Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

beggi83
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Fös 24. Des 2021 13:39

jonfr1900 skrifaði:Staðan núna er þannig að kvikan kemst ekki neitt virðist vera og þrýstingur í kvikuganginum virðist vera vaxandi. Ég veit ekki almennilega afhverju jarðskjálftum hefur fækkað síðasta sólarhringinn en hugsanleg skýring er að innrennsli kviku af meira dýpi hafi minnkað tímabundið, þetta innstreymi kviku er þó ekki hætt miðað við þá jarðskjálftavirkni. Önnur skýring er að kvika hafi fundið sér upp leið ofar í jarðskorpuna án þess þó að koma af stað eldgosi vegna einhverra hafta sem eru ennþá ofar í jarðskorpunni.

Eins og þetta er núna. Þá er ég farinn að reikna með að næsta eldgos á þessu svæði hefjist með miklum látum og sterkum jarðskjálftum, frekar en að það hefjist eins og síðast, þannig að enginn tók eftir því. Sá möguleiki virðist vera minnkandi með hverjum deginum. Það gæti því komið jarðskjálfti þarna með stærðina Mw6,1 til Mw6,5 þegar eldgos hefst á þessu svæði. Það er ekki endilega öruggt lengur að það gjósi í stóra gígnum, það gæti gerst en hugsanlega og mjög líklega er sú rás alveg lokuð núna en þó er erfitt að leggja mat á það þessa stundina.

Þetta er allt saman mikið að bíða og sjá hvað gerist staða núna. Þeir sem eru búsettir í Reykjavík ættu að taka allt brothætt úr hillum samt. Allavegna þangað til eldgos hefst, þá ætti jarðskjálftavirkni að minnka niður í ekki neitt eins og síðast.


Hvaða gögn hefuru eiginlega til að bakka með að gos hefjist með skjálfta að stærð 6.1 til 6.5 ? Ég á bara mjög erfitt með trúa því að svo stór skjálfti komi miðað við hvernig þetta var fyrir síðasta gos. Bárðarbunga eins stór og hún er kom ekki með svona stóran skjálfta ekki heldur Hekla eða Eyjafjallajökull í þessum gosum sem hafa gosið síðustu ár og þau eru öll margfald stærri enn það sem er í gangi á Fagradalsfjalli.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 24. Des 2021 17:05

beggi83 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Staðan núna er þannig að kvikan kemst ekki neitt virðist vera og þrýstingur í kvikuganginum virðist vera vaxandi. Ég veit ekki almennilega afhverju jarðskjálftum hefur fækkað síðasta sólarhringinn en hugsanleg skýring er að innrennsli kviku af meira dýpi hafi minnkað tímabundið, þetta innstreymi kviku er þó ekki hætt miðað við þá jarðskjálftavirkni. Önnur skýring er að kvika hafi fundið sér upp leið ofar í jarðskorpuna án þess þó að koma af stað eldgosi vegna einhverra hafta sem eru ennþá ofar í jarðskorpunni.

Eins og þetta er núna. Þá er ég farinn að reikna með að næsta eldgos á þessu svæði hefjist með miklum látum og sterkum jarðskjálftum, frekar en að það hefjist eins og síðast, þannig að enginn tók eftir því. Sá möguleiki virðist vera minnkandi með hverjum deginum. Það gæti því komið jarðskjálfti þarna með stærðina Mw6,1 til Mw6,5 þegar eldgos hefst á þessu svæði. Það er ekki endilega öruggt lengur að það gjósi í stóra gígnum, það gæti gerst en hugsanlega og mjög líklega er sú rás alveg lokuð núna en þó er erfitt að leggja mat á það þessa stundina.

Þetta er allt saman mikið að bíða og sjá hvað gerist staða núna. Þeir sem eru búsettir í Reykjavík ættu að taka allt brothætt úr hillum samt. Allavegna þangað til eldgos hefst, þá ætti jarðskjálftavirkni að minnka niður í ekki neitt eins og síðast.


