rapport skrifaði:Mér finnst þetta eðlilegt EN finnst að það ætti að vera skilyrði að ef einhver er rannsakaður s.s. farið að reyna nota almenn gögn til að útbúa upplýsingar um einhvern einstakling... Þegar rannsókn líkur, þá verði að láta viðkomandi vita.
Fólk verður að fá vita hvað stjórnvöld eru að gera.
Vessgú
Eftirlit með aðgerðum og nánari útfærsla þeirra
Sé eftirliti skv. 2. mgr. 15. gr. a. hætt án þess að grunur sé um afbrot skal lögregla tilkynna
nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er. Með sama hætti skal
lögregla tilkynna nefndinni um framlagða beiðni um haldlagningu skv. 4. mgr. 15. gr. a.
Tilkynningu skulu fylgja upplýsingar og rökstuðningur fyrir viðkomandi aðgerð.
Telji nefndin tilefni til er henni heimilt að taka aðgerð til skoðunar á grundvelli c. liðar 1.
mgr. 35. gr. a. Fer þá um meðferð málsins skv. ákvæðum VII. kafla laga þessara eftir því sem
við á. Sé afstaða nefndarinnar að aðgerðir lögreglu hafi ekki uppfyllt skilyrði laga þessara eða
að eftirlit með einstaklingi hafi verið viðhaft að ósekju getur nefndin beint því til lögreglustjóra
að tilkynna viðkomandi um að hann hafi sætt eftirliti. Er lögreglustjóra skylt að verða við
slíkum tilmælum. Vakni grunur um refsiverða háttsemi skal nefndin án tafar senda málið
héraðssaksóknara eða eftir atvikum ríkissaksóknara til meðferðar.