Tölvutek lokar verslunum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf FuriousJoe » Mán 24. Jún 2019 10:16

Sælir/Sælar, ég las rétt í þessu að tölvutek væri farið á hausinn/lokað af óviðráðanlegum ástæðum

Tekið af facebook tölvutek

Kæru viðskiptavinir,

Eftir 12 ár í rekstri þykir okkur leiðinlegt að tilkynna að af óviðráðanlegum ástæðum verða verslanir Tölvutek lokaðar frá og með 24.júní 2019.

Viðgerðir:

Starfsfólk Tölvutek verður í símasambandi næstu daga við þá viðskiptavini sem eiga Tölvubúnað í viðgerð og sér um að koma búnaði til þeirra viðskiptavina.

Pantanir:

Pantanir sem hafa verið greiddar með greiðslukorti eða Greitt.is en ekki afhentar, viðskiptavinur skal setja sig strax í samband við viðkomandi greiðsluaðila og fá færsluna fellda niður ef vara hefur ekki verið afhent eða greiðsla þegar verið felld niður.

Pantanir sem hafa verið greiddar með innleggi en ekki afhentar, eigum við von á að verði ýmist afgreiddar eða endurgreiddar inn á reikning viðkomandi. Kannaðu hvort ekki hafi verið endurgreitt nú þegar.

Ábyrgðamál:

Verið er að vinna í ferli ábyrðgarmála og verður ferli fyrir öll vörumerki tilkynnt fljótlega.

Skilaboð:

Næstu daga verður hægt að senda skilaboð í spjalli á Facebook og gerum við okkar besta til að leysa úr öllum málum.

Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur. :)

Starfsfólk Tölvutek



Leiðinlegar fréttir, þekkti fólkið á bakvið þetta back in the day allt topp fólk, vann þarna í nokkur ár á Akureyri í viðgerðum.

Gangi ykkur sem best, starfsfólk Tölvutek.



Ykkar hugsanir?


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf pepsico » Mán 24. Jún 2019 10:18

Ég hef aldrei verslað við verra fyrirtæki og sé heldur betur ekki eftir þeim.




DanniStef
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Mið 29. Mar 2017 19:17
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf DanniStef » Mán 24. Jún 2019 10:29

Held að helsta ástæðan hafi verið að þeir hafi runnið út á v.v. auglýstu sig alltaf svo vel að þeir fengu alltaf nýja v.v. en aldrei "returning customer"
ég og flestir sem ég þekki sem hafa verslað þarna hafa aldrei farið aftur vegna shitty þjónustu.

en það er bara mín kenning og reynsla!
Síðast breytt af DanniStef á Mán 24. Jún 2019 10:33, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf SolidFeather » Mán 24. Jún 2019 10:29

Damn og ég sem er búinn að bíða eftir því að þeir fengju Fractal Design R6 gluggalausan aftur !!!



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Alfa » Mán 24. Jún 2019 10:45

En hvað verður um "Ódýrið"? Er það ekki sömu eigendur ?


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf rapport » Mán 24. Jún 2019 10:49

Ég verslaði ekki mikið við þá en mun dauðsjá eftir þeim á markaðinum, er þá Ódýrið ekki farið líka?

Mig grunar að við séum að leið inn í tvísýna tíma og að mörg fyrirtæki muni sigla í strand á komandi ári.

Hugsanlega og vonandi voru forráðamenn Tölvutek með nægt vit til að skilja ekki eftir sig slóð skulda og hættu á réttum tímapunkti.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Tbot » Mán 24. Jún 2019 10:52

Því miður héld ég að þeir hafi komið sér sjálfir í þessa stöðu.

Verslaði nokkrum sinnum hjá þeim þegar þeir voru í Borgartúni og ekkert nema fint.
Þegar þeir fluttu sig Hallarmúlann fannst mér þjónustan versna ansi hratt svo ég hætti að fara til þeirra.
Ákvað þó í fyrra að koma við til að kaupa hlut sem var til samkvæmt vefsíðu þeirra. Þegar ég kom á staðinn var hluturinn ekki til og fékk bara lélegar afsakanir vegna þessa misræmis.
Þannig að ég sá að ekkert hafði breyst og fór annað.




brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf brynjarbergs » Mán 24. Jún 2019 10:59

Tölvutek sáu að hin tæknifyrirtækin* voru að loka verslunum og vildu ekki vera minni menn svo þeir skelltu bara öllu klabbinu í lás!