Hvaða gögn hefuru eiginlega til að bakka með að gos hefjist með skjálfta að stærð 6.1 til 6.5 ? Ég á bara mjög erfitt með trúa því að svo stór skjálfti komi miðað við hvernig þetta var fyrir síðasta gos. Bárðarbunga eins stór og hún er kom ekki með svona stóran skjálfta ekki heldur Hekla eða Eyjafjallajökull í þessum gosum sem hafa gosið síðustu ár og þau eru öll margfald stærri enn það sem er í gangi á Fagradalsfjalli.


Það er allt fast og því meiri þrýstingur sem er á kvikunni, því stærri jarðskjálftar verða. Jarðskorpan þarna er mjög misjöfn, þó svo að oftast verði jarðskjálftar ekki mikið stærri en Mw5,9 á þessu svæði.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 24. Des 2021 17:06

Jarðskjálftinn með stærðina 4,7 klukkan 15:03.

211224.150300.hvtz.psn.png
211224.150300.hvtz.psn.png (5.7 KiB) Skoðað 6102 sinnum




beggi83
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf beggi83 » Fös 24. Des 2021 17:50

Það er léttara fyrir kvikunna að koma upp núna enn í vor! hvað var gosið lengi 6 mánuði mars til sep ? það er ennþá ótrúlegur hiti eftir síðasta gos og ég myndi halda að það verði svipuð þróun og var fyrir síðasta gos einstaka skjálftar upp að 5 og kvikan nær á endanum að komast upp eins og síðast með lítilli fyrirhöfn . Þó viðurkenni ég alveg að ég væri allveg til í sjá afleiðingar af skjálfta 6.5 svona nálægt borginni við erum að horfa upp á tugi milljarða tjón enn held að svo stór skjálfti sé fjarri raunveruleikanum sem betur fer segi ég nú bara...




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fös 24. Des 2021 22:46

Það eru komnir margir jarðskjálftar sem eru með stærðina og stærsti jarðskjálftinn í kvöld náði stærðinni Mw4,8.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Lau 25. Des 2021 12:23

Samkvæmt Rúv þá varð greinilegur óróapúls frá klukkan 10:00 til 10:30 í morgun.
Síðast breytt af jonfr1900 á Lau 25. Des 2021 12:38, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Sun 26. Des 2021 01:55

Það er spurning hvort að mestu lætin séu að fara að hefjast, eða þá að eldgos sé um það bil að hefjast. Þar sem það hafa verið miklar sveiflur í jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutíma. Það er ennþá hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 austan við Fagradalsfjall, nærri Krýsuvík og Bláfjöllum.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 27. Des 2021 01:01

Ef Vaktin.is lifir næstu 150 árin. Þá verður þetta mjög langur þráður að öllum líkindum.

„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ (Vísir.is)




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 27. Des 2021 13:20

Veðurstofan er farin að hafa áhyggjur af jarðskjálfta í Brenninsteinsfjöllum. Jarðskjálftar þar geta náð stærðinni Mw6,5 og hugsanlega Mw6,8 en ekki mikið meira en það.

Útiloka ekki skjálfta í Brennisteinsfjöllum (Rúv.is)




mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf mikkimás » Mán 27. Des 2021 13:28

Þetta eru ekki miklar áhyggjur. Þegar Brennisteinsfjöll munu skjálfa, þá skjálfa þau. Fólk þarf bara að vera meðvitað um að algengasta tjónið verði á innanhúsmunum sem falla úr hillum, og best að gera ráðstafanir. Það verða einhverjar steypuskemmdir hér og þar, en íslensk hús og byggingar eru mjög sterklega byggð og þola vel svona hristing.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf dadik » Mán 27. Des 2021 16:01

jonfr1900 skrifaði:Veðurstofan er farin að hafa áhyggjur af jarðskjálfta í Brenninsteinsfjöllum. Jarðskjálftar þar geta náð stærðinni Mw6,5 og hugsanlega Mw6,8 en ekki mikið meira en það.

