Gólfhiti - Reynslusögur, með eða á móti?

Allt utan efnis

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Gólfhiti - Reynslusögur, með eða á móti?

Pósturaf Klemmi » Mið 05. Jan 2022 09:20

urban skrifaði:Ég myndi reikna þetta út vel og lengi áður en þú ferð að spá í því hvort að þú hagnist eitthvað á þessu, þrátt fyrir að þú náir 50% sparnaði þá væriru fjöldamörg ár að spara á þessu.


Já, ég átta mig alveg á því að þetta er ólíklegt til að vera sparnaðaraðferð. Það sem ég meinti var að það yrði fróðlegt að sjá, og að ég auðvitað vonaðist til, að kostnaður myndi lækka. En það hefur alls ekki úrslitaáhrif á ákvörðunina um hvort ég setji gólfhita O:)

urban skrifaði:Síðan myndi ég skoða mjög vel aðrar leiðir en að fræsa í gólfin, frekar leiðin sem jagermeister kom með, það geturu lagt sjálfur að stórum hluta og sleppur við fræsingu, hún er algert horror.


Okay :o Hvað er það sem gerir fræsingu að horror?
Ég hélt að vélarnar hjá þessum fagmönnum sem eru í þessu alla daga væru orðnar svo góðar að það væri nánast ekkert ryk sem slyppi lengur.
Er það enn rykið sem er horror eða eitthvað annað sem mér yfirsést?

Spyr, þar sem ég veit ekki betur og vil vita áður en ég fer af stað :-#

Manager1 skrifaði:Fræsarinn er svona ca. mittishár þannig að hann kemst ekki undir neðstu þrepin í stiganum. Það er annað hvort hægt að sleppa því að leggja hita undir neðstu þrepin eða fræsa með t.d. slípirokk.


Snilld, takk fyrir þessar upplýsingar. skiptir litlu máli þó að það sé ekki hiti undir neðstu þrepunum, en kannski skemmtilegra að hafa hitann þar sem einhver gæti þvælst.
Síðast breytt af Klemmi á Mið 05. Jan 2022 09:22, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gólfhiti - Reynslusögur, með eða á móti?

Pósturaf urban » Mið 05. Jan 2022 10:08

Klemmi skrifaði:
Okay :o Hvað er það sem gerir fræsingu að horror?
Ég hélt að vélarnar hjá þessum fagmönnum sem eru í þessu alla daga væru orðnar svo góðar að það væri nánast ekkert ryk sem slyppi lengur.
Er það enn rykið sem er horror eða eitthvað annað sem mér yfirsést?

Spyr, þar sem ég veit ekki betur og vil vita áður en ég fer af stað :-#


Jújú vissulega eru þessar vélar orðnar mjög góðar :) en þær eru samt ekki fullkomnar frekar en hvað annað, heitgolf.is segja t.d. að það sé 99.7% hreinsun á ryki.

Málið er bara að þegar að þú ert að fræsa í heila hæð, þá er 0.3% samt bara helvítis hellingur og ryk er andskotans viðbjóður sem fer útum allt. :)

Vinnufélagi minn setti einmitt svona Flooré kerfi í húsið hjá sér, það var vissulega aðeins dýrara per fermeter en hann náði kostnaðinum niður með því að vinna megnið af vinnunni sjálfur. :) eitthvað sem að hann gat ekki í fræsingu t.d.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !