Það sem ég leita að í síma er eftirfarandi:
- Skjár í kringum 5", má vera aðeins stærri en vil helst ekki fara alla leið í 5,5" aftur. OPO þykir mér aaalveg á mörkunum, eiginlega of stór og vil aðeins minni síma næst. AMOLED frekar en IPS. 1080p upplausn, auðvitað.
- Nóg innra storage space, helst amk 64GB en minna sleppur ef það er microSD slot á honum (helst vil ég hafa bæði).
- Eins hreint Android viðmót og kostur er á, en ég hef ekkert á móti auka fídusum sem auka manni þægindi. CyanogenOS telst því ideal, en ég veit ekki til þess að það sé fáanlegt á neinum símum öðrum en OPO. Kem ekki nálægt Samsung og öðrum sem reskinna Android allt of mikið og fylla það af bloatware. Já, ég veit að ég get sett upp CM eða eitthvað sjálfur en ég vil helst sleppa við það.
- Góð hönnun/form factor. Þetta útilokar fyrir mér LG síma (fyrir utan punktinn á undan) þar sem ég get ekki hugsað mér að hafa takkana á bakhliðinni. Þetta er líka eini punkturinn sem mér finnst OPX virkilega klikka á, með sinni gler bakhlið (ég hef séð nógu marga mölbrotna Nexus 4 og iPhone í gegnum árin), sem eiginlega neyðir mann til að fá sér hulstur. "Gamli" Nexus 5 fannst mér ná þessu best af þeim símum sem ég hef fitlað við, stöm gúmmíbakhlið sem var virkilega þægilegt að halda um og nokkuð höggheld.
- Uppfærslur. Nexus símarnir eru auðvitað þeir sem fá fullt hús stiga hér, en ég myndi a.m.k. helst vilja síma sem mun fá major stýrikerfisuppfærslur sæmilega hratt.
- Allt hitt. Solid CPU/RAM, góð myndavél (myndgæði og low-light eiginleikar mikilvægari en megapixlafjöldi), batterí sem endist a.m.k. daginn, 4G og allt sem maður vill hafa á almennilegum síma í dag. NFC, Qi charging og removable batterí eru kostir en ekki nauðsynlegt.