Ábyrgð í Tölvutek

Allt utan efnis

Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf danniornsmarason » Fim 20. Sep 2018 01:14

Sælir, ég keypti semsagt mekanískt RGB lyklaborð í tölvutek fyrir nokkru síðan,
það hætti að virka vissir takkar og fór með það til þeirra núna og þeir sögðu að það væri í ábyrgð.
Þeir hringdu síðan seinna eins og þeir ætluðu og sögðu að ég gæti bætt við 5000kr og fengið svipað lyklaborð
nema ekki með RGB,(þar sem hitt sem ég koma með er ekki lengur selt) það kostar 15.000kr meira en það sem ég keypti.
Þá er ég að spá, eiga þeir ekki að skipta út (laga eða bara nýtt) lyklaborðinu fyrir eitthvað sambærilegt?
Síðast breytt af danniornsmarason á Fim 20. Sep 2018 01:23, breytt samtals 1 sinni.


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf Henjo » Fim 20. Sep 2018 01:18

Hluturinn er í ábyrgð, þeir eiga að skipta honum út, laga hann fyrir þig eða endurgreiða þér vöruna.




Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf danniornsmarason » Fim 20. Sep 2018 01:45

Henjo skrifaði:Hluturinn er í ábyrgð, þeir eiga að skipta honum út, laga hann fyrir þig eða endurgreiða þér vöruna.

Geta þeir endurgreitt í innegn eða get ég fengið peninginn til baka?


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |


pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf pepsico » Fim 20. Sep 2018 02:19

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003048.html

Af minni reynslu fylgir Tölvutek ekki lögum landsins svo það sem stendur þarna nýtist eflaust ekki nema þú nennir að standa í því að kæra þá til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf Benzmann » Fim 20. Sep 2018 09:21

danniornsmarason skrifaði:
Henjo skrifaði:Hluturinn er í ábyrgð, þeir eiga að skipta honum út, laga hann fyrir þig eða endurgreiða þér vöruna.

Geta þeir endurgreitt í innegn eða get ég fengið peninginn til baka?


Þú átt að geta fengið peninginn til baka, en það er oft sem þeir reyna að troða eh inneignanótu inn á mann í staðinn.

ef þeir geta ekki látið þig fá sambærilegt lyklaborð sem þú þarft ekki að borga upp í, þá myndi ég bara segja við þá að þú viljir þá fá endurgreitt og ætlir að finna þér sambærilegt lyklaborð annarstaðar.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Límband
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Fim 02. Ágú 2012 14:14
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf Límband » Fim 20. Sep 2018 14:49

Áttu við að þeir buðu þér 10þús afslátt af nýju lyklaborði, þar sem gallaða varan er hætt í sölu, til að koma til móts við þig? Þér stendur væntanlega einnig til boða að fá endurgreiðslu á síðasta söluverði vörunnar, ef svo er finnst mér þetta alls ekki ósanngjörn lausn af hálfu Tölvuteks.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf pattzi » Fim 20. Sep 2018 15:01

Lögbundin 2 ára ábyrgð þannig nýtt lyklaborð eða hitt viðgert




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf pepsico » Fim 20. Sep 2018 15:20

Límband skrifaði:Áttu við að þeir buðu þér 10þús afslátt af nýju lyklaborði, þar sem gallaða varan er hætt í sölu, til að koma til móts við þig? Þér stendur væntanlega einnig til boða að fá endurgreiðslu á síðasta söluverði vörunnar, ef svo er finnst mér þetta alls ekki ósanngjörn lausn af hálfu Tölvuteks.


Það er ekki ósanngjarnt að bjóða neytendum í þessari stöðu þetta tilboð til hliðar við hinar úrlausnirnar sem þeir hafa rétt á en værirðu ekki sammála því að það væri ansi ósanngjarnt að minnast ekki á að það á rétt á öðrum úrlausnum? Hljómar það fyrir þér eins og þeir hafi boðið honum eitthvað annað en þetta?




Höfundur
danniornsmarason
Ofur-Nörd
Póstar: 287
Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf danniornsmarason » Fim 20. Sep 2018 17:47

Límband skrifaði:Áttu við að þeir buðu þér 10þús afslátt af nýju lyklaborði, þar sem gallaða varan er hætt í sölu, til að koma til móts við þig? Þér stendur væntanlega einnig til boða að fá endurgreiðslu á síðasta söluverði vörunnar, ef svo er finnst mér þetta alls ekki ósanngjörn lausn af hálfu Tölvuteks.

