Ég á Raspberry Pi 1 Model B sem ég hef frekar lítið fiktað með en hef núna verið að skoða möguleikann á að keyra Android eða bara eitthvað sambærilegt stýrikerfi sem gæti keyrt Android öpp, en þar er ég reyndar aðallega bara að spá í Nova TV appið.
Ég veit að það er núna hægt að setja Android stýrikerfið inná Pi 3 og nýrra en er einhver möguleiki á því á Pi 1? Er búinn að gúgla allt vit frá mér og hef bara ekki tekist að finna neina lausn, efast um að þetta sé hægt en hvað veit maður svosem?
Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
Rpi1 er svo ótrúlega hæg, ég get ekki mælt með að eyða miklum tíma í þetta nema þér finnist það ótrúlega gaman
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
Ég hef eiginlega ekkert annað að gera við þessa tölvu, finnst gaman að fikta og langar mjög mikið að fá þetta til að virka. Er að vísu búinn að eyða aðeins of miklum tíma í gúgl og prófarnir sem hafa ekki skilað neinu enn sem komið er og er ekki bjartsýnn á framhaldið.
Er enginn séns á að geta keyrt Nova TV appið á Pi 1? Get ég ekki sett eitthvað einfalt Linux kerfi upp á tölvunni og keyrt apk í einhverjum emulator þar eða eitthvað slíkt?
Er enginn séns á að geta keyrt Nova TV appið á Pi 1? Get ég ekki sett eitthvað einfalt Linux kerfi upp á tölvunni og keyrt apk í einhverjum emulator þar eða eitthvað slíkt?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 267
- Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
- Reputation: 59
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
DoofuZ skrifaði:Ég hef eiginlega ekkert annað að gera við þessa tölvu, finnst gaman að fikta og langar mjög mikið að fá þetta til að virka. Er að vísu búinn að eyða aðeins of miklum tíma í gúgl og prófarnir sem hafa ekki skilað neinu enn sem komið er og er ekki bjartsýnn á framhaldið.
Er enginn séns á að geta keyrt Nova TV appið á Pi 1? Get ég ekki sett eitthvað einfalt Linux kerfi upp á tölvunni og keyrt apk í einhverjum emulator þar eða eitthvað slíkt?
Er ekki einfaldasta svarið bara að prófa að fylgja leiðbeiningum fyrir Raspberry 3 og sjá hvað kemur út úr því?
Í versta falli virkar þetta ekki. En þó svo að þetta virki. Mun þessi tölva geta streymt sjónvarpsefni?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
mjolkurdreytill skrifaði:Er ekki einfaldasta svarið bara að prófa að fylgja leiðbeiningum fyrir Raspberry 3 og sjá hvað kemur út úr því?
Í versta falli virkar þetta ekki. En þó svo að þetta virki. Mun þessi tölva geta streymt sjónvarpsefni?
Ég prófaði einmitt að fara eftir leiðbeiningum fyrir uppsetningu á Android TV (LineageOS) fyrir Pi 3/4 en það virkaði bara ekki, þegar ég kveikti á tölvunni þá fékk ég bara svona regnbogakassa á skjáinn sem þýðir víst að tölvan er of léleg fyrir stýrikerfið Hélt líka fyrst að ég væri með Pi 3, opnaði svo boxið sem tölvan er í til að skoða betur og var þá viss um að þetta væri Pi 2 en komst á endanum að því að þetta sé víst bara Pi 1 model B
Ég hef prófað að vera með media center á þessu (var með XBMC) og það virkaði alveg svo tölvan ræður alveg við að spila myndefni.
Er enginn Pi sérfræðingur hérna sem getur sagt mér hvort þetta sé hægt eða ekki? Hefur kannski enginn séð ástæðu til þess að reyna við þetta á Pi 1 þar sem þetta er hægt á 3 og uppúr?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
Held þú getir gleymt þessu. Pi 1 hefur ekki afl til að keyra þetta, ef þú gætir yfir höfuð installað þessu.
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
Kannski frekar ólíklegt að það eitt sé vandamálið, en er spennubreytirinn sem þú ert að nota ekki örugglega með 1.2A eða hærra output (sem er það sem RPi 1 B krefst)?
Ef ég man rétt er regnbogakassinn yfirleitt til marks um vitlaust power supply.
Ef ég man rétt er regnbogakassinn yfirleitt til marks um vitlaust power supply.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
thrkll skrifaði:Kannski frekar ólíklegt að það eitt sé vandamálið, en er spennubreytirinn sem þú ert að nota ekki örugglega með 1.2A eða hærra output (sem er það sem RPi 1 B krefst)?
Ef ég man rétt er regnbogakassinn yfirleitt til marks um vitlaust power supply.
Ég á ekki spennubreyti, hef bara notað usb snúru í rafmagn sem er bara 1A Var einmitt að skoða það að kaupa spennubreyti en fann bara einn í Computer.is og hann er ekki til. Held ég verði þá að kaupa einn svoleiðis erlendis frá og verð þá bara að bíða með að prófa þetta meira í bili
Síðast breytt af DoofuZ á Fim 15. Apr 2021 14:32, breytt samtals 2 sinnum.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
DoofuZ skrifaði:thrkll skrifaði:Kannski frekar ólíklegt að það eitt sé vandamálið, en er spennubreytirinn sem þú ert að nota ekki örugglega með 1.2A eða hærra output (sem er það sem RPi 1 B krefst)?
Ef ég man rétt er regnbogakassinn yfirleitt til marks um vitlaust power supply.
Ég á ekki spennubreyti, hef bara notað usb snúru í rafmagn sem er bara 1A Var einmitt að skoða það að kaupa spennubreyti en fann bara einn í Computer.is og hann er ekki til. Held ég verði þá að kaupa einn svoleiðis erlendis frá og verð þá bara að bíða með að prófa þetta meira í bili
Áttu ekki USB símahleðslutæki? Þau eru flest c.a 2 amper eða meira. Virka fínt með Raspberry Pi.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
hagur skrifaði:Áttu ekki USB símahleðslutæki? Þau eru flest c.a 2 amper eða meira. Virka fínt með Raspberry Pi.
Jújú, á tvö svoleiðis, hef notað annað þeirra með tölvunni en það stendur á því 1A og á hinu stendur 1.8A, á ekkert aflmeira en það. Er þá ekki best fyrir mig að kaupa official spennubreytinn?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Keyra Android (eða bara Android app) á Raspberry Pi 1?
1.8A er nóg
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB