Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf Swooper » Þri 23. Feb 2016 16:11

Skjárinn á OnePlus One símanum mínum var að bila á sunnudagskvöldið síðastliðið. Ég útilokaði að þetta væri hugbúnaðarvandamál (svartur skjár sama þó ég bootaði upp í recovery) og fór með hann á unlock.is verkstæðið í gær. Þetta er svosem allt aukaatriði, aðal málið er að ég veit ekki hvort þeir geta gert við hann og ég gæti því líklega þurft nýjan. Það er vesen, því ég var ekki að plana að endurnýja síma á þessu ári og mér finnst markaðurinn ekkert sérstaklega spennandi eins og er.

Það sem ég leita að í síma er eftirfarandi:
  • Skjár í kringum 5", má vera aðeins stærri en vil helst ekki fara alla leið í 5,5" aftur. OPO þykir mér aaalveg á mörkunum, eiginlega of stór og vil aðeins minni síma næst. AMOLED frekar en IPS. 1080p upplausn, auðvitað.
  • Nóg innra storage space, helst amk 64GB en minna sleppur ef það er microSD slot á honum (helst vil ég hafa bæði).
  • Eins hreint Android viðmót og kostur er á, en ég hef ekkert á móti auka fídusum sem auka manni þægindi. CyanogenOS telst því ideal, en ég veit ekki til þess að það sé fáanlegt á neinum símum öðrum en OPO. Kem ekki nálægt Samsung og öðrum sem reskinna Android allt of mikið og fylla það af bloatware. Já, ég veit að ég get sett upp CM eða eitthvað sjálfur en ég vil helst sleppa við það.
  • Góð hönnun/form factor. Þetta útilokar fyrir mér LG síma (fyrir utan punktinn á undan) þar sem ég get ekki hugsað mér að hafa takkana á bakhliðinni. Þetta er líka eini punkturinn sem mér finnst OPX virkilega klikka á, með sinni gler bakhlið (ég hef séð nógu marga mölbrotna Nexus 4 og iPhone í gegnum árin), sem eiginlega neyðir mann til að fá sér hulstur. "Gamli" Nexus 5 fannst mér ná þessu best af þeim símum sem ég hef fitlað við, stöm gúmmíbakhlið sem var virkilega þægilegt að halda um og nokkuð höggheld.
  • Uppfærslur. Nexus símarnir eru auðvitað þeir sem fá fullt hús stiga hér, en ég myndi a.m.k. helst vilja síma sem mun fá major stýrikerfisuppfærslur sæmilega hratt.
  • Allt hitt. Solid CPU/RAM, góð myndavél (myndgæði og low-light eiginleikar mikilvægari en megapixlafjöldi), batterí sem endist a.m.k. daginn, 4G og allt sem maður vill hafa á almennilegum síma í dag. NFC, Qi charging og removable batterí eru kostir en ekki nauðsynlegt.
Eins og er sé ég ekki marga aðra valkosti en OnePlus X, en kannski er mér að yfirsjást einhver solid græja sem gæti hentað mér betur. Detta ykkur í hug einhverjir aðrir símar sem uppfylla a.m.k. sem flestar af þessum kröfum?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf capteinninn » Þri 23. Feb 2016 17:39

Ég hef svosem ekki margar hugmyndir fyrir þig en ég vildi bara segja að hafa takkann aftan á símanum er alger snilld.

Ég var með LGG2 sem var með takkann aftan á og er núna með iPhone og það var miklu þægilegra að hafa takkann aftan á heldur en á hliðinni, maður var smá stund að venjast þessu (2-4 daga) svo var mjög erfitt að fara til baka aftur.

Ef ég væri að fara að kaupa high-end síma í dag myndi ég fara í LGG5 eða Nexus 6p hiklaust. LG er betri en Nexusinn hardware-lega séð en Nexus fær uppfærslur strax.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf jonsig » Þri 23. Feb 2016 18:57

Nenni ekki að lesa þessa ritgerð . En samsung standa fyrir sínu.

Sgs2 sem ég átti er enná í notkun . Sgs5 hjá mér rúllar flott.



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf Haukursv » Þri 23. Feb 2016 18:58

Samsung s7 kemur 11.mars, mér finnst hann lúkka virkilega vel


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf Swooper » Þri 23. Feb 2016 19:25

Samsung, LG, Sony, Asus og þessir stóru framleiðendur sem troða sínu bloatware og UI-skinni í alla síma koma einfaldlega ekki til greina. Ég er aðallega að fiska eftir hvort mér hafi yfirsést einhverjir góðir símar frá minni framleiðendum sem eru ekki með sitt eigið UI og vesen.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf bigggan » Þri 23. Feb 2016 20:02

Ef Android er ekki must:

http://www.cnet.com/products/hp-elite-x3/

Búið að haka við öllum punktana sem þú vilt hafa í síman.



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf Swooper » Þri 23. Feb 2016 20:10

bigggan skrifaði:Ef Android er ekki must:

http://www.cnet.com/products/hp-elite-x3/

Búið að haka við öllum punktana sem þú vilt hafa í síman.

"Eins hreint Android viðmót og kostur er á" er eitt af skilyrðunum, svo nei, ég er ekki að fara yfir í Windows Phone :P

Hann er líka allt of stór, 5.96" skjár þegar ég tók fram að 5.5" væri of stórt...


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


gunnji
Nörd
Póstar: 127
Skráði sig: Sun 21. Des 2008 19:28
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf gunnji » Fös 26. Feb 2016 18:06

Ég get líka selt þér OPO í varahluti. Sim slotid er það eina sem er að angra þann síma.



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Gæti vantað nýjan síma, hvað kemur til greina?

Pósturaf Swooper » Fös 26. Feb 2016 19:59

Er nú þegar í viðskiptum við annan Vaktara upp á akkúrat það, svo sama og þegið :)


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1