True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf Tiger » Fim 21. Mar 2019 19:52

Af illri nausyn (vegna vinnu) þurfti ég að færa mig frá Símanum yfir til Vodafone í byrjun árs og finnst merkilegt að sjá hver hraðamunurinn er á þessum tveimur internet veitum.

þetta er nefnilega nokkuð hrá niðurstaða, því ég er með minn eigin búnað þannig að mælingarnar hjá Símanum voru á sama router og switch (edge og unifi) og Vodafone mælingarnar. Og til að gera þetta enn betra, þá vildi ég ekki GR tengingu þar sem Míla var dregin inní hús og er Vodafone netið því yfir Mílu netið alveg eins og tengingin hjá Símanum var.....

Allar mælingar gerðar eftir restart á búnaði og engin torrent eða plex í gangi.

Svolítið sláandi myndi ég segja.

Screenshot 2019-03-20 at 22.41.40.png
Screenshot 2019-03-20 at 22.41.40.png (64.15 KiB) Skoðað 2844 sinnum



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 21. Mar 2019 19:58

Hvaða servera varstu að nota? Tók eftir því þegar ég var hjá Mílu að hraðinn var mjög mismunandi eftir því hvaða servera speedtest var að nota (innanlands ofc).



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf Tiger » Fim 21. Mar 2019 20:00

ZiRiuS skrifaði:Hvaða servera varstu að nota? Tók eftir því þegar ég var hjá Mílu að hraðinn var mjög mismunandi eftir því hvaða servera speedtest var að nota (innanlands ofc).


Notaði server Símans þegar ég var hjá Símanum, og server Vodafone eftir að ég byrjaði þar.



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf Nitruz » Fim 21. Mar 2019 20:03

Mynd

Standard búnaður frá voda á háannatíma og ekki búið að restarta í marga mánuði :-k



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf ZiRiuS » Fim 21. Mar 2019 20:20

Tiger skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Hvaða servera varstu að nota? Tók eftir því þegar ég var hjá Mílu að hraðinn var mjög mismunandi eftir því hvaða servera speedtest var að nota (innanlands ofc).


Notaði server Símans þegar ég var hjá Símanum, og server Vodafone eftir að ég byrjaði þar.


Hvað sýna hinir serverarnir?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf hagur » Fim 21. Mar 2019 20:30

Ég er hjá Vodafone með Edgerouter X og næ yfirleitt að maxa (eða því sem næst) 1Gbps tengingu þegar ég speed-testa.



Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf Tiger » Fim 21. Mar 2019 23:30

ZiRiuS skrifaði:
Tiger skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Hvaða servera varstu að nota? Tók eftir því þegar ég var hjá Mílu að hraðinn var mjög mismunandi eftir því hvaða servera speedtest var að nota (innanlands ofc).


Notaði server Símans þegar ég var hjá Símanum, og server Vodafone eftir að ég byrjaði þar.


Hvað sýna hinir serverarnir?


Í öllum tilfellum lægra eða svipað, aldrei hærra.




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf pepsico » Fös 22. Mar 2019 00:03

Hraðinn hjá mér fór úr um 950 Mbps í um 450 Mbps einhvern tímann, hjá Vodafone gegnum GR, en ég hef aldrei nennt að pæla í því. Kannski erum við að lenda í því sama, hvað sem það getur verið.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 553
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf kornelius » Fös 22. Mar 2019 00:42

Eru menn virkilega að láta plata sig með einhverju ljósneti ennþá?



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf appel » Fös 22. Mar 2019 00:51

kornelius skrifaði:Eru menn virkilega að láta plata sig með einhverju ljósneti ennþá?

Held það sé augljóst að hann er að prófa Mílu GPON-fiber og bera saman Símann og Vodafone sem internet þjónustuaðila.