Útiloka ekki skjálfta í Brennisteinsfjöllum (Rúv.is)


Skjálfti upp á 6.5 væri hvað - 500x öflugri en stærstu skjálftar hingað til?
Skjálfti upp á 6.8 væri þá ca 1.500x öflugri en stærstu skjálftar hingað til

Það er auðvelt að láta lógariþmana blekkja sig - hækkun upp á Mw0,2 þýðir í raun tvöföldun á afli skjálftans.


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mán 27. Des 2021 17:49

Jarðskjálftavirknin hefur dottið niður síðustu klukkutíma. Því gæti gosið eftir 1 til 10 klukkutíma en það verður bara að koma í ljós hvað gerist.




Rafurmegni
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf Rafurmegni » Þri 28. Des 2021 14:31

jonfr1900 skrifaði:Jarðskjálftavirknin hefur dottið niður síðustu klukkutíma. Því gæti gosið eftir 1 til 10 klukkutíma en það verður bara að koma í ljós hvað gerist.


Þar fór það! Einn hressilegur núna rétt í þessu...




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 28. Des 2021 15:00

Rafurmegni skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Jarðskjálftavirknin hefur dottið niður síðustu klukkutíma. Því gæti gosið eftir 1 til 10 klukkutíma en það verður bara að koma í ljós hvað gerist.


Þar fór það! Einn hressilegur núna rétt í þessu...


Þetta var jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Krýsuvík og því nær höfuðborgarsvæðinu en flestir jarðskjálftar hingað til.




B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf B0b4F3tt » Þri 28. Des 2021 20:04

jonfr1900 skrifaði:
Rafurmegni skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Jarðskjálftavirknin hefur dottið niður síðustu klukkutíma. Því gæti gosið eftir 1 til 10 klukkutíma en það verður bara að koma í ljós hvað gerist.


Þar fór það! Einn hressilegur núna rétt í þessu...


Þetta var jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Krýsuvík og því nær höfuðborgarsvæðinu en flestir jarðskjálftar hingað til.

Fann ekkert fyrir þessum í Keflavík. Mín vegna mega þessir skjálftar alveg fara austur frá mér :twisted:




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 29. Des 2021 14:58

Það eru komnar fram vísbendingar í formi smáskjálfta að næsta eldgos verði hugsanlega í Nátthagakrika. Ef það gerist, þá fer hraun strax yfir suðurstrandarveg og mjög fljótlega eftir það út í sjó. Ég veit ekki hvað annað er á þessu svæði núna, fyrir utan nýleg bílastæði sem voru sett upp vegna eldgossins í Fagradalsfjalli.

Annars bjó ég þessa mynd af mjög líklegum kvikugangi miðað við jarðskjálfta sem hafa komið fram. Svörtu línunar eru nýji kvikugangurinn, rauða línan er þar sem eldra eldgosið varð.

earthquake-fagradalsfjall-29-12-2021-fault-lines.png
earthquake-fagradalsfjall-29-12-2021-fault-lines.png (1.03 MiB) Skoðað 5203 sinnum
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 29. Des 2021 14:59, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 30. Des 2021 16:31

Þá er smáskjálftavirkni aftur farin að aukast í Fagradalsfjalli. Spurning hvað gerist núna.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 30. Des 2021 21:26

Það styttist í eldgos samkvæmt nýjustu gervihnatta mælingum.

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir (vísir.is)
Síðast breytt af jonfr1900 á Fim 30. Des 2021 21:26, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Þri 04. Jan 2022 15:43

Það er farið að rjúka hressilega upp úr hrauninu samkvæmt því sem sést á vefmyndavélum Rúv og mbl.is. Ég veit ekki alveg hvar þetta er en sýnist þetta vera í jaðrinum á Nátthaga.