Þeir semsagt buðu mér að fá annað borðef ég myndi bæta við 5k, semsagt enginn afsláttur eða neitt, en endaði með því að þeir endurgreiddi þetta í dag og ekkert vesen


Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |

Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 690
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf Henjo » Fös 21. Sep 2018 23:47

Moral of the story: Ekki versla við Tölvutek. Átti sambærilegt vandamál nema með mús hjá Tölvutækni, þeir hiklaust buðust til að endurgreiða mér músina, eða bjóða mér eitthverja sambærilega mús (upprunalega var hætt í sölu hjá þeim)

Ekki versla við fyrirtæki eins og Tölvutek þegar það eru svo mun betri verslanir til staðar.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf DJOli » Lau 22. Sep 2018 01:40

Liggur nánast við að það ætti að setja Tölvutek á eftirlitslista eftir þetta.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


addon
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf addon » Lau 22. Sep 2018 09:06

ég verslaði tölvu hjá þeim stuttu eftir að þeir opnuðu í borgartúni því þeir voru með best bang fyrir buck tölvurnar þá... svo þegar ég ætlaði að fá mér nýja 2 árum seinna voru þeir ekki nálægt því að næla í peninginn minn
síðan þá hef ég hrisst hausinn yfir hverjum einasta bækling frá þeim sem auglýsir "BRJÁLAÐ LEIKJA SKRÍMSLI" með 1050 korti og i3... vona að engir fermingarkrakkar séu að versla fyrstu tölvuna hjá þeim.
Síðast breytt af addon á Sun 23. Sep 2018 21:41, breytt samtals 1 sinni.




steinig
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Mið 03. Mar 2010 10:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf steinig » Sun 23. Sep 2018 19:13

Skíta fucking fyrirtæki, lenti í svipuðudæmi keypti mér headset hjá þeim útaf því að eftir 3-4 vikur hætti hægri speakerinn í headsettinu að virka svo að ég fór og lét þá laga þetta, þeir létu mig bara fá nýtt og sögðu að ég hafi verið óheppinn með þetta. Eftir aðrar 3-4 vikur skemmist í þetta skipti vinstri speakerinn í headsettinu og ég fer með þetta til þeirra aftur og bið um að fá bara endurgreitt þar sem þetta væri greinilega bara eitthvað dýrt rusl þeir taka headsettið og ætla að laga það hringdu svo í mig seinna þann dag og sögðu að ég væri búinn að skemma snúruna og hún væri ekki í ábyrgð og það tæki því ekki að skiptu um hana, samt borgaði ég 29k fyrir þetta um talaða headset. Ég tók það sjálfur aftur og fór með það á annan stað sem skipti um snúruna fyrir mig og ég fór heim enn þegar að ég sting því í samband virkar ekki vinstri speakerinn ég fer brjálaður niðrí tölvu tek og þeir seigja núna að þar sem það voru ekki þeir sem skiptu um snúruna þá væri þetta ekki á þeirra ábyrgð lengur, ég fékk að tala við fíflið á verkstæðinu og hann sagðist bara hafa haldið að þetta væri snúran en þrátt fyrir að hafa borgað flýti þjónustu svo ég þyrfti ekki að bíða í 2 vikur þá var headsettið aldrei opnað og ekkert gert í því nema bara sagt að þetta væri snúran. Þetta fyrirtæki hefur ömurleg vinnubrögð Aldrei versla við svona fyrirtæki sem gerir allt sem það getur til að stela af þér meiri pening.




Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Ábyrgð í Tölvutek

Pósturaf Mossi__ » Sun 23. Sep 2018 21:04

Síðast þegar ég verslaði við Tölvutek (sérpöntunarvara árið 2012) þá ætluðu þeir að reyna hækka verðið eftir kaup, og það tók mig um 3 mánuði að fá vöruna afgreidda og í hendurnar. Þurfti að siga Neytendasamtökunum á þá til að fá hlutinn sem ég borgaði fyrir.

Síðan þá versla ég annars staðar.