Kórónaveiran komin til Íslands

Allt utan efnis
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf GuðjónR » Mán 09. Mar 2020 22:04

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Var að fá póst frá skólastjóra Borgarholtsskóla en einn kennarinn þar er með staðfest smit!
Ekkert spennandi að senda barnið sitt þangað.

Sjálfur hefði ég ákveðið að senda ekki barnið mitt ef ekki væri öruggt að umhverfi væri hreint. Finnst áhugavert að vita hvaða rétt fólk hefur til að neita að mæta á svæði þar sem góðar heimildir fyrir því að gæti verið meira hættusvæði en önnur (uppá fjarvistir og þess háttar). reikna með að svona stofnanir þurfi að geta tryggt öryggi nemenda.


Ég skil þessa afstöðu mjög vel, er sjálfur tvístígandi með þetta allt saman verandi með þrjú börn í skóla. Þrír kennarar í tveimur skólum smitaðir, svo er sagt að kennararnir hafi ekki haft náin samskipti við nemendur og nemendur þurfi því ekkert að óttast, hvað eru "náin samskipti"? Hafa þá allir hinir smituðu verið í nánum samskiptum? Svo er talað um að veiran sé bráðsmitandi, hvort er hún það eða ekki? Þetta er farið að hljóma dálítið eins og "ef ég sá ekki tréð í skóginum falla þá fékk ekkert tré í skóginum".

Svo er spurningin hvort íllu sé ekki best aflokið, slaka á og taka þessu við munum hvort sem er fá þessa veiru fyrr eða síðar.
Eins og er þá er þetta svolítið eins og að rífa heftiplásturinn rólega af.

Ég hef lesið í málin á þann veg að það er ekki komið samgöngubann en yfirvöld taki jákvætt í að fólk taki sjálft afstöðu til þess hvað það geri .Þetta á mjög líklega eftir að enda á samgöngubanni (eingöngu tímaspursmál). Þjóðfélagið þarf jú að geta gengið sinn vanagang (en maður má alveg ákveða fyrir sig og sína hvað maður telur öruggt).


Já, ég öfunda ekki þá sem þurfa að taka þessar ákvarðanir. Samgöngubann er ekkert grín en þessi veira er það ekki heldur. En það er líka og seint að byrgja munninn eftir að hamborgarinn er dottinn ofan í hann, þannig ef við ætlum að setja einhversskonar samgöngubann eða takmarkanir þá þyrfti það að gerast fyrr en síðar.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf ZiRiuS » Mán 09. Mar 2020 22:57

Ég hef ekki gluggað vel í þennan póst en ég er samt forvitinn, þið sem eruð undir 50 ára og fullfrískir, eru þið virkilega hræddir við þennan vírus?

Er ég að missa af einhverju crucial infoi?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 09. Mar 2020 23:04

ZiRiuS skrifaði:Ég hef ekki gluggað vel í þennan póst en ég er samt forvitinn, þið sem eruð undir 50 ára og fullfrískir, eru þið virkilega hræddir við þennan vírus?

Er ég að missa af einhverju crucial infoi?

Þessi veira hefur ekki verið rannsökuð af einhverju viti til að átta sig á hvað manni á að finnast t.d hvort það eru einhverjir afleiðingar eftir að maður jafnar sig (ef maður er svo heppinn). Ekki beint hræddur, Vill samt taka meðvitaðar/upplýstar ákvarðanir til að forðast að fá þetta drasl ef ég get það.
Hver er sinnar gæfu smiður


Just do IT
  √


KjartanV
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 17. Nóv 2019 18:09
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf KjartanV » Mán 09. Mar 2020 23:08

ZiRiuS skrifaði:Ég hef ekki gluggað vel í þennan póst en ég er samt forvitinn, þið sem eruð undir 50 ára og fullfrískir, eru þið virkilega hræddir við þennan vírus?

Er ég að missa af einhverju crucial infoi?


Ég hef lesið að ungt fólk sem er frískt sé líka að deyja útaf þessari veiru.
Maður vill bara ekki taka áhættuna á þessu og maður veit aldrei hvað getur gerst.
Það er ekkert 100% í þessu öllu saman og mikil óvissa með þessa veiru.
Best er að reyna að forðast hana eins og eldinn.

Mæli með að fylgjast með hér:
https://www.reddit.com/r/Coronavirus/
Síðast breytt af KjartanV á Mán 09. Mar 2020 23:14, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Þri 10. Mar 2020 00:10

Síðast breytt af rapport á Þri 10. Mar 2020 12:26, breytt samtals 1 sinni.




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Frussi » Þri 10. Mar 2020 04:41

ZiRiuS skrifaði:Ég hef ekki gluggað vel í þennan póst en ég er samt forvitinn, þið sem eruð undir 50 ára og fullfrískir, eru þið virkilega hræddir við þennan vírus?

Er ég að missa af einhverju crucial infoi?


Þetta snýst meira um að smita ekki þá sem eru í áhættuhópi. Pabbi er með lungnasjúkdóm=ég má ekki veikjast og smita hann.


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Þri 10. Mar 2020 09:11

ZiRiuS skrifaði:Ég hef ekki gluggað vel í þennan póst en ég er samt forvitinn, þið sem eruð undir 50 ára og fullfrískir, eru þið virkilega hræddir við þennan vírus?

Er ég að missa af einhverju crucial infoi?


Þetta er tilgangurinn, það á ekki að koma í veg fyrir að allir veikist, það á að koma í veg fyrir að allir veikist á sama tíma.

Mynd



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Þri 10. Mar 2020 10:51

rapport skrifaði:
Þetta er tilgangurinn, það á ekki að koma í veg fyrir að allir veikist, það á að koma í veg fyrir að allir veikist á sama tíma.


Alltof margir sem að átta sig ekki á þessu.

það var tvennt í stöðunni upprunalega.
Loka landinu gersamlega áður en veiran kom upp og koma strax af stað alvarlegri kreppu.
eða
Hægja á framganginum á verirunni sem að vitað var að myndi koma hingað þannig að heilbrigðiskerfið ráði við það sem að kemur.

Seinni valkosturinn (og í raun sá eini) er að virka, hann er að virka útaf því hversu fá við erum, það eru gríðarlega mörg smit hérna miðað við mannsfjölda útaf því að það eru óhemju margir tékkaðir, t.d. var fólið sem að kom frá ítalíu ekki tékkað á ítalíu, það eru smit sem að gerður í raun á ítalíu en eru skráð á íslandi.
En kosturinn við fámennið er auðvitað að það er tiltölulega auðvelt að hafra uppá þessu fólki, vandamálið er auðvitað að hluti af fólki fer ekki eftir tilmælum en samt sem áður nógu margir til þess að hún haldist í skefjum.

Ítalir aftur á móti eru núna í raun komnir í valkost 1 eftir að valkostur 2 klikkaði hjá þeim.

Valkostur 1 er hrikalegur.
Kemur einfaldlega af stað kreppu, það að stöðva hjól atvinnulífsins í fleiri vikur getur ekki endað vel á nokkurn máta.
Það að hægja á þeim er slæmt, það er það sem að gerist í valkosti 2.

Já og ef að einhver ætlar að fara að downtalka kreppu og segja að hún sé ekki alvarleg.
Það að stöðva hjól atvinnulífsins svona gróflega er stóralvarlegt og á líka eftir að kosta mannslíf.


Annars er ég persónulega ekki hræddur við vírusinn, tel að fyrir mig væri þetta einsog slæm flesna, semsagt ég væri sjálfur orðinn góður seinna.

En foreldrar mínir ásamt foreldrar flestra hérna eru að eldast og með undirliggjandi sjúkdóma, mig langar ekkert að smitast út af því.
Síðast breytt af urban á Þri 10. Mar 2020 10:52, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Tbot » Þri 10. Mar 2020 11:42

urban skrifaði:
rapport skrifaði:
Þetta er tilgangurinn, það á ekki að koma í veg fyrir að allir veikist, það á að koma í veg fyrir að allir veikist á sama tíma.


Alltof margir sem að átta sig ekki á þessu.

það var tvennt í stöðunni upprunalega.
Loka landinu gersamlega áður en veiran kom upp og koma strax af stað alvarlegri kreppu.
eða
Hægja á framganginum á verirunni sem að vitað var að myndi koma hingað þannig að heilbrigðiskerfið ráði við það sem að kemur.

Seinni valkosturinn (og í raun sá eini) er að virka, hann er að virka útaf því hversu fá við erum, það eru gríðarlega mörg smit hérna miðað við mannsfjölda útaf því að það eru óhemju margir tékkaðir, t.d. var fólið sem að kom frá ítalíu ekki tékkað á ítalíu, það eru smit sem að gerður í raun á ítalíu en eru skráð á íslandi.
En kosturinn við fámennið er auðvitað að það er tiltölulega auðvelt að hafra uppá þessu fólki, vandamálið er auðvitað að hluti af fólki fer ekki eftir tilmælum en samt sem áður nógu margir til þess að hún haldist í skefjum.

Ítalir aftur á móti eru núna í raun komnir í valkost 1 eftir að valkostur 2 klikkaði hjá þeim.

Valkostur 1 er hrikalegur.
Kemur einfaldlega af stað kreppu, það að stöðva hjól atvinnulífsins í fleiri vikur getur ekki endað vel á nokkurn máta.
Það að hægja á þeim er slæmt, það er það sem að gerist í valkosti 2.

Já og ef að einhver ætlar að fara að downtalka kreppu og segja að hún sé ekki alvarleg.
Það að stöðva hjól atvinnulífsins svona gróflega er stóralvarlegt og á líka eftir að kosta mannslíf.


Annars er ég persónulega ekki hræddur við vírusinn, tel að fyrir mig væri þetta einsog slæm flesna, semsagt ég væri sjálfur orðinn góður seinna.

En foreldrar mínir ásamt foreldrar flestra hérna eru að eldast og með undirliggjandi sjúkdóma, mig langar ekkert að smitast út af því.


Hvor leiðin sem er valin veldur alltaf kreppu, spurningin er frekar hvor veldur verri kreppu.
Miðað við hvernig mál hafa þróast virðist leið 2 valda verri kreppu.

Heimurinn missti af besta möguleikanum í upphafi sem var að einangra Kína.

Það sem margir virðast ekki átta sig á er að veiran hefur nú þegar stökkbreyst og er Ítalía útgáfan verri.
Þannig að hún getur stökkbreyst aftur í jafn skæða og þá sem var í spænsku veikinni. Þá er ekki spurt um krónur og aura heldur hvort dánartalan verður 50 - 100 eða jafnvel 500 milljónir manna. (Dánartala í spænsku veikinni var á milli 50 til 100 milljónir)

En eitt stærsti þátturinn með sóttkví er að reyna að láta veiruna "deyja út" en ekki bara að stjórna álagi á sjúkrahús.
Síðast breytt af Tbot á Þri 10. Mar 2020 11:43, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Jón Ragnar » Þri 10. Mar 2020 12:41

Svo eru margir vinnustaðir farnir að skipta öllu niður í hópa. Annar hópur heima að vinna og hinn í vinnunni.


Til að tryggja að það verði ekki mikið smit ef það kemur upp og fólk hverfi frá vinnu



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf jonsig » Þri 10. Mar 2020 14:38

Ég held að kúkurinn sé kominn í viftuna, fyrsta skipti sem ég man eftir kom frétt í morgun sem fjórir smitast og smitrakning er ennþá í gangi. Kæmi mér ekki að óvart ef þetta eru þriðja aðila smit. Það var talið líka fyrst að hver einstaklingur smiti 2-3 en nýjasta sem ég hef lesið er 6+.

Svo gleymdi sóttvarnarlæknir að gera ráð fyrir fávitunum sem eru hlutfallslega töluvert margir, sérstaklega á Íslandi. Ekki fyrsta skiptið það í sögunni.
Síðast breytt af jonsig á Þri 10. Mar 2020 14:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf urban » Þri 10. Mar 2020 14:43

Tbot skrifaði:Hvor leiðin sem er valin veldur alltaf kreppu, spurningin er frekar hvor veldur verri kreppu.
Miðað við hvernig mál hafa þróast virðist leið 2 valda verri kreppu.


Já það er alveg rétt.
En ástandið á landinu í dag er þokkalegt, hefði verið farið í lockdown einsog þeir brjáluðustu vildu um miðjan janúar þá væri ástandið hérna hræðilegt nú þegar og ætti bara eftir að versna.

Þetta kemur alveg klárlega til með að valda kreppu, hún kemur alveg klárlega líka til með að vera viðráðanlegri með landið opið en landið lokað.

Ástand einsog á Ítalíu, þar sem að landið er á stærstum hluta á lockdown yrði vægast sagt skelfilegur, sér í landi þar sem að "allt" er innflutt.
Síðast breytt af urban á Þri 10. Mar 2020 14:50, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf jonsig » Þri 10. Mar 2020 14:43

Smá kannski samsærisnött en þetta graf meikar alveg sens, þetta verður ekkert stoppað.

