Ég er ekki að átta mig fyllilega á þessu gomobile.
Þetta er euglýst sem að það kosti ekki neitt en í skilmálum stendur
http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með samþykkt þessara skilmála veitir viðskiptavinur (korthafi) GO Loyalty Solutions ehf. heimild til þess að skuldfæra mánaðarlega rafrænt umsýslugjald af því korti sem viðskiptavinur skráir í vefgátt GoMobile. Fjárhæð þess kemur fram í verðskrá GO Loyalty Solutions ehf. og getur tekið breytingum. Miðað er við að allar breytingar séu tilkynntar á vef fyrirtækisins (GoMobile) 30 dögum fyrir gildistöku.
En á heimasíðunni er engin verðskrá.
Auk þess eru fordæmi fyrir því að tilkynningar um upptöku gjalda og breytinga á gjöldum á vefsíðu skv. svona skilmálum haldi ekki vatni fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustumála. Það er krafa um að tilkynning sé send með einhverjum hætti til viðskiptavina með sannarlegum hætti.
(sem er svo tiltekið í 8.grein, en á bara við breytingar á skilmálum en ekki breytingar á verðskrá)
Þá sannast það sem einn vinnufélagi minn segir...
Ef þú ert ekki að greiða fyrir vöruna, þá ert þú varan
Hvernig á maður að skilja þetta ákvæði hér að neðan?
Fær GOmobile afrit af öllum mínum kortafærslum?
http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile.
Hvað varðar 7.grein skilmálana, þá er gott og gilt hvernig ná á ákveðnu leveli af persónuvernd hvað varðar furmgögnin en það er nokkuð ljóst að GOmobile mun deila með samstarfsaðilum hverjir falla innan hvers "persónusniðs".
Eins gott og þetta tilboð hljómar, þá segi ég nei takk...