Kórónaveiran komin til Íslands

Allt utan efnis
Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Graven » Lau 14. Mar 2020 16:04

urban skrifaði:
Graven skrifaði:Allir sem eru á móti því að loka landinu fyrir erlendum ferðamönnum, sem hefði átt að gerast fyrir mánuðum, eru sálarlausir siðblindingjar. Peningar skipta engu máli á móti mannslífum. Á Íslandi var nokkurn veginn enginn ferðamannaiðnaður fyrir bara nokkrum árum, man ekki eftir því að það hafi verið svo hræðilegt, reyndar man ég eftir því að flest var betra í þá tíð. Græðgi örfárra einstaklinga mun sennilega stytta líf þónokkuð margra Íslendinga á komandi mánuðum.



Jæja, gott að vita að ég sé sálarlaus og siðblindur.

Þetta með að loka landinu fyrir mörgum mánuðum fyrir erlendum ferðamönnum hefði verið gersamlega tilgangslaust með öllu.
Það hefði ekki gert neitt annað en að setja óhemju mörg fyrirtæki á hausinn og þar að leiðandi láta fólk missa vinnuna.

Veiran kom hingað til lands með íslendingum.
Hún dreifðist hérna innan lands með íslendingum.

Það er staðreynd sem að er sönn.

Semsagt, ég þessi sálarlausi og siðblindi einstaklingur er alveg 100% á því að það hafi verið tekin rétt ákvörðun með því að hafa landið opið fyrir erlendum ferðamönnum, einfaldlega vegna þess að gagnvart corona vírusnum þá væri staðan nákvæmlega sú sama.

En gagnvart fólki og innkomu þess, þá er staðan allt önnur.

Já og ekki gleyma því að kreppa drepur fullt af fólki.
Peningaáhyggjur drepa bæði fólk og fær fólk til þess að drepa sig sjálft.

Þannig að ég verð bara áfram siðblindur og sálarlaus.
Þú verður bara í pakkanum að vilja loka landinu og svifta fólk atvinnunni bara til þess að gera það.


Við erum þá bara ósammála. Íslendingar sem koma til landsins hefði átt að setja í sóttkví, ekki bara biðja þá um að haga sér, því sumu fólki er ekki treystandi, flestir sem komu með veiruna eru auðvitað háefnað fólk sem leikur sér í útlöndum meðan venjulegt fólk er í vinnunni og þar af leiðandi líklegra til að vera siðblint. Ekkert mál að halda utan um fólk hérna heima. Einungis þarf að þjóðnýta útgerðirnar sem hafa í áratugi stolið hundruðum milljarða, ef ekki þúsundum, og flutt í skattaskjól. Bankarnir eru að moka inn tugum milljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem væri hægt að nota til þess að gera líf allra Íslendinga áhyggjulaust. En nei, örfáir einstaklingar sem eiga þetta verða að halda sínu, skítt með líf þeirra sem ég þekki ekki.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Lau 14. Mar 2020 16:13

Graven skrifaði:Við erum þá bara ósammála. Íslendingar sem koma til landsins hefði átt að setja í sóttkví, ekki bara biðja þá um að haga sér, því sumu fólki er ekki treystandi,

Þarna erum við sammála, þarna voru gerð mistök.
Graven skrifaði: flestir sem komu með veiruna eru auðvitað háefnað fólk sem leikur sér í útlöndummeðan venjulegt fólk er í vinnunni
Þú þarft ekki að vera háefnaður til þess að ferðast, það er svo mikið andskotans kjaftæði að það nær ekki nokkurrri átt.
Allavega er ég langt frá því að vera háefnaður, ég hef bara áhuga á því að ferðast.
Graven skrifaði:og þar af leiðandi líklegra til að vera siðblint.

Þetta er ekki svararvert í framhaldi.
Restin var síðan bara eitthvað rant sem að tengist málinu ekki neitt.

Segðu mér núna.

Hvað hefði græðst á því að fara þína leið ?
Hvað hefði græðst á því að loka landinu fyrir mörgum mánuðum fyrir erlendum ferðamönnum ?
Hvernig væri staðan öðruvísi ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Lau 14. Mar 2020 16:18

Graven skrifaði:Allir sem eru á móti því að loka landinu fyrir erlendum ferðamönnum, sem hefði átt að gerast fyrir mánuðum, eru sálarlausir siðblindingjar. Peningar skipta engu máli á móti mannslífum. Á Íslandi var nokkurn veginn enginn ferðamannaiðnaður fyrir bara nokkrum árum, man ekki eftir því að það hafi verið svo hræðilegt, reyndar man ég eftir því að flest var betra í þá tíð. Græðgi örfárra einstaklinga mun sennilega stytta líf þónokkuð margra Íslendinga á komandi mánuðum.

----

Þetta er dæmi um "pshycopath" hugsun, ef einhver er veikur fyrir þá á viðkomandi bara skilið að deyja samkvæmt þessu. Fólk sem er 70+ og með undirliggjandi sjúkdóma getur enn lifað eðlilegu lífi í mörg ár og notið lífsins mjög vel. Þetta eru allt einstaklingar sem flestir eiga börn og barnabörn, og sumt fólk hérna vill óbeint drepa það, bara svo það geti grætt meira og horft niður á fleira fólk.


Þú s.s. trúir því að þetta sé eins og hrist kókflaska, að það verði allt í lagi með kókið á meðan tappinn er skrúfaður á.

Þessi vírus virkar ekki þannig, þegar hann er kominn inn í kókflöskuna á er kókið ónýtt.

Og það er engin leið fær til að tryggja að það komist aldrei vírus í kókflöskuna nema skrúfa tappann svo fast á að það verði aldrei hægt að losa hann aftur.

Þó að það sé núna hugsanlega búið að finna bóluefni, þá eru margir mánuðir ef ekki ár í að hægt verði að nota það, ef rannsóknir sýna að það virki og sé hættulaust.

https://www.erasmusmagazine.nl/en/2020/ ... st-corona/



Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Graven » Lau 14. Mar 2020 16:29

Ég nenni ekki meir. Ég amk er þeirrar skoðunar að peningar eru minna virði en mannslíf. Þeir sem eru ósammála því eiga skilið vorkunn.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Lau 14. Mar 2020 16:36

Þú semsagt hefur ekki svar við því hvað væri öðruvísi ?

Ég get sagt þér það.

Corona veiran væri jafn mikið komin hérna.
Það væri fullt af fólki atvinnulaust og sæi ekki fram á að finna vinnu á næstunni.

Semsagt, árángurinn af því að loka landinu fyrir túristum væri akkúrat ekki neinn í baráttunni við Covid.
Engir plúsar
Bara mínusar.

Já og við þessir sem að erum sálarlausir og siðblindir áttum okkur bara einfaldlega á því að fólk deyr úr fleiru en COVID, þar að leiðandi áttum okkur á því að lokun getur kostað mannslíf.

Þeir sem að átta sig ekki á því eiga sannarlega líka skilið vorkunn.

Já og nefndu mér hvernig er hægt að lifa án peninga í dag, þá skal ég sætta mig við það að þeir skipti engu máli, heldur bara baráttan við að COVID, semsagt að það skipti engu máli hvað hefði verið gert, bara svo að COVID hefði ekki komið.
Síðast breytt af urban á Lau 14. Mar 2020 16:37, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Funday
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2015 06:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Funday » Sun 15. Mar 2020 10:20

hverjir hérna treysta kínverjum til að seigja satt og rétt frá þeim sem eru smitaðir og látnir í þeirra landi?
sérstaklega þegar kína er núna að reyna seigja að ameríski herinn hafi komið veirunni til wuhan?
þetta gæti verið margfalt skaðlegra en veröldin heldur ef kína er ekki að seigja sínar réttu tölur
það hefur 2 sinnum verið lekið mögulega réttum tölum í fréttamiðla frá kína sem seigir margfalt hærri tölu en þeir halda framm nuna
við munum sjá í evrópu hversu hættulegt þetta er núna en ég treysti ekki kína með að seigja sínar sönnu tölur vegna efnahags hruninu sem þeir eru búnir að reyna forðast í svo langann tíma þeir byggja tómar borgir útaf bygginga vísitalan þeirra er teng við lands vísitöluna þeirrra
https://www.dailymail.co.uk/news/article-7971401/Have-real-coronavirus-death-figures-leaked-Chinese-conglomerate-lists-death-toll-24-589.html



