Lögregluríkið Ísland

Allt utan efnis

Höfundur
BudIcer
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fim 25. Sep 2008 13:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Lögregluríkið Ísland

Pósturaf BudIcer » Mið 09. Mar 2022 22:33

Það virðist allavega vera draumur dómsmálaráðherra samkvæmt þessari frétt.

Ráðherra kynnir tillögur um heimild lögreglu til fylgjast með fólki með eftirlitsmyndavélum, veita því eftirför, taka af því myndir og kvikmyndir og afla um það persónupplýsinga, án þess að það sé grunað um afbrot.


Ef þessi geðveiki fer í gegn þá markar það skýra stefnu í ranga átt, þetta verður okkar patriot act.


Cpu Ryzen 3900 - Gpu Gigabyte RTX 2080 - MB Gigabyte X570 Aorus Ultra - Ram Kingston HyperX Predator RGB 32GB (4x8GB) DDR4 3600MHz - Psu Corsair AX1000 Titanium - Kæling Noctua NH-U12A

Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 230
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf Dropi » Fim 10. Mar 2022 08:58

Hafa þeir mannafla í þetta? Eða er verið að tala um machine learning myndavélar mögulega.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf izelord » Fim 10. Mar 2022 10:30

Ég myndi nú seint kalla þetta geðveiki. Í mínum huga er þetta eðlilegasti hlutur sem hluti af rannsókn mála. Setjum hér smá dæmi:

Lögreglan er að rannsaka X út frá rökstuddum grun um peningaþvætti sem hluta af skipulagðri glæpastarfsemi. Það er ekki vitað hvert peningarnir fara. Þessi X er alltaf á ferðinni og er að hitta fjölbreyttan hóp fólks. Þetta fólk er ekki sjálfkrafa grunað um afbrot en ég myndi segja eðlilegt að lögreglan geti reynt að komast að því hverjir viðkomandi eru svo hægt sé að kortleggja glæpastarfsemina og reyna að komast að því hvað er að verða um peninginn.

Annað dæmi:
Hingað til lands kemur aðili. Tveimur vikum fyrir komu hans fékk lögreglan upplýsingar um að hann væri undir öflugu eftirliti leyniþjónustu í viðkomandi landi vegna öfga-hægri tengsla við Rússland og að honum sé í nöp við alla óvinveitta rússum. Hann eigi einnig langa fangelsisdóma á bakinu og hafi hlotið herþjálfun. Við tollskoðun og viðræðum kemur í ljós að hann er peningalaus, er með eina nótt bókaða og engan flugmiða heim.
Viljum við ekki geta fylgst með þessum einstakling?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7657
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1204
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf rapport » Fim 10. Mar 2022 10:53

Mér finnst þetta eðlilegt EN finnst að það ætti að vera skilyrði að ef einhver er rannsakaður s.s. farið að reyna nota almenn gögn til að útbúa upplýsingar um einhvern einstakling... Þegar rannsókn líkur, þá verði að láta viðkomandi vita.

Fólk verður að fá vita hvað stjórnvöld eru að gera.



Skjámynd

izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf izelord » Fim 10. Mar 2022 11:10

rapport skrifaði:Mér finnst þetta eðlilegt EN finnst að það ætti að vera skilyrði að ef einhver er rannsakaður s.s. farið að reyna nota almenn gögn til að útbúa upplýsingar um einhvern einstakling... Þegar rannsókn líkur, þá verði að láta viðkomandi vita.

Fólk verður að fá vita hvað stjórnvöld eru að gera.


Vessgú

Eftirlit með aðgerðum og nánari útfærsla þeirra
Sé eftirliti skv. 2. mgr. 15. gr. a. hætt án þess að grunur sé um afbrot skal lögregla tilkynna
nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er. Með sama hætti skal
lögregla tilkynna nefndinni um framlagða beiðni um haldlagningu skv. 4. mgr. 15. gr. a.
Tilkynningu skulu fylgja upplýsingar og rökstuðningur fyrir viðkomandi aðgerð.
Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka aðgerð til skoðunar á grundvelli c. liðar 1.
mgr. 35. gr. a. Fer þá um meðferð málsins skv. ákvæðum VII. kafla laga þessara eftir því sem
við á. Sé afstaða nefndarinnar að aðgerðir lögreglu hafi ekki uppfyllt skilyrði laga þessara eða
að eftirlit með einstaklingi hafi verið viðhaft að ósekju getur nefndin beint því til lögreglustjóra
að tilkynna viðkomandi um að hann hafi sætt eftirliti. Er lögreglustjóra skylt að verða við
slíkum tilmælum. Vakni grunur um refsiverða háttsemi skal nefndin án tafar senda málið
héraðssaksóknara eða eftir atvikum ríkissaksóknara til meðferðar.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2606
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 493
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf Moldvarpan » Fim 10. Mar 2022 11:11

Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei samþykkja þetta.

