrara
Þeir sem náðu að panta RTX 3080 við launch voru heppnir og já, fengu kortin á betri verðum heldur en nokkur annar. Kemur innlendri verslun lítið við, verðin voru í rugli á heimsvísu, og ef eitthvað er, þá voru íslenskar verslanir að selja kortin ódýrara en þeir þurftu, ódýrara heldur en það sem maður sá víðast hvar erlendis.
Trihard skrifaði:Innlendar tölvuverslanir mokgræða hægri-vinstri á allri álagningu sem þeir eru með, lítil ástæða til að gráta þá mikið.
10-30% álagning er lægra heldur en þekkist í flestum öðrum smávöru verslunum, mér dettur engin annar bransi í hug sem er með samkeppnishæfara verðlag. Enda hefur fækkað mikið búðunum sem selja tölvur og íhluti, og það er ekki vegna þess að búðunum gekk svo vel að eigendur gátu bara lokað og lifað hamingjusamir út ævina. Flest hefur farið í þrot.
Læt hér fylgja mynd úr öðrum skemmtilegum þræði viewtopic.php?f=46&t=63609&hilit=vaktin+2003
Til stuðnings lágrar álagningu sést það kannski best í því hvað tilboðin eru oft "ómerkileg" t.d. í kringum black friday / cyber monday. Þegar allir aðrir eru að bjóða 30-80% afslátt af helling af drasli, þá sérðu nær engan svoleiðis afslátt á íhlutum, ekki útaf einhverri nísku, heldur bara því það er ekki sveigjanleiki til að veita meiri afslátt. Eina sem fer yfirleitt á einhvern alvöru afslátt eru aukavörurnar sem eru með góðri álagningu, s.s. minnislyklar, snúrur og þess háttar dót.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Er fólk að gera ráð fyrir Virðisaukaskatti í útreikningum sínum?
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
-
- Fiktari
- Póstar: 74
- Skráði sig: Lau 01. Maí 2021 08:58
- Reputation: 4
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
wICE_man skrifaði:Er fólk að gera ráð fyrir Virðisaukaskatti í útreikningum sínum?
Ég held að sumir séu að misreikna eitthvað, Ódýrasta kortið sem ég fann nýtt (3070) var á 599$ með flutning og öllu meðfylgjandi þá var þetta að kosta um 115þús hingað komið og ekki nema 1 ár í ábyrgð, kannski menn séu að finna ofnotuð mining kort og telja það sem nýtt ¯\_(ツ)_/¯
Gamemax Spark White - ASRock B550M Steel Legend µATX AM4 - Ryzen7 5800X3D AM4 - GeForce RTX™ 2080 Super - G.Skill 32GB (2x16GB) TridentZ Neo 3600MHz DDR4 - Gamemax GX-850 Pro WT 850W - Deepcool AK620 White - 1TB Samsung 980 Pro m.2 Nvme - 2x4TB Toshiba N300
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Þeir sem ítrekað kvarta yfir verðmun hér og í BNA ættu kannski bara að flytja þangað svo þeir geti keypt vörurnar þar á því verði. BNA er risastór markaður og annað markaðssvæði en Evrópa og verð frá framleiðendum oft lægra og niðurgreitt með markaðsstuðning frá framleiðanda. Verðlækkanir skila sér hraðar þar. Litla Ísland verslar oftast við birgja í Evrópu og sitja með lager sem þeir þurfa að klára áður þeir geta pantað nýjar vörur á lækkuðu verði. Eru kannski einhverjir sem get fengið bakvirka lækkun á lager sem þeir sitja með.
Klemmi kom með góðan punkt varðandi álagningu og ég veit líka fyrir víst að hann hefur rétt fyrir sér. Álagning á raftæki er ekki eins há og sumir hér á vaktinni halda. Sem dæmi eru farsímar t.d. oftast ekki með nema 5-10% álagningu. Það er ekki mikil álagning miðað við að reka verslun á Íslandi er rándýrt. Húsnæðisverð og leiga er ekkert grín og öll gjöld og launakostnaður er himinhár.
Mín skoðun er að við höfum það nokkuð gott miðað við allt og allt.
Klemmi kom með góðan punkt varðandi álagningu og ég veit líka fyrir víst að hann hefur rétt fyrir sér. Álagning á raftæki er ekki eins há og sumir hér á vaktinni halda. Sem dæmi eru farsímar t.d. oftast ekki með nema 5-10% álagningu. Það er ekki mikil álagning miðað við að reka verslun á Íslandi er rándýrt. Húsnæðisverð og leiga er ekkert grín og öll gjöld og launakostnaður er himinhár.
Mín skoðun er að við höfum það nokkuð gott miðað við allt og allt.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
Til stuðnings lágrar álagningu sést það kannski best í því hvað tilboðin eru oft "ómerkileg" t.d. í kringum black friday / cyber monday. Þegar allir aðrir eru að bjóða 30-80% afslátt af helling af drasli, þá sérðu nær engan svoleiðis afslátt á íhlutum, ekki útaf einhverri nísku, heldur bara því það er ekki sveigjanleiki til að veita meiri afslátt. Eina sem fer yfirleitt á einhvern alvöru afslátt eru aukavörurnar sem eru með góðri álagningu, s.s. minnislyklar, snúrur og þess háttar dót.