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 11:06

Funday skrifaði:Samsæriskenning


Þegar þetta er komið út um allt, þá skiptir okkur hin engu máli hvort tölurnar í Kína séu rauntölur.

Það eru til lönd sem munu ljúga til um mannfallið og það mun komast upp um þau öll in the end.

Þangað til þá skulum við einbeita okkur að því að vera ekki að dreifa vírusnum í okkar eigin samfélagið, þvo okkur oft um hendurnar og vera ekki að umgangast fólk að óþörfu.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Viktor » Sun 15. Mar 2020 11:08

Það er tragíkómískt að það sé til fólk sem áttar sig ekki á því að það er hagkerfið okkar sem heldur uppi heilbrigðiskerfinu.

Það eru peningar sem reka spítalana.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tish
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Sun 07. Feb 2016 11:02
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Tish » Sun 15. Mar 2020 11:33

.
Síðast breytt af Tish á Lau 18. Sep 2021 11:44, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Viktor » Sun 15. Mar 2020 11:37

Það hefur verið talað um það að sérfræðingar þessara landa séu undir pressu pólítíkusa sem skilja ekki vandamálið.

Ekkert af þessum löndum sem þú nefnir eru eyjur.

Það þarf að meta hvert land fyrir sig.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 11:38

Sallarólegur skrifaði:Það er tragíkómískt að það sé til fólk sem áttar sig ekki á því að það er hagkerfið okkar sem heldur uppi heilbrigðiskerfinu.

Það eru peningar sem reka spítalana.


Vann þarna í 10 ár, þó að útgjöld LSH séu 70-80% launakostnaður þá er það ekki "peningurinn" sem hefur haldið kerfinu okkar gangandi, það er metnaður og hugsjón heilbrigðisstarfsfólks.

Ef þetta væri kapítalískt apparat, þá væri þetta fólk að biðja um "hazzard pay" akkúrat núna.

Enginn hefur minnst orði á það því þeim dettur það ekki einu sinni í hug.
Síðast breytt af rapport á Sun 15. Mar 2020 11:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 11:49

Tish skrifaði:Erum við með betri sérfræðinga heldur en í Danmörku, Póllandi, Spáni, Ítalíu, Kína ofl ? Það finnst mér ólíklegt.

Það er kjaftæði að eingöngu íslendingar sem komu til landsins eru bara smitaðir, rökin voru að túristar séu minna í kringum íslendinga. Algjört bull. Hvernig stóð af því að leigubílstjórinn smitaðist við það að keyra túrista af flugvellinum ?

Við vorum í kjörum aðstæðum til þess að loka landinu til þess að verja fólkið í landinu í janúar.
Spænska veikin sem kom hingað 1918 dreifiðst aldrei á landsbyggðina þar sem höfuðborgarsvæðinu var lokað.

Að loka eingöngu háskólum og menntaskólum en ekki grunnskólum og leikskólum til þess að verja mikilvægt starfsfólk sem er með börn er líka kjaftæði og eykur líkurnar á því að þetta mikilvæga starfsfólk smitist líka þar sem að börnin þeirra smitast þá smitast þetta mikilvæga fólk líka. Það ætti að vera útbúið neyðardagvistun fyrir þetta starfsfólk, eða reyna að fá makana til þess að vera heima með börnin.
En ef það á að leyfa vírusinum bara að dreifast yfir allt þá fer þetta hvort sem er allt á hliðina líka en veldur óþarfa dauðsföllum sem hægt var að koma í veg fyrir.