Mér finnst þetta skrefi of mikið.

Frekar bæta fjármagni í lögregluna, hún er fjár svelt.
Hætta að eltast við hasshausa, lögleiða þetta og nýta tekjurnar til heilbrigðis og löggæslu mála.

Win win eins og sagt er.




codemasterbleep
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:05
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf codemasterbleep » Fim 10. Mar 2022 11:22

Leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi.



Skjámynd

daaadi
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Lau 12. Okt 2019 16:57
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf daaadi » Fim 10. Mar 2022 11:29

Held að aðal vandamálið með þetta frumvarp sé hversu hrikalega loðið það er, ég er engin lögfræðingur og ekki búin að lesa þetta í þaula þannig kannski er ég bara ekki að lesa þetta rétt.
izelord skrifaði:Eftirlit með aðgerðum og nánari útfærsla þeirra
Sé eftirliti skv. 2. mgr. 15. gr. a. hætt án þess að grunur sé um afbrot skal lögregla tilkynna
nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er. Með sama hætti skal
lögregla tilkynna nefndinni um framlagða beiðni um haldlagningu skv. 4. mgr. 15. gr. a.
Tilkynningu skulu fylgja upplýsingar og rökstuðningur fyrir viðkomandi aðgerð.
Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka aðgerð til skoðunar á grundvelli c. liðar 1.
mgr. 35. gr. a. Fer þá um meðferð málsins skv. ákvæðum VII. kafla laga þessara eftir því sem
við á. Sé afstaða nefndarinnar að aðgerðir lögreglu hafi ekki uppfyllt skilyrði laga þessara eða
að eftirlit með einstaklingi hafi verið viðhaft að ósekju getur nefndin beint því til lögreglustjóra
að tilkynna viðkomandi um að hann hafi sætt eftirliti. Er lögreglustjóra skylt að verða við
slíkum tilmælum. Vakni grunur um refsiverða háttsemi skal nefndin án tafar senda málið
héraðssaksóknara eða eftir atvikum ríkissaksóknara til meðferðar.

Ég meina ef þeir fylgjast með þér marga mánuði af því þú leyst grunsamlega út, eða fórst á Reddit eða hvað sem er (er eitthvað sem segir hvenær þarf að hætta eftirliti, eða hvað þarf að gera til að teljist grunsamlegur) og sjá þig á myndavél á almannafæri eftir að drekka bjór og hætta þá eftirliti geta þeir þá ekki bara sagt að það hafi verið grunur um "afbrot", eða þú keyrðir á 95 á Reykjanesbrautinni.
En segjum að það sé ekki þannig og nefndin fái málið á sitt borð, hún þarf ekki að gera neitt, hún getur beint þessu á lögreglustjóra en þarf þess ekki.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf urban » Fim 10. Mar 2022 11:39

izelord skrifaði:Ég myndi nú seint kalla þetta geðveiki. Í mínum huga er þetta eðlilegasti hlutur sem hluti af rannsókn mála. Setjum hér smá dæmi:

Lögreglan er að rannsaka X út frá rökstuddum grun um peningaþvætti sem hluta af skipulagðri glæpastarfsemi. Það er ekki vitað hvert peningarnir fara. Þessi X er alltaf á ferðinni og er að hitta fjölbreyttan hóp fólks. Þetta fólk er ekki sjálfkrafa grunað um afbrot en ég myndi segja eðlilegt að lögreglan geti reynt að komast að því hverjir viðkomandi eru svo hægt sé að kortleggja glæpastarfsemina og reyna að komast að því hvað er að verða um peninginn.

Annað dæmi:
Hingað til lands kemur aðili. Tveimur vikum fyrir komu hans fékk lögreglan upplýsingar um að hann væri undir öflugu eftirliti leyniþjónustu í viðkomandi landi vegna öfga-hægri tengsla við Rússland og að honum sé í nöp við alla óvinveitta rússum. Hann eigi einnig langa fangelsisdóma á bakinu og hafi hlotið herþjálfun. Við tollskoðun og viðræðum kemur í ljós að hann er peningalaus, er með eina nótt bókaða og engan flugmiða heim.
Viljum við ekki geta fylgst með þessum einstakling?


En hvernig eru þetta dæmi um menn sem að eru ekki grunaðir um afbrot ?