Ég gerði einnig þetta kort um daginn miðað við jarðskjálftaupplýsingar og mögulega eldgosastaði. Hvort að þetta er innan þess svæðis veit ég ekki.

earthquake-fagradalsfjall-03-01-2022-fault-possible-eruption-location.jpg
earthquake-fagradalsfjall-03-01-2022-fault-possible-eruption-location.jpg (302.08 KiB) Skoðað 4731 sinnum

Svörtu línunar eru líkleg staðsetning nýja kvikugangsins. Rauða línan er þar sem gaus áður. Hringir eru þar sem hugsanlega getur gosið að mínu áliti. Þetta getur auðvitað verið allt saman rangt.
Síðast breytt af jonfr1900 á Þri 04. Jan 2022 15:46, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 05. Jan 2022 22:21

Hérna er kort frá Veðurstofunni um kvikuganginn. Svarta línan er eldri kvikugangur og rauða línan er nýi kvikugangurinn. Hérna er frétt Veðurstofunnar sem er uppfærð reglulega.

271155147_4844093812324810_7177291028707509583_n.jpg
271155147_4844093812324810_7177291028707509583_n.jpg (420.13 KiB) Skoðað 4588 sinnum




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf dadik » Mið 02. Feb 2022 20:50

Skjálfti í Kötlu upp a 4.0. Hvar er Jón, það vantar greiningu á þessu hið snarasta!


ps5 ¦ zephyrus G14


Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Mið 02. Feb 2022 22:20

dadik skrifaði:Skjálfti í Kötlu upp a 4.0. Hvar er Jón, það vantar greiningu á þessu hið snarasta!


Ég er að fylgjast með stöðunni í Kötlu. Það eru sæmilegar líkur á eldgosi en þetta gæti stöðvast og það hefur gerst áður þarna. Ég náði að mæla stærsta jarðskjálftann (Mw4,0) og annan stærsta jarðskjálftann (Mw3,4) og þarna var mikil yfirborðshreyfing sem bendir til þess að kvika sé að valda þessu, frekar en jarðskorpuhreyfingar í eldstöðinni sjálfri.

Það er ekki víst að þetta ferli fari mjög hratt af stað. Þetta gæti tekið nokkra klukkutíma til daga fyrir þetta að þróast yfir í eldgos.
Síðast breytt af jonfr1900 á Mið 02. Feb 2022 23:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf GuðjónR » Mið 02. Feb 2022 22:55

jonfr1900 skrifaði:
dadik skrifaði:Skjálfti í Kötlu upp a 4.0. Hvar er Jón, það vantar greiningu á þessu hið snarasta!


Ég er að fylgjast með stöðunni í Kötlu. Það eru sæmilegar líkur á eldgosi en þetta gæti stöðvast og það hefur gerst áður þarna. Ég náði að mæla stærsta jarðskjálftann (Mw4,0) og annan stærsta jarðskjálftann (Mw3,4) og þarna var mikil yfirborðshreyfing sem bendir til þess að kvika sé að valda þessu, frekar en jarðskorpuhreyfingar í eldstöðinni sjálfri.

Það er ekki víst að þetta ferli fari mjög hratt af stað. Þetta gæti tekið nokkra daga til klukkutíma ef þetta þróast yfir í eldgos.


Einmitt það sem vantar núna, Kötlugos :nerd_been_up_allnight




Höfundur
jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf jonfr1900 » Fim 03. Feb 2022 00:19

Í Júlí 2017 varð smá eldgos undir Mýrdalsjökli í Kötlu. Það hófst með stöðugt vaxandi jarðskjálftavirkni í Júní og Júlí fram að eldgosi sem varði í um 2 daga. Stærsti jarðskjálftinn varð þann 27-Júlí-2017 og var með stærðina Mw4,5. Það var ekki fyrr en 28-Júlí til 30-Júlí sem að jökulflóð kom undan Mýrdalsjökli og óróinn fór að breytast á þeim tíma. Ég reikna með að það taki svipaðan tíma fyrir jökulflóð að koma undan jökli núna ef slíkt flóð gerist. Það kom fram greinilegur óróapúls þann 27 til 30-Júlí árið 2017 en það hefur ekki ennþá gerst núna í Kötlu en það kann að breytast snögglega.




J1nX
vélbúnaðarpervert
Póstar: 920
Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Pósturaf J1nX » Fim 03. Feb 2022 02:15

smá forvitni í mér herra jonfr1900 :) , er þetta eitthvað sem þú vinnur við eða bara áhugamál? :P