Mynd
Síðast breytt af jonsig á Þri 10. Mar 2020 14:44, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2020 16:33

Fjármagnseigendur geta þó verið keikir, fulltrúar sjálfstæðisflokkanna þriggja í ríkisstjórn lofuðu þeim annari Skjaldborg í beinni útsendingu í morgun.
Fannst kostulegt að heyra BjarnaB tala um að "ausa" fjármagni í bankana, auðvitað passar hann upp á að hafa bankana í lagi áður en hann einkavinarænir þeim.

https://www.ruv.is/frett/asi-segir-laun ... arpakkanum



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf rapport » Þri 10. Mar 2020 16:45

jonsig skrifaði:Smá kannski samsærisnött en þetta graf meikar alveg sens, þetta verður ekkert stoppað.


Það á ekki að stoppa þetta, bara hægja á þessu svo að innviðirnir ráði við þetta.

Þetta eru sömu vísindi og í umferðinni, að ef allir eru á ferð á sama tíma þá ráða vegirnir ekki við álagið. Ef við dreifum umferðinni betur þá ráða vegirnir vel við alla umferðina.

Spítalinn er vegur, og ræður bara við ákveðið marga mjög veika sjúklinga = samfélagið er að taka sig saman og gera allt til að koma í veg fyrir smit því eins og grafið þitt sýndi, þá eru hlutirnir fljótir að gerast.

Mér persónulega finnst yfirvöld hér heima hafa staðið sig ógeðslega vel.

En auðvitað þá hefur margt mátt gera betur, en yfirleitt skrifast það á fólkið eða einhverja vanhugsun í áætlunum (t.d. þau sem tóku leigubíl frá flugvellinum eftir að hafa verið sagt að fara í sóttkví)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2020 17:09

rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Smá kannski samsærisnött en þetta graf meikar alveg sens, þetta verður ekkert stoppað.


Það á ekki að stoppa þetta, bara hægja á þessu svo að innviðirnir ráði við þetta.

Þetta eru sömu vísindi og í umferðinni, að ef allir eru á ferð á sama tíma þá ráða vegirnir ekki við álagið. Ef við dreifum umferðinni betur þá ráða vegirnir vel við alla umferðina.

Spítalinn er vegur, og ræður bara við ákveðið marga mjög veika sjúklinga = samfélagið er að taka sig saman og gera allt til að koma í veg fyrir smit því eins og grafið þitt sýndi, þá eru hlutirnir fljótir að gerast.

Mér persónulega finnst yfirvöld hér heima hafa staðið sig ógeðslega vel.

En auðvitað þá hefur margt mátt gera betur, en yfirleitt skrifast það á fólkið eða einhverja vanhugsun í áætlunum (t.d. þau sem tóku leigubíl frá flugvellinum eftir að hafa verið sagt að fara í sóttkví)


Vanhugsað og ekki vanhugsað, það verður að tala um þetta eins og það er.
Hvernig má annars vera að sérþjálfað og hámenntað heilbrigðisstarfsfólk með hreinlæti í fyrirrúmi og á sótthreinsuðum vinnustað nái sér í fjöldasmit?
Eru ekki allir orðnir útsettir fyrir smiti og bara tímaspursmál hvenær allt fer á hliðina?
Nýjustu tölur frá Ítalíu:
9.172 smitaðir
724 búnir að jafna sig
463 dánir

Eina sem getur stoppað þetta er að fara Kínversku leiðina og loka öllu en það hefði hræðilegar efnahagslegar afleiðingar.
Svo spurningin er; Hvort viltu láta hengja þig eða skjóta þig?


Lesið þessa grein:
https://www.theatlantic.com/ideas/archi ... ng/607675/




Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

GuðjónR núna

Pósturaf Sporður » Þri 10. Mar 2020 17:39

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég á að nenna að skila skattaskýrslunni eða taka bara GuðjónR á þetta.

Mynd

Mynd

Mynd



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: GuðjónR núna

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2020 18:12

Sporður skrifaði:Ég er að velta því fyrir mér hvort ég á að nenna að skila skattaskýrslunni eða taka bara GuðjónR á þetta.

Mynd

Mynd

Mynd

Spurning um að skila henni inn svona í síðasta sinn :)
Viðhengi
ED20C577-F116-4EDE-BA8E-AA5C7B141CC3.jpeg
ED20C577-F116-4EDE-BA8E-AA5C7B141CC3.jpeg (111.99 KiB) Skoðað 3192 sinnum



Skjámynd

brain
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf brain » Þri 10. Mar 2020 20:35

"Hvernig má annars vera að sérþjálfað og hámenntað heilbrigðisstarfsfólk með hreinlæti í fyrirrúmi og á sótthreinsuðum vinnustað nái sér í fjöldasmit?"

Þessir heilbrigðisstarfmenn voru víst á ítalíu í hópferð, og smituðust þar.