Nú ætla ég að gera ráð fyrir því að þú sért ekki grunaður um neitt afbrot.

Finnst þér eðlilegast í heimi að lögreglan geti njósnað um þig, elt þig, tekið af þér myndir og aflað um þig persónuupplýsinga án þess að þú sért grunaður um að gera eitt né neitt.

Það að koma með dæmi um gæja sem að er grunaður um peningaþvætti eða tengls við hættulega hópa erlendis einsog Rottweilerhundarnir sungu um er fáránlegt að nota sem afsökun á því að njósna um jón jónsson sem að er ekki grunaður um neitt.

Þarna er bara bókstaflega erið að setja fram tillögur um að geta njósnað um hvern sem er, hvenær sem er án nokkurra tenglsa við neitt grunsamlegt, það er bara allt annað og miklu meira en að fylgjast með þessum tveim aðilum í þessum dæmum sem að þú komst með.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf einarhr » Fim 10. Mar 2022 19:32

urban skrifaði:
izelord skrifaði:Ég myndi nú seint kalla þetta geðveiki. Í mínum huga er þetta eðlilegasti hlutur sem hluti af rannsókn mála. Setjum hér smá dæmi:

Lögreglan er að rannsaka X út frá rökstuddum grun um peningaþvætti sem hluta af skipulagðri glæpastarfsemi. Það er ekki vitað hvert peningarnir fara. Þessi X er alltaf á ferðinni og er að hitta fjölbreyttan hóp fólks. Þetta fólk er ekki sjálfkrafa grunað um afbrot en ég myndi segja eðlilegt að lögreglan geti reynt að komast að því hverjir viðkomandi eru svo hægt sé að kortleggja glæpastarfsemina og reyna að komast að því hvað er að verða um peninginn.

Annað dæmi:
Hingað til lands kemur aðili. Tveimur vikum fyrir komu hans fékk lögreglan upplýsingar um að hann væri undir öflugu eftirliti leyniþjónustu í viðkomandi landi vegna öfga-hægri tengsla við Rússland og að honum sé í nöp við alla óvinveitta rússum. Hann eigi einnig langa fangelsisdóma á bakinu og hafi hlotið herþjálfun. Við tollskoðun og viðræðum kemur í ljós að hann er peningalaus, er með eina nótt bókaða og engan flugmiða heim.
Viljum við ekki geta fylgst með þessum einstakling?


En hvernig eru þetta dæmi um menn sem að eru ekki grunaðir um afbrot ?

Nú ætla ég að gera ráð fyrir því að þú sért ekki grunaður um neitt afbrot.

Finnst þér eðlilegast í heimi að lögreglan geti njósnað um þig, elt þig, tekið af þér myndir og aflað um þig persónuupplýsinga án þess að þú sért grunaður um að gera eitt né neitt.

Það að koma með dæmi um gæja sem að er grunaður um peningaþvætti eða tengls við hættulega hópa erlendis einsog Rottweilerhundarnir sungu um er fáránlegt að nota sem afsökun á því að njósna um jón jónsson sem að er ekki grunaður um neitt.

Þarna er bara bókstaflega erið að setja fram tillögur um að geta njósnað um hvern sem er, hvenær sem er án nokkurra tenglsa við neitt grunsamlegt, það er bara allt annað og miklu meira en að fylgjast með þessum tveim aðilum í þessum dæmum sem að þú komst með.


"„Lög­regla verður því að búa yfir til­greinan­legum upp­lýsingum sem veita henni vís­bendingu um slíkt,“ segir í at­huga­semdunum og þess getið að slíkar upp­lýsingar geti lög­regla fengið ýmist við al­menn störf lög­reglu eða vegna á­bendinga til dæmis frá al­mennum borgurum, upp­ljóstrara eða er­lendum lög­gæslu­yfir­völdum."

Þetta bíður uppá að ef einhver er í nöp við náungan þá er bara best að láta lögreglu vita og hún mun njósna um viðkomandi :pjuke


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Lögregluríkið Ísland

Pósturaf darkppl » Fim 10. Mar 2022 20:10

Lögreglan að rannsaka og gera hluti rétt OMEGALUL það er aldrei að fara gerast.

Þetta réttarkerfi er svo brotið á margan hátt og alltof margir skíthælar í lögreglunni til að maður treysti þessu fyrir fimmaur.

Ef lögreglan væri ekki svona shady hvað þá með öll málin sem hafa komið undafarið og öll misferli í nauðgunarmálum og almennum rannsóknum og fleira þá væri þetta kanski í lagi en því miður er það ekki


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|