Hvar sérðu svona afslætti á Íslandi?
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
JReykdal skrifaði:Til stuðnings lágrar álagningu sést það kannski best í því hvað tilboðin eru oft "ómerkileg" t.d. í kringum black friday / cyber monday. Þegar allir aðrir eru að bjóða 30-80% afslátt af helling af drasli, þá sérðu nær engan svoleiðis afslátt á íhlutum, ekki útaf einhverri nísku, heldur bara því það er ekki sveigjanleiki til að veita meiri afslátt. Eina sem fer yfirleitt á einhvern alvöru afslátt eru aukavörurnar sem eru með góðri álagningu, s.s. minnislyklar, snúrur og þess háttar dót.
Hvar sérðu svona afslætti á Íslandi?
Ég var að versla skó á barnið mitt í Timberland um daginn á 50% afslætti.
Have spacesuit. Will travel.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
JReykdal skrifaði:Til stuðnings lágrar álagningu sést það kannski best í því hvað tilboðin eru oft "ómerkileg" t.d. í kringum black friday / cyber monday. Þegar allir aðrir eru að bjóða 30-80% afslátt af helling af drasli, þá sérðu nær engan svoleiðis afslátt á íhlutum, ekki útaf einhverri nísku, heldur bara því það er ekki sveigjanleiki til að veita meiri afslátt. Eina sem fer yfirleitt á einhvern alvöru afslátt eru aukavörurnar sem eru með góðri álagningu, s.s. minnislyklar, snúrur og þess háttar dót.
Hvar sérðu svona afslætti á Íslandi?
Núna t.d. í Rúmfó, IKEA, Rafha, Byggt og Búið.
Var að kaupa föt í Zara í gær á svona afslætti, útsölur út um allt þessa dagana, enda búist við því að verðbólgan fari yfir 10% þegar útsölurnar hætta
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-Gam ... 171&sr=8-3
Þetta 3090 ti kort er á 265k komið heim að dyrum frá Amazon.
Kostar 400-470 k heima á klakanum.
Það að tapa 135 þúsund krónum því þú ákveður að kaupa frá Íslenskri verslun er nú ekki mjög spennandi verð ég að segja, enda stunda ég ekki þá iðju og hvet aðra til að gera það ekki heldur.
Reikna dæmið fyrir hverja vöru sem ykkur langar í samt, td færðu örgjörva hérna heima yfirleitt á lægra verði en að flytja þá inn sjálfur.
Þetta 3090 ti kort er á 265k komið heim að dyrum frá Amazon.
Kostar 400-470 k heima á klakanum.
Það að tapa 135 þúsund krónum því þú ákveður að kaupa frá Íslenskri verslun er nú ekki mjög spennandi verð ég að segja, enda stunda ég ekki þá iðju og hvet aðra til að gera það ekki heldur.
Reikna dæmið fyrir hverja vöru sem ykkur langar í samt, td færðu örgjörva hérna heima yfirleitt á lægra verði en að flytja þá inn sjálfur.
Síðast breytt af absalom86 á Mið 27. Júl 2022 21:33, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
absalom86 skrifaði:https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-Gaming-24G-P5-4983-KR-Backplate/dp/B09XBJM7F6/ref=sr_1_3?crid=25LXLB6116OHO&keywords=3090+ti&qid=1658957315&sprefix=3090+ti%2Caps%2C171&sr=8-3
Þetta 3090 ti kort er á 265k komið heim að dyrum frá Amazon.
Kostar 400-470 k heima á klakanum.
Það að tapa 135 þúsund krónum því þú ákveður að kaupa frá Íslenskri verslun er nú ekki mjög spennandi verð ég að segja, enda stunda ég ekki þá iðju og hvet aðra til að gera það ekki heldur.
Reikna dæmið fyrir hverja vöru sem ykkur langar í samt, td færðu örgjörva hérna heima yfirleitt á lægra verði en að flytja þá inn sjálfur.
Reyndar 350.000 kr en samt sem áður mikill munur.
https://kisildalur.is/category/12/products/2614
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
x
Síðast breytt af absalom86 á Fim 28. Júl 2022 12:15, breytt samtals 1 sinni.
Re: Verðhrun erlendis á skjákortum, en ekki hérlendis
absalom86 skrifaði:https://www.amazon.com/EVGA-GeForce-Gaming-24G-P5-4983-KR-Backplate/dp/B09XBJM7F6/ref=sr_1_3?crid=25LXLB6116OHO&keywords=3090+ti&qid=1658957315&sprefix=3090+ti%2Caps%2C171&sr=8-3
Þetta 3090 ti kort er á 265k komið heim að dyrum frá Amazon.
Kostar 400-470 k heima á klakanum.
Það að tapa 135 þúsund krónum því þú ákveður að kaupa frá Íslenskri verslun er nú ekki mjög spennandi verð ég að segja, enda stunda ég ekki þá iðju og hvet aðra til að gera það ekki heldur.
Reikna dæmið fyrir hverja vöru sem ykkur langar í samt, td færðu örgjörva hérna heima yfirleitt á lægra verði en að flytja þá inn sjálfur.
Virðist lækka hratt þessa daganna.
https://www.computer.is/is/product/skja ... tuf-gaming