Climbatiz skrifaði:appel skrifaði:Rússar þurfa að semja. Úkraína hefur yfirhöndina tel ég, allavega til lengri tíma séð, þeir halda áfram að fá vopn frá vesturlöndum, liðsauka, og Rússland er að kremjast undir efnahagsþvingunum, og eru að missa rjómann af hersveitum sínum á hverjum degi.
Þetta stríð endar ekki þó Pútín lýsir yfir einhliða sigri eftir örfáar vikur.
Úkraína er nú þegar í stríði við Rússland. Þannig að, það gæti vel farið svo að úkraínskar hersveitir fari inn í Krím-skagann.
Við höfum ekki enn séð "sabotage" hersveitir úkraínumanna innan landamæra Rússlands, en það gæti verið í kortunum. Það þarf ekki marga hermenn til að skemma mikilvægan infrastrúktúr í Rússlandi. Rafmagn, vatn, o.s.frv.
according to the Pentagon, Russia has lost 10% of it's initial force in this campaign...
https://www.defense.gov/News/Transcript ... -briefing/
10% er heljarinnar mikið. 20 "battalions" tortímt. Margar framvarðasveitir eru búnar að tapa 50% mannskaps og búnaðar.
Þegar herir tapa 20-30% þá verða þeir í raun óstarfhæfir. Það gæti gerst eftir 2-3 vikur að rússneski herinn verði einfaldlega óstarfhæfur innan landamæra Úkraínu, strandaður. Ég sé fram á fjölda-uppgjafir einsog sást í seinni heimstyrjöldinni.
Allir þessir skriðdrekar þurfa eldsneyti, það þarf skotfæri, vopn og hvaðeina. Þetta er ekki að ganga vel hjá rússum. Úkraínumenn sitja um þá í 360° og eru að tortíma þessu öllu.
Og mun flottari herbúnaður er að koma núna í gagnið hjá úkraínumönnum, frá vesturlöndum. Drónar og læti.