jonfr1900 skrifaði:Staðan núna er þannig að kvikan kemst ekki neitt virðist vera og þrýstingur í kvikuganginum virðist vera vaxandi. Ég veit ekki almennilega afhverju jarðskjálftum hefur fækkað síðasta sólarhringinn en hugsanleg skýring er að innrennsli kviku af meira dýpi hafi minnkað tímabundið, þetta innstreymi kviku er þó ekki hætt miðað við þá jarðskjálftavirkni. Önnur skýring er að kvika hafi fundið sér upp leið ofar í jarðskorpuna án þess þó að koma af stað eldgosi vegna einhverra hafta sem eru ennþá ofar í jarðskorpunni.
Eins og þetta er núna. Þá er ég farinn að reikna með að næsta eldgos á þessu svæði hefjist með miklum látum og sterkum jarðskjálftum, frekar en að það hefjist eins og síðast, þannig að enginn tók eftir því. Sá möguleiki virðist vera minnkandi með hverjum deginum. Það gæti því komið jarðskjálfti þarna með stærðina Mw6,1 til Mw6,5 þegar eldgos hefst á þessu svæði. Það er ekki endilega öruggt lengur að það gjósi í stóra gígnum, það gæti gerst en hugsanlega og mjög líklega er sú rás alveg lokuð núna en þó er erfitt að leggja mat á það þessa stundina.
Þetta er allt saman mikið að bíða og sjá hvað gerist staða núna. Þeir sem eru búsettir í Reykjavík ættu að taka allt brothætt úr hillum samt. Allavegna þangað til eldgos hefst, þá ætti jarðskjálftavirkni að minnka niður í ekki neitt eins og síðast.
Hvaða gögn hefuru eiginlega til að bakka með að gos hefjist með skjálfta að stærð 6.1 til 6.5 ? Ég á bara mjög erfitt með trúa því að svo stór skjálfti komi miðað við hvernig þetta var fyrir síðasta gos. Bárðarbunga eins stór og hún er kom ekki með svona stóran skjálfta ekki heldur Hekla eða Eyjafjallajökull í þessum gosum sem hafa gosið síðustu ár og þau eru öll margfald stærri enn það sem er í gangi á Fagradalsfjalli.