Góðan dag,
Foreldrar mínir eiga heima úti á landi þar sem eini möguleikinn á sjónvarpsefni er í gegnum örbylgjuloftnet. Ég sannfærði pabba að uppfæra í nýjasta myndlykilinn sem er með upptöku möguleika ef maður tengir harðan disk við hann, sem ég og gerði. Skellti við hann 1TB external usb drifi sem er með sér power snúru. Þetta dótarí hefur verið frekar óstabílt hjá pabba. Það hefur gerst nokkrum sinnum að afruglarinn týnir flakkaranum sem endar með því að ég þarf að formata diskinn aftur í tölvunni, þá sér græjan hann aftur og getur formatað hann á sínu lokaða formati og pabbi getur farið að taka aftur upp Bold and the Bautiful og Nágranna . Með þessu tapar kalllinn náttúrlega öllum uppsöfnuðum upptökum með reglulegu millibili .
Hvernig er það, hefur einhver hér svipaða reynslu af þessu dótið? Ætli það sé böggaður hugbúnaður á afruglaranum eða ætli harði diskurinn sé farinn að gefa sig? Þegar ég formataði diskinn síðast sá ég partition-ir á honum sem afruglarinn hafði útbúið, þær eru a.m.k. ennþá til staðar en samt týnir afruglarinn disknum...
https://vodafone.is/sjonvarp/sjonvarpsthjonusta/myndlyklar/
Umræddur afruglari er númer 2 í röðinni á bakvið ofangreinda slóð.
Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Spurði Vodafone og fékk þetta svar:
Best að fara að versla harðan disk...
Tæknimennirnir eru búnir að skoða og það er eitthvað skrýtið í gangi þá annaðhvort í lyklinum eða harða disknum.
Það er ekki þeirra reynsla að hann hagi sér með þessum hætti, gerðar voru ansi miklar prófanir áður en hann var innleiddur og hann prófaður á móti fjölda flakkara og USB kubba.
Skrárnar eru þó alltaf læstar en það eru vegna þess að verið er að taka upp höfundaréttarvarið efni og krafa að það sé dulkóðað.
Þeir mæla með því að þú prófir annan lykil bara til að vera alveg viss um að hann sé ekki vandamálið.
Best að fara að versla harðan disk...
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Amplus skrifaði:Spurði Vodafone og fékk þetta svar:Tæknimennirnir eru búnir að skoða og það er eitthvað skrýtið í gangi þá annaðhvort í lyklinum eða harða disknum.
Það er ekki þeirra reynsla að hann hagi sér með þessum hætti, gerðar voru ansi miklar prófanir áður en hann var innleiddur og hann prófaður á móti fjölda flakkara og USB kubba.
Skrárnar eru þó alltaf læstar en það eru vegna þess að verið er að taka upp höfundaréttarvarið efni og krafa að það sé dulkóðað.
Þeir mæla með því að þú prófir annan lykil bara til að vera alveg viss um að hann sé ekki vandamálið.
Best að fara að versla harðan disk...
Búinn að prófa annan myndlykil eins og bent var á?
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
tæknimaður er ekki lögvarið starfsheiti XD , fúskarar upp til hópa .
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:tæknimaður er ekki lögvarið starfsheiti XD , fúskarar upp til hópa .
Hvað með það þó það sé ekki lögvarið starfsheiti og frekar barnalegt af þér að segja að Tæknimenn séu fúskarar upp til hópa þar sem margir af bestu tölvuviðgerðarmönnum/tæknimönnum er ekki með gráðu í Rafeindavirkjun.
Ef þú hefur sannanir fyrir því að (tæknimenn) séu fúskara upp til hópa þá væri ég til í að þú birtir þær hér á vaktinni
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:tæknimaður er ekki lögvarið starfsheiti XD , fúskarar upp til hópa .
Þarft ekki lögvarið starfsheiti til að kunna á sérhæfðan búnað(td þennan ml) sem þú lærir ekkert um við það að sækja þetta starfsheiti.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Tilgangurinn einmitt með að láta fólk sem ætlar sér að bjóða einhverskonar þjónustu er að láta það gangast undir einhverskonar fagpróf .Þá aðallega til að vernda kúnnan .
þótt þú þekkir einhvern sem kann eitthvað í einhverju fagi réttlætir ekki starfsemi fúskara . Það er greinilegt að ég steig á einhverjar tær þarna .
Hvað ertu að bulla ?
Og til að svara einarhr . þá eru félagsmenn í félagi "tæknifólks"(fúskara) í rafiðnaði , innan RSÍ að nálgast annað þúsundið .
þótt þú þekkir einhvern sem kann eitthvað í einhverju fagi réttlætir ekki starfsemi fúskara . Það er greinilegt að ég steig á einhverjar tær þarna .
arons4 skrifaði:jonsig skrifaði:tæknimaður er ekki lögvarið starfsheiti XD , fúskarar upp til hópa .
Þarft ekki lögvarið starfsheiti til að kunna á sérhæfðan búnað(td þennan ml) sem þú lærir ekkert um við það að sækja þetta starfsheiti.
Hvað ertu að bulla ?
Og til að svara einarhr . þá eru félagsmenn í félagi "tæknifólks"(fúskara) í rafiðnaði , innan RSÍ að nálgast annað þúsundið .
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:Tilgangurinn einmitt með að láta fólk sem ætlar sér að bjóða einhverskonar þjónustu er að láta það gangast undir einhverskonar fagpróf .Þá aðallega til að vernda kúnnan .
þótt þú þekkir einhvern sem kann eitthvað í einhverju fagi réttlætir ekki starfsemi fúskara . Það er greinilegt að ég steig á einhverjar tær þarna .arons4 skrifaði:jonsig skrifaði:tæknimaður er ekki lögvarið starfsheiti XD , fúskarar upp til hópa .
Þarft ekki lögvarið starfsheiti til að kunna á sérhæfðan búnað(td þennan ml) sem þú lærir ekkert um við það að sækja þetta starfsheiti.
Hvað ertu að bulla ?
Og til að svara einarhr . þá eru félagsmenn í félagi "tæknifólks"(fúskara) í rafiðnaði , innan RSÍ að nálgast annað þúsundið .
Menn sem vinna með sérhæfan búnað(eins og tildæmis eina týpu af myndlyklum) fá lítið sem ekkert út úr neinu námi sem veitir þeim lögbundið starfsheiti. Heldur sækja þeir sína kunnáttu til framleiðandans.
Get nefnt sem dæmi cisco, ekkert lögvarið starfsheiti í kringum þann búnað(enda mjög sérhæfður) en þrátt fyrir það er besta kennslan á hann vottuð af framleiðandanum sjálfum, ekki ríki eða lögum.
Að kalla alla tæknimenn fúskara er fáránlegt.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Jonsig mætti nú aðeins róa sig í því að tala niður til fólks og láta eins og hann viti allt best. Smá auðmýkt er mikill mannkostur.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
Finnst eðlilegt að menn sem taka sér mörg ár og fórnir til að ná ákveðnum titlum geti varið sitt fag og þegar fúskarar taka sér fancy starfstitla og reyna squeeza sér inná þeirra fagsvið finnst mér eðlilegt að í þá hlaupi réttmætur pirringur .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti.
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti.
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:Finnst eðlilegt að menn sem taka sér mörg ár og fórnir til að ná ákveðnum titlum geti varið sitt fag og þegar fúskarar taka sér fancy starfstitla og reyna squeeza sér inná þeirra fagsvið finnst mér eðlilegt að í þá hlaupi réttmætur pirringur .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti.
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
Fór eitthvað framhjá mér en var ekki búið að staðfesta að "tæknimaður" væri ekki lögvarið og í raun ekki neinn titill. Get ekki verið sammála því að þótt einhver titli sig tæknimann að hann sé einhver fúskari.
Annars ef við miðum við wiki sem þú vísar í þá eru aðilar sem hafa unnið með ákveðinn búnað í einhvern tímann ekki fúskarar þar sem þeir hafa meira en afar takmarkaða þekkingu á því sviði. Myndi telja að tæknimenn hjá símafyrirtækjum sem hafa gert ýmsar prófanir á búnaði væru því ekki "fúskarar" eins og þú talar um.