*Advania í RVK og Origo á Akureyri



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf russi » Mán 24. Jún 2019 11:01

Þetta eru leiðinlegar fréttir, við hljótum að vilja virka samkeppni og með þessu minnkar hún töluvert.
Óháð því hvað fólk segir um þá, þá hef ég bara gott um þá að segja. Verslaði töluvert við þá í gegnum vinnuna hjá mér og aldrei verið neitt vesen, það kannski hjálpar í mínu tilfelli að ég er fær að gera við allt sjálfur ef eitthvað kom uppá



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf lukkuláki » Mán 24. Jún 2019 11:03

Ætli þeir skipti ekki bara um kennitölu og haldi áfram eftir nokkra daga undir nýju nafni ... það kæmi allavega ekki á óvart.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


brynjarbergs
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 382
Skráði sig: Mið 28. Maí 2014 13:57
Reputation: 54
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf brynjarbergs » Mán 24. Jún 2019 11:07

lukkuláki skrifaði:Ætli þeir skipti ekki bara um kennitölu og haldi áfram eftir nokkra daga undir nýju nafni ... það kæmi allavega ekki á óvart.


Alveg bókað mál!
Spurning um að henda í nafna-gisk-keppni? :hmm



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf rapport » Mán 24. Jún 2019 11:08

lukkuláki skrifaði:Ætli þeir skipti ekki bara um kennitölu og haldi áfram eftir nokkra daga undir nýju nafni ... það kæmi allavega ekki á óvart.


Við ættum að sjá það strax, ef þessi vörumerki verða auglýst annarstaðar fljótlega þá er þetta for realz




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Mossi__ » Mán 24. Jún 2019 11:08

Síðast þegar ég átti viðskipti við Tölvutek þurfti ég að siga Neytendasamtökunum á þá til að fá vöruna afgreidda. Þetta voru 3 mánaða barátta árið 2012 um vöru sem kostaði þá um 300.000 og tæki ætlað í vinnu.

Ég græt þá seint.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Benzmann » Mán 24. Jún 2019 11:13

hvaða Ragequit er þetta ?


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Tbot » Mán 24. Jún 2019 11:17

Mundi segja að þetta sé hálf hallærislegt. Undir laus störf á síðunni hjá þeim.

Laus störf

Reykjavík
Sölumaður í verslun - Fullt starf eða Hlutastarf
Fjölbreytt starf sem felst í ráðgjöf við val á tölvubúnaði til viðskiptavina auk tilfallandi starfa í verslun en starfið hentar jákvæðum og þjónustulunduðum einstakling sem hefur gaman af mannlegum samskiptum.
Nýleg og góð þekking á helstu tölvuíhlutum og tölvubúnaði æskileg.
Sendið tölvupóst á starf@tolvutek.is með ferilskrá og tölvuþekkingu.


Akureyri
Tæknisinnaður sölumaður - Fullt starf eða Hlutastarf
Óskum eftir tæknisinnuðum sölumanni í tölvuverslun okkar á Akureyri í hluta eða fullt starf.
Fjölbreytt starf sem felst í ráðgjöf við val á tölvubúnaði til viðskiptavina auk tilfallandi starfa í verslun og verkstæði en starfið hentar jákvæðum og þjónustulunduðum einstakling sem hefur gaman af mannlegum samskiptum.
Nýleg og góð þekking á helstu tölvuíhlutum og tölvubúnaði æskileg.
Sendið tölvupóst á starfak@tolvutek.is með ferilskrá og tölvuþekkingu.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf akarnid » Mán 24. Jún 2019 11:33

Mér skildist að það hefðu líka verið teknar vafasamar bisness ákvarðanir, ein var að þeir hefðu verið svo vissir um að selja vel af þessum ódýru Star Wars drónum að þeir hefðu pantað gríðarlegt magn af þeim, og svo setið uppi með þá.



Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf techseven » Mán 24. Jún 2019 12:17

DanniStef skrifaði:Held að helsta ástæðan hafi verið að þeir hafi runnið út á v.v. auglýstu sig alltaf svo vel að þeir fengu alltaf nýja v.v. en aldrei "returning customer"
ég og flestir sem ég þekki sem hafa verslað þarna hafa aldrei farið aftur vegna shitty þjónustu.

en það er bara mín kenning og reynsla!



Ég fékk alltaf frábæra þjónustu þarna.


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7592
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf rapport » Mán 24. Jún 2019 12:20

https://odyrid.is/

Ódýrið skrapp í sumarfrí?

Er verið sé að breyta þessu í 100% netverslun?

Sé að það er ekki rekið á sömu kennitölu.




Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Televisionary » Mán 24. Jún 2019 12:23

"Stærstu hluthafar Tölvuteks eru Hafþór Helgason framkvæmdastjóri með 24 prósent, Þórdís Guðmundsdóttir með níu prósent, Bragi Haraldsson með sjö prósent og Halldór Hrafn Jónsson með sex prósent."

Hver átti 54% á móti þeim?




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Dúlli » Mán 24. Jún 2019 12:33

Komin tími til, handónýtt keðja með allt of há verð og slappa þjónustu.




Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 268
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 52
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Emarki » Mán 24. Jún 2019 12:41

Þetta er allt "part of the plan".

Það verður græjuð ný kennitala innan skamms og nýjir bæklingar með svaka opnunartilboð á næstunni. Þetta hefur verið rekið á mörgum kt.

Síðan þetta var Tölvulistinn fyrir mörgum árum, sem er ein snilldin þegar það var selt til heimilistækja og svo stofnaði hann annað nákvæmlega eins sem var Tölvutek. Það gæti vel verið að Ódýrið verði plan B.

Annars eru bara 3 sjálfstætt starfandi tölvuverslanir á íslandi, Tölvutækni, computer.is og Kísildalur. Tölvulistinn og att.is er sama. Tölvutek og Ódýrið það sama einnig. Ég hef alltaf stutt "litla gæjan" og hef bara verslað við þessa 3 sjálfsstætt starfandi, persónulega finnst mér Kísildalur persónulegasta verslunin þar sem að eigandinn sjálfur getur verið að afgreiða þig og tekið þig í stutt spjall.

Kv. Einar



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf DaRKSTaR » Mán 24. Jún 2019 12:54

fínasta verslum, ég hef verslað allt við þá hérna á akureyri og aldrei lent í veseni.

ömurlegt að sitja eftir bara með tölvulistann, finnst það vera ein mesta drullu búð íslands og verðin þar á pari við tíu 11.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Alfa » Mán 24. Jún 2019 13:00

Emarki skrifaði:Síðan þetta var Tölvulistinn fyrir mörgum árum, sem er ein snilldin þegar það var selt til heimilistækja og svo stofnaði hann annað nákvæmlega eins sem var Tölvutek. Það gæti vel verið að Ódýrið verði plan B.Kv. Einar


Skil ekki alveg hvernig þú ert að orða þetta en Tölvulistinn og Tölvutek var aldrei það sama allavega. Einn af stofnendum Tölvutek er einn af fyrrverandi eigendum Tölvulistans aftur á móti.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf Sydney » Mán 24. Jún 2019 13:22

Emarki skrifaði:Þetta er allt "part of the plan".

Það verður græjuð ný kennitala innan skamms og nýjir bæklingar með svaka opnunartilboð á næstunni. Þetta hefur verið rekið á mörgum kt.

Tölvutek hefur keyrt á sömu kennitölu frá stofnun 2007 til dagsins í dag as far as I know.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16575
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvutek lokar verslunum

Pósturaf GuðjónR » Mán 24. Jún 2019 14:07

Þetta kom mér verulega á óvart.