linenoise skrifaði:urban skrifaði:Hann sagði einmitt að þetta væri spuning um hvernig er komið fram við konuna, nunnurnar velja það sjálfar að vera nunnur og geta gengið út ef að þær vilja.
Nunnur gangast sjálfviljugar undir almenna snargeðveiki og hafa val um að hætta því. Það eru líka til konur sem eru stoltar af því að klæða sig í þennan búning og ég veit ekki alveg hvernig á að þekkja þær í sundur.
Ef það yrði búrkubann á þessum kvenfrelsunarforsendum, myndi þá duga að spyrja konur hvort það sé þeirra forsendum og þær yrðu eingöngu sviptar klæðum eða færðar í fangelsi ef þeir segðu að kallinn sinn neyddi sig til þess? /s
Ef hins vegar konum væri gert eins auðvelt og mögulegt væri að fara frá körlum sem krefjast þess að þær klæði sig á þennan hátt, það er allt önnur nálgun. Efla fræðslu, efla kvennaathvörf, styðja hófsama múslima. Ekki henda fólki út úr landi ef það skilur við ofbeldisfullan maka. Almennt ef meiri peningur væri til, til að sinna heimilisofbeldi, myndi það líka hjálpa konum í þessari stöðu. Félagsleg pressa er fín. Það er til fullt af konum hér á Íslandi sem hentu af sér slæðunni, af því það voru félagslegar forsendur til þess.
Það að banna búrkur myndi bara fela vandamálið, NB vandamál sem er ekki einu sinni til á Íslandi.
Ok þú vilt halda áfram að tengja þetta við nunnurnar, þrátt fyrir að það er búið að benda þér á afhverju það er irrelevant.
En munurinn er fyrst og fremst kúgunin sem að á sér stað.
Þegar að nunnur verða kúguaðar og neyddar í þennan klæðnað, þá er allt í lagi að banna hann að sömu ástæðu.
Það að nunnan ákveði að gangast sjálfviljug undir "almenna snargeðveiki" er nefnilega akkurat hennar mál, hún ákvað það.
Konan í búrkunni, það eru einfaldlega gríðarlegar líkur á því að hún ákvað ekki neitt.
Síðan virðist þú þar að auki vera með gríðarlegar ranghugmyndir.
Það að banna búrkur er ekki samansem merki og að henda fólki úr landi.
Það banna búrkur segir þú að myndi fela vandamálið, hvernig felur það vandamálið ef að það hverfur ?
Kúgunin á bakvið búrkuna hverfur ekki, það veit ég vel, en kúgunartólið búrka hverfur.
Ég veit vel að kúgun getur haldið áfram á aðra vegu, en ef að búrka er bönnuð, þá myndi ég nú telja nokkuð öruggt að búrka sem kúgunartól myndi ekki eiga sér stað hér á landi áfram.
En þú endaðir einmitt á þessu.
NB vandamál sem er ekki einu sinni til á Íslandi.
Eigum við að bíða eftir því að þetta verði vandamál, til þess að fara svo að horfast í augu við það seinna ?
Það er ekkert mál, það er líka ekkert mál að banna þetta frá upphafi, úr því að þetta er ekki vandamál hérna, þá höfum við það bara þannig áfram að það verði ekki vandamál hérna.
En já, þetta með að þetta sé ekki vandamál hérna núna.
Er þá ekki bara ágætt að leyfa því að vera þannig, banna búrkuna og þá verður þetta vandamál ekki hérna.
Í staðin fyrir að gera ekkert og bíða eftir því að þetta verði vandamál, þar sem að vandamál verður þetta alveg klárlega, bara spurning um hvenær.