Er sammála hagur að smá auðmýkt sé mikill mannkostur.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:Finnst eðlilegt að menn sem taka sér mörg ár og fórnir til að ná ákveðnum titlum geti varið sitt fag og þegar fúskarar taka sér fancy starfstitla og reyna squeeza sér inná þeirra fagsvið finnst mér eðlilegt að í þá hlaupi réttmætur pirringur .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
Á meðan lærðir Rafvirkjar og Rafeindavikjrar sækja ekki í þessi störf þá er lítið hægt að gera annað en að fá ófaglærða í starfið. Það að þú kalli þá fúskara segir allt um þig, ss að þú lítur niður á fólk.
VIð td bilanagreinindug á PC þá segir rafeindavirkjanámið lítið þar flestir sem eru í þessum buissnes eru að skipta út íhlutum og finna stýrikerfisvillur.
Þú bendir á núna að þú hafir að verið að tala um rafiðnað, það eru já ákveðnar reglur varðandi hverjir mega draga rafmagn ofl en það er alfarið á ábyrgð þess Rafvirkjameistara sem tekur það fólk í vinnu. Taktu tryllingin á yfirmann þinn sem tímir ekki að borga laun frekar enn að ráðast á tæknimenn á vaktinni og hættu þessu snobbi
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
jonsig skrifaði:Finnst eðlilegt að menn sem taka sér mörg ár og fórnir til að ná ákveðnum titlum geti varið sitt fag og þegar fúskarar taka sér fancy starfstitla og reyna squeeza sér inná þeirra fagsvið finnst mér eðlilegt að í þá hlaupi réttmætur pirringur .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti.
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
Skil það fullkomlega. Finnst þú bara heldur fljótur að stimpla fólk fúskara án þess að hafa eitthvað fyrir þér í því. Auðvitað eru tæknimenn misjafnir eins og þeir eru margir, alveg eins og allir aðrir og klárlega fúskarar inná milli þar eins og annarsstaðar. Þeir eru samt vonandi í minnihluta.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Háskerpumyndlykill fyrir loftnet og upptaka. Reynslusögur?
einarhr skrifaði:jonsig skrifaði:Finnst eðlilegt að menn sem taka sér mörg ár og fórnir til að ná ákveðnum titlum geti varið sitt fag og þegar fúskarar taka sér fancy starfstitla og reyna squeeza sér inná þeirra fagsvið finnst mér eðlilegt að í þá hlaupi réttmætur pirringur .
ps , var að tjá mig um félag "tæknifólks" í rafiðnaði , ekki heildina í síðasta pósti
Fyrir þá sem eru að misskilja hugtakið fúskari eða skilja það ekki yfir höfuð .
https://is.wiktionary.org/wiki/f%C3%BAskari .
Á meðan lærðir Rafvirkjar og Rafeindavikjrar sækja ekki í þessi störf þá er lítið hægt að gera annað en að fá ófaglærða í starfið. Það að þú kalli þá fúskara segir allt um þig, ss að þú lítur niður á fólk.
VIð td bilanagreinindug á PC þá segir rafeindavirkjanámið lítið þar flestir sem eru í þessum buissnes eru að skipta út íhlutum og finna stýrikerfisvillur.
Þú bendir á núna að þú hafir að verið að tala um rafiðnað, það eru já ákveðnar reglur varðandi hverjir mega draga rafmagn ofl en það er alfarið á ábyrgð þess Rafvirkjameistara sem tekur það fólk í vinnu. Taktu tryllingin á yfirmann þinn sem tímir ekki að borga laun frekar enn að ráðast á tæknimenn á vaktinni og hættu þessu snobbi
Segjum svo að skortur sé á byggingaverkfræðingum , eigum við að leysa það með að hleypa sjálflærðum meina inní fagið og sjá hvernig það endar, bara tek dæmi .
Maður á að geta verið ósáttur við svona vankannta á vinnumenninguni hérna á íslandi án þess að vera blammeraður niður . Kallaður hrokagikkur , bessewisser osvfr. Það þarf að standa vörð um lögvarðar starfsgreinar því ávinningurinn af því er ekki metinn til fjár .
En frá því öllu hef ég ekki yfir neinu að kvarta við minn yfirmann ,er meira en sáttur við mín hlutskipti