Rússland farið að trufla í Noregi

Allt utan efnis
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5597
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Tengdur

Re: Rússland farið að trufla í Noregi

Pósturaf appel » Sun 23. Jan 2022 05:58

Alfa skrifaði:Prufum að líta á þetta frá Rússum. Þeir eru stanslaust beitir furðulegum viðskiptaþvingunum, en samt kaupa sömu löndin gas og olíu af þeim af því þeir eiga ekki möguleika á öðru. Einnig eru öll vestur landamæri rússa full af Nato löndum sem beina vopnum sínum að þeim. Það er engin saklaus í þessari deilu en svo sannarlega eru rússar ekki eini vondi kallinn í þessu.


Þetta er bara paranoja í rússum.

Í raun er nató það sem hefur haldið friðinn í evrópu. Rússar vilja auðvitað tortíma þessu nató, og þar með friðinum.
Rússar vilja ráðskast með öll nágrannalöndin sín, hafa bara svona leppríki í kringum sig sem fá engu að ráða sjálf. Einsog sóvétríkin voru.
En sóvétríkin liðuðust í sundur því fólkið í þessum löndum vildi þetta ekki lengur, allt þetta volæði sem fylgdi kommúnismanum.

Þessi lönd í kringum rússland eru fullkomlega sjálfstæð og geta tilheyrt hvaða bandalögum sem þau vilja. Það er ekki réttur rússlands að geta stjórnað því. Rússar geta stjórna sínum eigin málum innan sinna eigin landamæra.

Það að land tilheyri nató tryggir að það land fari ekki í hernað gagnvart öðrum löndum. Um leið og nató brotnar upp fara öll þessi lönd að taka eigin sjálfstæðar ákvarðanir varðandi varnarmál, og þú átt eftir að sjá styrjaldabrölt. Rússar ættu bara að þakka fyrir tilvist nató.


*-*


playman
Vaktari
Póstar: 2001
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rússland farið að trufla í Noregi

Pósturaf playman » Sun 23. Jan 2022 21:08

Var að heyra það í gær að Bandaríska 101st airborne division hefði verið sett saman í gær, ekki var talað um hvert förinni væri heitið en
öllum hermönnunum var sagt að redda konunum þeirra POA's (Power Of Attorney).
Var að tala við tengdamóður hermansins og hún sagði við mig að það fyrsta sem poppaði upp í hausnum á henni var Úkraína.
Spurning hvort að það sé farið að hitna vel í kolunum þarna.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Rússland farið að trufla í Noregi

Pósturaf nidur » Mán 24. Jan 2022 13:23

Rússland er að spila sama leik og bandaríkin, færa til herafla til að senda skilaboð.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rússland farið að trufla í Noregi

Pósturaf jonfr1900 » Mán 24. Jan 2022 16:55

Ástandið er farið að versna.

United States meeting - 24-01-2022 - twitter.png
United States meeting - 24-01-2022 - twitter.png (47.66 KiB) Skoðað 703 sinnum