Það kæmi mér ekki á óvart ef tala smitaðara væri komin í 2 - 4 þúsund.
Spítalinn á aldrei eftir að geta höndlað þetta álag með eingöngu 26 öndunarvélar. Enda búið að svelta spítalana í mörg ár.
Bíðið bara og sjáið hvað gerist hér á næstu vikum.

Edit:
https://www.visir.is/g/202020015d/fyrst ... ed-veiruna

amk 3500 manns komin með þetta.


Leigubílstjórinn var að keyra íslenska ferðmamenn heim til sín eftir að þeir komu frá Ítalíu úr skíðaferð, það smit var rakið.

1918 ræktaði fólk sinn eigin mat, það tók marga daga að ferðast milli landshluta og enginn ferðaðist á veturna nema kannski pósturinn og ljósmæður.

Með því að leyfa þeim að smitast sem veikjast minnst er verið að byggja upp hjarðónæmi sem mun skila sér í því að færri smitast "in the end" því að þeir sem eru orðnir ónæmir smita ekki. Þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræði og með bólusetningar, nema í stað þess að bólusetja þá þarf að fólk að smitast og ná sér. Því ferli er verið að stjórna.

Kerfið okkar ræður líklega við að 50.000 ungir hraustir einstaklingar fái þennan vírus, því þau veikjast yfirleitt ekki illa, en kerfið ræður ekki við að 2000 eldriborgarar veikist.

Tölurnar eru því ekki allt.

Ég hef fulla trú á yfirvöldum í þessu máli og ég þoli ekki einhverja sem frussa út úr sér svona vitleysu.

Ef ástandið er í raun svona miklu verra og álagið er ekki meira en það er, þá er það kannski líka bara nokkuð gott.

Það skiptir bara öllu máli að við förum eftir þessum leiðbeiningum sem okkur hafa verið fengnar og dröfum úr umgengni við annað fólk, þvoum okkur oft og vel + það skiptir máli að nota tækifærið og hreyfa sig smá, æfa lungun og að evra ekki sófakartafla dagana áður en maður smitast.
Síðast breytt af rapport á Sun 15. Mar 2020 11:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Sun 15. Mar 2020 12:00

Tish skrifaði:Við vorum í kjörum aðstæðum til þess að loka landinu til þess að verja fólkið í landinu í janúar.


Ég spyr þig sömu spurninga og þann síðasta sem að sagði þetta.

Hver hefði staðan verið öðruvísi ef að við hefðum lokað landinu í janúar einsog aðrar þjóðir eru að gera ?

Þú verður að athuga að við hefðum þurft að loka landinu 100%
Enginn inn, enginn út og það sem að meira er, ekkert inn og ekkert út og þannig þyrfti það þá að hafa verið frá því í janúar og yrði þangað til að síðasti einstaklingurinn með veiruna er annað hvort dauður eða búin að ná sér.

Spurning til þín, hvað vinnuru við, getur þinn vinnustaður lifað án innflutnings eða útflutnings í hálft ár ?
en 1 ár ?

Tish skrifaði:Spænska veikin sem kom hingað 1918 dreifiðst aldrei á landsbyggðina þar sem höfuðborgarsvæðinu var lokað.

Já og fyrsta farsóttin sem að geisaði á homo sapiens náði líka aldrei hingað til lands....

En kommon, ertu í alvörunni að bera saman hvernig heimurinn virkar árið 1918 saman við 2020 ?



Nú með restina, ég held að ég geti alveg klárlega svarað fyrstu spurningunni sem að þú spurðir.

Já, hann kallar sig Tish á vaktinni.
Það eru reyndar fjölmargir aðrir, annar sem að kallar sig urban t.d.
Enn aðrir sem að kalla sig hinum og þessum nöfnum.