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf vesi » Þri 10. Mar 2020 21:05

Rogan með einhvern veirusérfræðingin í viðtali um Covid-19

Michael Osterholm is an internationally recognized expert in infectious disease epidemiology. He is Regents Professor, McKnight Presidential Endowed Chair in Public Health, the director of the Center for Infectious Disease Research and Policy (CIDRAP), Distinguished Teaching Professor in the Division of Environmental Health Sciences, School of Public Health, a professor in the Technological Leadership Institute, College of Science and Engineering, and an adjunct professor in the Medical School, all at the University of Minnesota. Look for his book


[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=E3URhJx0NSw&t=135s[/youtube]


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2020 22:08

Fá þeir ekki örugglega greiddar bætur úr ríkissjóði?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020 ... i_sottkvi/



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16512
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2112
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Mar 2020 22:59

Var að fá annað áríðandi bréf frá skólastjóra Borgarholtsskóla.

Kæru nemendur í LEI2DO5. Í kvöld kom í ljós að kennarinn ykkar, XXX XXXX XXXXX hefur umgengist COVID19 smitaðan einstakling og hefur verið sett í sóttkví. Hún kenndi ykkur í morgun og þó hún sé ekki greind smituð þá vil ég biðja ykkur um að vera heima á morgun þar til ég fæ nánari upplýsingar um gang mála. Einhver ykkar eru að leika í Grís en við verðum komin með niðurstöðu við fyrsta tækifæri á morgun um framhaldið. Það er mjög ólíklegt að þið lendið í sóttkví en ég vil vera viss um hvað sé rétt að gera í stöðunni. Heyrumst á morgun. Kveðja, Ársæll


Ég ætla að halda börnunum heima fram á sunnudag og endurmeta stöðuna þá.
Ekki hægt að sitja og bíða eftir að bjúrókratar taki ákvarðanir fyrir mann.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3169
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 11. Mar 2020 09:12

vesi skrifaði:Rogan með einhvern veirusérfræðingin í viðtali um Covid-19

Michael Osterholm is an internationally recognized expert in infectious disease epidemiology. He is Regents Professor, McKnight Presidential Endowed Chair in Public Health, the director of the Center for Infectious Disease Research and Policy (CIDRAP), Distinguished Teaching Professor in the Division of Environmental Health Sciences, School of Public Health, a professor in the Technological Leadership Institute, College of Science and Engineering, and an adjunct professor in the Medical School, all at the University of Minnesota. Look for his book


[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=E3URhJx0NSw&t=135s[/youtube]


Flott viðtal
Horfði reyndar á ákveðna samantekt How Serious is the Coronavirus? Infectious Disease Expert Michael Osterholm Explains | Joe Rogan

Skv þessum sérfræðingi er þessi veira 15 sinnum meira smitandi en hefðbundin inflúensa


Just do IT
  √

Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf vesi » Mið 11. Mar 2020 11:55

Hjaltiatla skrifaði:
vesi skrifaði:Rogan með einhvern veirusérfræðingin í viðtali um Covid-19

Michael Osterholm is an internationally recognized expert in infectious disease epidemiology. He is Regents Professor, McKnight Presidential Endowed Chair in Public Health, the director of the Center for Infectious Disease Research and Policy (CIDRAP), Distinguished Teaching Professor in the Division of Environmental Health Sciences, School of Public Health, a professor in the Technological Leadership Institute, College of Science and Engineering, and an adjunct professor in the Medical School, all at the University of Minnesota. Look for his book


[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=E3URhJx0NSw&t=135s[/youtube]


Flott viðtal
Horfði reyndar á ákveðna samantekt How Serious is the Coronavirus? Infectious Disease Expert Michael Osterholm Explains | Joe Rogan

Skv þessum sérfræðingi er þessi veira 15 sinnum meira smitandi en hefðbundin inflúensa


Held að það hafi nú flest allt komið fram þar, en þeir fóru soldið fram og aftur allt viðtalið eins og Rogan á til að gera.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Kórónaveiran komin til Íslands

Pósturaf Sporður » Mið 11. Mar 2020 12:36

GuðjónR skrifaði:Vanhugsað og ekki vanhugsað, það verður að tala um þetta eins og það er.
Hvernig má annars vera að sérþjálfað og hámenntað heilbrigðisstarfsfólk með hreinlæti í fyrirrúmi og á sótthreinsuðum vinnustað nái sér í fjöldasmit?


https://www.visir.is/g/202017503d/starf ... il-utlanda

Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt.



:baby