*-*


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf kjartanbj » Fös 22. Mar 2019 11:30

Bara við að færa mig frá Gagnaveitunni þegar ég bjó í Reykjavík yfir í Mílu á Selfossi hefur tengingin hjá mér verið hægari ásamt hærra pingi, næ Aldrei 930 eins og í bænum heldur rokkar þetta svona 600-850 og úr 1ms í 6-7ms , enda bíð ég eftir að Gagnaveitan komi hingað

Hjá Gagnaveitunni var speedtest alltaf 920-930 ca sama á hvaða tíma sólahringsins það var, hér er þetta algerlega rokkandi upp og niður eftir tíma sólahrings , var með sama búnað í bænum og hér á Selfossi til að byrja með en er núna með Unifi USG en það er engin munur á hraða á gamla búnaðinum sem var Netgear router og USG

Sami ISP á báðum stöðum , Hringdu



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf rickyhien » Fös 22. Mar 2019 11:38

eg lenti í þessu einu sinni þegar eg var hja Vodafone, hraðinn cappast við 400-600 Mbps, póstaði líka hérna en svo var 1 vaktari sem hjálpaði mér að laga, einarth ... man ekki hvort en held að hann var að vinna hjá GR samt, ekki Vodafone



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf mort » Fös 22. Mar 2019 14:45

Það er ákveðinn eðlismunur á GR netinu og Mílu GPON. Við (Vodafone) og ég reikna með að Síminn geri það sama, sækjum notendur GPON í hverri símstöð. Þannig erum við með stórar samtengingar nálægt notendum á viðkomandi svæði - og eigum fullt af bandvídd frá þessum samtengipunktum til kjarna.

GR skiptir notendum í svæði, og safnar allri umferð frá access í kjarna og skilar því til ISP'ana yfrir stórar heildsölutengingar. Klárt mál hjá okkur í Vodafone að þessar stóru samtengingar eru ekki full nýttar, þær liggja nær 50% á álagstímum. Við ráðum lítið hvað er að gerast innan nets hjá GR - þú gætir verið að sjá congestion á aggregation->dist/core hjá þeim - en ég hef ekki hugmynd um það.

Ertu að sjá þessar lægri tölur á álagstíma (21:00-23:00) eða jafn yfir ?

Speedtest serverinn er svo gott sem beintengdur við kjarna.

- Mort


---


einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf einarth » Fös 22. Mar 2019 15:22

Mort - Tiger er að lenda í þessu vandamáli með þjónustu frá ykkur yfir GPON kerfi mílu - ekki okkar kerfi (GR).
-Þessar stóru samtengingar þínar í símstöðvar eru því ekki að bjarga þessu - enda ertu líka blindur á hvað er að gerast í aðgangsneti mílu hvað bandvídd varðar (heildsöluskiptir, OLT, splitterar) og þarft að treysta á að þeir sinnu sínu - rétt eins og með okkar kerfi.

Það eru engin bandvíddar vandamál í okkar kerfi (core-distribution-access) - og öll sambönd eru stækkuð áður en þau fyllast.
Það hefur komið fyrir að samtengingar við ISP'a hafa farið að fyllast á álagstímum en þá hefur yfirleitt staðið á ISP'unum að skaffa port á móti okkur til stækkunar.

Þetta útilokar auðvita ekki að stöku viðskiptavinir lendi í einhverjum frávikum í hraða - en við tökum öll slík mál til skoðunar og lagfærum ef vandamálið liggur í okkar kerfi eða búnaði (þ.m.t. heimtaugum og ljósbreytum á heimilum).

Höfum jafnvel farið lengra en það og farið í lagfæringar á cat lögnum á heimilum til að lagfæra vandamál með hraða viðskiptavina.

Kv, Einar.



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: True hraðamunur milli Símans og Vodafone?

Pósturaf mort » Fös 22. Mar 2019 15:33

Einar - úbbs ;) - las þetta ekki alveg. Enda var ég nokkuð hissa þar sem almennt hafa notendur GR verið að pósta topp speedtest resaults og er nánast undantekning að við fáum einhver case inn á borð vegna hraðamála þar.

En það er alveg rétt að við erum í raun alveg blindir inn í aðgangslagið (Míla/GR) vitum lítið hvað er að gerast þar.

Tiger - sendu mér PM með einhverjar upplýsingar (sími/línunúmer/kt) - ég skal skoða hvað er í gangi.


---