Ég vildi spyrja ykkur vegna LAN veseni hjá mér, er með 1G ljósleiðara tengingu.
Þegar ég tengi í laptop við netið þá virkar allt fínt, fæ ca 900mb/s, en þegar ég tengi í borðtölvuna (sem er glæný, windows 10) þá er nettenging, en ef að ég kíki á nethraðan inná browser, sé ég ca 20mb/s. Ég prófaði margar speedtest síður og allar síndu það sama ca 20mb/s.
Mig grunar að það sé eitthvað software í bakruninum sem er að trufla LAN tenginguna, en ef einhver veit hvað gæti verið að valda þessu þá meigið þið endilega látið mig vita. Er þakklátur fyrir öll ráðgjöf.