Staðreyndin er bara sú að það eru sérfræðingar að vinna við þetta, sérfræðingar sem að vita töluvert meira um málið en ég og þú.
Síðast breytt af urban á Sun 15. Mar 2020 12:02, breytt samtals 2 sinnum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Sun 15. Mar 2020 12:04

rapport skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það er tragíkómískt að það sé til fólk sem áttar sig ekki á því að það er hagkerfið okkar sem heldur uppi heilbrigðiskerfinu.

Það eru peningar sem reka spítalana.


Vann þarna í 10 ár, þó að útgjöld LSH séu 70-80% launakostnaður þá er það ekki "peningurinn" sem hefur haldið kerfinu okkar gangandi, það er metnaður og hugsjón heilbrigðisstarfsfólks.

Ef þetta væri kapítalískt apparat, þá væri þetta fólk að biðja um "hazzard pay" akkúrat núna.

Enginn hefur minnst orði á það því þeim dettur það ekki einu sinni í hug.



auðvitað er það starfsfólk sem að heldur kerfinu gangandi.
En það er hætt við því að það væri minna af því og minna af græjum handa því ef að það væri köttað á peningahliðina þangað.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 12:17

urban skrifaði:auðvitað er það starfsfólk sem að heldur kerfinu gangandi.
En það er hætt við því að það væri minna af því og minna af græjum handa því ef að það væri köttað á peningahliðina þangað.


En það er minna af fólki og minna af græjum því það er búið að kötta á peningana til þeirra.

Það er búið að gera þessi störf svo erfið og óspennandi að það er engin nýliðun og meðalaldur hjúkrunarfærðinga á LSH c.a. 55 ára, Sjúkraliða um 60 og Lífeindafræðinga um 70 (þeir starfa sem verktakar eftir starfslok).

Það hafa verið fréttir um þetta stanslaust í 15-20 ár, það getur ekki verið að þetta sé að koma fólki á óvart núna.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Viktor » Sun 15. Mar 2020 12:22

Skimun ÍE bend­ir til að 1% lands­manna beri veiruna

Fyrstu niður­stöður úr skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar fyr­ir kór­ónu­veirunni benda til þess að um eitt pró­sent lands­manna sé með veiruna. Frá þessu greindi Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í Silfr­inu á RÚV í dag.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 12:34

Sallarólegur skrifaði:Skimun ÍE bend­ir til að 1% lands­manna beri veiruna

Fyrstu niður­stöður úr skimun Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar fyr­ir kór­ónu­veirunni benda til þess að um eitt pró­sent lands­manna sé með veiruna. Frá þessu greindi Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í Silfr­inu á RÚV í dag.


Á vef RÚV er þetta orðað örlítið varfærnar.

Fyrstu niðurstöður skimunar hjá Íslenskri erfðagreiningu benda til þess að um eitt prósent þeirra sem komu í skimun í gær sé smitað af COVID-19. Þetta kom fram hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni í Silfrinu í dag.


Þá fylgir það ekki sögunni hvort að þessir 6-7 (tæpt 1%) af 700 sem ÍE rannsakaði sýnin úr hafi verið í sóttkví.

Það finnst mér vera aðal atriðið, ef þeir voru í sóttkví = allt er að virka rétt.

Ef þeir voru bara "up and about" og áttu ekki von á þessari niðurstöðu = við erum verr stödd en við héldum.

Er ekki fundur kl.14 eins og venjulega? Full ástæða til að sjá hvernig í pottinn er búið.
Síðast breytt af rapport á Sun 15. Mar 2020 12:35, breytt samtals 1 sinni.




Tish
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Sun 07. Feb 2016 11:02
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Tish » Sun 15. Mar 2020 12:37

.
Síðast breytt af Tish á Lau 18. Sep 2021 11:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 12:58

Tish skrifaði:...


Ég held/trúi að það sé akkúrat það sem sé að takast svo vel, að tefja veiruna og reyna stýra henni í besta mögulega canal fyrir kerfið okkar.

Þetta er mjög áhættusamt ástand og "við erum öll almannavarnir" er aðal atriðið, að allir sem geta komið í veg fyrir óþarfa "uncontrolled" smit geri það.

