urban skrifaði:Graven skrifaði:Allir sem eru á móti því að loka landinu fyrir erlendum ferðamönnum, sem hefði átt að gerast fyrir mánuðum, eru sálarlausir siðblindingjar. Peningar skipta engu máli á móti mannslífum. Á Íslandi var nokkurn veginn enginn ferðamannaiðnaður fyrir bara nokkrum árum, man ekki eftir því að það hafi verið svo hræðilegt, reyndar man ég eftir því að flest var betra í þá tíð. Græðgi örfárra einstaklinga mun sennilega stytta líf þónokkuð margra Íslendinga á komandi mánuðum.
Jæja, gott að vita að ég sé sálarlaus og siðblindur.
Þetta með að loka landinu fyrir mörgum mánuðum fyrir erlendum ferðamönnum hefði verið gersamlega tilgangslaust með öllu.
Það hefði ekki gert neitt annað en að setja óhemju mörg fyrirtæki á hausinn og þar að leiðandi láta fólk missa vinnuna.
Veiran kom hingað til lands með íslendingum.
Hún dreifðist hérna innan lands með íslendingum.
Það er staðreynd sem að er sönn.
Semsagt, ég þessi sálarlausi og siðblindi einstaklingur er alveg 100% á því að það hafi verið tekin rétt ákvörðun með því að hafa landið opið fyrir erlendum ferðamönnum, einfaldlega vegna þess að gagnvart corona vírusnum þá væri staðan nákvæmlega sú sama.
En gagnvart fólki og innkomu þess, þá er staðan allt önnur.
Já og ekki gleyma því að kreppa drepur fullt af fólki.
Peningaáhyggjur drepa bæði fólk og fær fólk til þess að drepa sig sjálft.
Þannig að ég verð bara áfram siðblindur og sálarlaus.
Þú verður bara í pakkanum að vilja loka landinu og svifta fólk atvinnunni bara til þess að gera það.
Við erum þá bara ósammála. Íslendingar sem koma til landsins hefði átt að setja í sóttkví, ekki bara biðja þá um að haga sér, því sumu fólki er ekki treystandi, flestir sem komu með veiruna eru auðvitað háefnað fólk sem leikur sér í útlöndum meðan venjulegt fólk er í vinnunni og þar af leiðandi líklegra til að vera siðblint. Ekkert mál að halda utan um fólk hérna heima. Einungis þarf að þjóðnýta útgerðirnar sem hafa í áratugi stolið hundruðum milljarða, ef ekki þúsundum, og flutt í skattaskjól. Bankarnir eru að moka inn tugum milljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem væri hægt að nota til þess að gera líf allra Íslendinga áhyggjulaust. En nei, örfáir einstaklingar sem eiga þetta verða að halda sínu, skítt með líf þeirra sem ég þekki ekki.