Daz skrifaði:Ef ég skil þetta rétt, þá miðast uppgreiðslugjaldið hjá ÍLS við þeirra núverandi vaxtastig, sem er 4,2%. Þér bjóðast 3,6% vextir hjá mörgum lífeyrissjóðum, svo þó þú sért að borga ÍLS fyrir þeirra vaxtatap, þá bjóðast þér samt betri kjör annarstaðar sem koma heildardæminu í plús.
(Augljóslega er ég að tala um verðtryggða vexti hérna. )
Ef útreikningur hjá nidur stemmir fyrir þitt tilfelli (endar með heildargreiðslubyrði ca 192 þúsund) þá gefur það þér gott svigrúm til að borga aukalega inn á höfuðstólinn, sem lækkar þá greiðslubyrðina. Það er skemmtilegur vítahringur. Samt gott að reikna líka hvað greiðslubyrðin getur orðið ef vextir taka kipp í næsta verðbólguskoti, bara til að vita hvað þú þarft að eiga í varasjóð.
Útreikningurinn stemmir, ég var búinn að reikna miðað við 30m og fékk 179k á mán en með þessu "skemmtilega" uppgreiðslugjaldi þá fór greiðslan yfir 190k, sem er samt skárra en að borga 171k og horfa á höfuðstólinn hækka í stað þess að lækka.