jonsig skrifaði:Sem betur fer eru allir yfirhlaðnir þekkingu á rafeindatækjum hérna. Hafa prufað að lóða saman vír og kannski sett hitaádrag yfir til að hafa það flott.
En uppá að fá smá reality flashback, þá er mjög erfitt að komast í snertingu við 320VDC sem verða til eftir afriðun á neysluveiturafmagninu. Eina sem OP þarf að gera er að losa lokið ofaná gjafanum og herða tvær skrúfur sem halda AC innstungunni aftaná tækinu. 1000-1500V kísil díóður koma í veg fyrir að hann fá þessa spennu í sig gegnum pinnanna á ac plugginu. Auk þess er EVGA með bleed- off resistor í mínum aflgjafa sem kemur í veg fyrir að það þurfi að bíða í marga klukkutíma eftir þéttunum að afhlaðast, það tekur uþb nokkrar sekúntur á mínu.
Væntanlega hefur hann vit á að taka tækið úr sambandi fyrst þar sem ég sé hann skrifa ágæta íslensku. Og að missa skrúfjárn eða annað ofaní tækið getur gerst fyrir alla svosem.

Þú ert alveg ótrúlegur. Hérna er fólk að vara við hættunum á því að opna
aflgjafa sem er alveg réttlætanlegt á alla vegu. Það eru ekki allir svona
frábærir eins og þú og þessu síðasti póstur hjá þér nær á nýtt level í yfirlæti
með útlendingafordóma innblandað. Ég segi bara bravó.... bravó
