Alfa skrifaði:Prufum að líta á þetta frá Rússum. Þeir eru stanslaust beitir furðulegum viðskiptaþvingunum, en samt kaupa sömu löndin gas og olíu af þeim af því þeir eiga ekki möguleika á öðru. Einnig eru öll vestur landamæri rússa full af Nato löndum sem beina vopnum sínum að þeim. Það er engin saklaus í þessari deilu en svo sannarlega eru rússar ekki eini vondi kallinn í þessu.
Þetta er bara paranoja í rússum.
Í raun er nató það sem hefur haldið friðinn í evrópu. Rússar vilja auðvitað tortíma þessu nató, og þar með friðinum.
Rússar vilja ráðskast með öll nágrannalöndin sín, hafa bara svona leppríki í kringum sig sem fá engu að ráða sjálf. Einsog sóvétríkin voru.
En sóvétríkin liðuðust í sundur því fólkið í þessum löndum vildi þetta ekki lengur, allt þetta volæði sem fylgdi kommúnismanum.
Þessi lönd í kringum rússland eru fullkomlega sjálfstæð og geta tilheyrt hvaða bandalögum sem þau vilja. Það er ekki réttur rússlands að geta stjórnað því. Rússar geta stjórna sínum eigin málum innan sinna eigin landamæra.
Það að land tilheyri nató tryggir að það land fari ekki í hernað gagnvart öðrum löndum. Um leið og nató brotnar upp fara öll þessi lönd að taka eigin sjálfstæðar ákvarðanir varðandi varnarmál, og þú átt eftir að sjá styrjaldabrölt. Rússar ættu bara að þakka fyrir tilvist nató.