Og ég deili þessum ótta með þér, innilega, en ég átta mig líka á að fólkið mitt verður ekki öruggt fyrr en þetta er gengið yfir.

Ég á kannski bara auðveldara með að treysta yfirvöldum því ég hef unnið svo mikið hjá hinu opinbera, lengst af hjá LSH, núna hjá borginni.

Það er engin spurning að fólk er að gera allt sem það getur til lágmarka áhættur, lágmarka allan skaða (líka efnahagslegan) en með heilbrigði og velferð fólks að leiðarljósi.




JVJV
Nörd
Póstar: 148
Skráði sig: Lau 13. Ágú 2016 19:57
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf JVJV » Sun 15. Mar 2020 13:36

Þetta átti eingöngu að vera fólk sem er ekki í sóttkví sem má mæta til ÍE, annað væri brot á lögum. En kannski rufu hana einhverjir, hver veit.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf jonsig » Sun 15. Mar 2020 13:51

JVJV skrifaði:Þetta átti eingöngu að vera fólk sem er ekki í sóttkví sem má mæta til ÍE, annað væri brot á lögum. En kannski rufu hana einhverjir, hver veit.


Pottþétt,

Það sem maður er aðallega að taka eftir er að stöðvunarskylda við gangbrautir er ekki lengur í gildi. Meðalgreindin á yfirsnúning.




Funday
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2015 06:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Funday » Sun 15. Mar 2020 14:00

ég skil ekki afhverju Ísland er að taka á móti turistum sem koma af áhættusvæðum og seigja bara welcome to Iceland meðan íslendingar sem koma þaðan eru setti í sóttkví hvar eiga þessir túristar að borða sofa og fleira nema í kringum íslendinga?
það þarf að taka upp það sem aðrar þjóðir eru að gera og stoppa túrista en icelandair er of mikið tengt okkar stjórnvöldum að það verður ekki gert
margar þjóðir eru að setja túrista í sóttkví og rukka þá fyrir hana
einnig er ítalía komin í 6.8% dánartölu meðan kína er rétt yfir 3% í ítalíu er 60 milljón mans en kína er yfir 1,3 milljarð manns þannig ég skil ekki afhverju fólk er að seigja að þetta sé bara útaf hvað ítalir eru gamlir það eru örugglega yfir 100 milljón í áhættuhópi í kína
Síðast breytt af Funday á Sun 15. Mar 2020 14:06, breytt samtals 1 sinni.




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Sporður » Sun 15. Mar 2020 14:27

Þessi 1% tala er svolítið vafasöm þar sem ekki er um slembiúrtök að ræða.

Ég sá ekki viðtalið við Þórólf þannig að ég veit ekki hvað hann talaði um en það að líklegast færri en 10 manns ,sem sóttust sérstaklega eftir að koma í skimun, hafi greinst þýðir ekki að 3500 manns séu með veiruna nú þegar á Íslandi.

Mér virðist hinsvegar fólk ætla að detta í Lúkas yfir meintum smitberum.

Fréttir
Karitas heyrði af tveimur stelpum sem fóru að djamma í gær – Vinna á hjúkrunarheimili fyrir eldri borgara – „Ég myndi flokka þetta sem tilraun til manndráps“


](*,)

https://www.dv.is/frettir/2020/3/15/hey ... manndraps/



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Sun 15. Mar 2020 22:06

Einhver komment um að landið eigi að vera lokað?

https://www.visir.is/g/202020259d/full- ... -ali-cante

Annar vinkill á lokanir landamæra í Evrópu er að koma í veg fyrir að fólk flýji frá fátækum löndum þegar það sýkist yfir í ríkari lönd með betra heilbrigðiskerfi því EU kortið á að tryggja þér heilbrigðisþjónustu þar sem þú ert.




Tish
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Sun 07. Feb 2016 11:02
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Tish » Sun 15. Mar 2020 22:16

.
Síðast breytt af Tish á Lau 18. Sep 2021 11:42, breytt samtals 1 sinni.