worghal skrifaði:Risadvergur skrifaði:Endalaus ánægja mín með póstinn heldur áfram.
Mig langaði að forvitnast hvort einhver vissi eitthvað um verkferlana hjá póstinum?
Ég pantaði vöru á netinu.
- Tvær mismunandi sendingar
- Voru báðar í plast(poka)umslögum
- Bæði umslögin voru jafn stór, komust inn um bréfalúgu.
- Annað var borið heim að dyruml
- Hitt mátti ég sækja á pósthúsið. Þurfti ekki að borga neitt, bara að sækja.
Hef fengið vöru borna heim að dyrum af bréfberanum, þ.e. sá starfsmaður sem ber út bréfin en ekki bögglana.
- Varan var í pakka sem hefði aldrei komist inn um neina bréfalúgu.
- Veit að þetta er ekki einsdæmi.
Veit einhver svarið. Hvernig eru eiginlega verkferlarnir?
ég lennti í því á dögunum að ég pantaði tvo ps4 leiki af sömu netversluninni í bretlandi. Báðir leikirnir kostuðu 15 pund og var enginn sendingarkostnaður og þetta voru tvær panntanir svo þettu voru tvær sendingar. Fyrri sendingin kom á pósthúsið og var þar 1400kr í toll og gjöld en hinn fór einnig á pósthúsið en þá voru engin gjöld... þurfti bara að kvitta.
svo má ekki gleyma að ef það er frí sending, þá setur tollurinn bara auka 10% á heildar verðið og rukka svo toll og skatt af því! þetta eru glæpamenn!
Á hvaða forsendu setja þeir 10% á?
Það er ekki til nein frí sending heldur er þetta inni í heilarverðinu. Þá mundi ég halda að þetta falli undir CIF skilmála.
Tollur bætir þá gjöldum á uppgefna upphæð.