3a.is - Þrenna

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf depill » Mið 20. Jan 2016 19:33

PhilipJ skrifaði:
depill skrifaði:Fyrirvari: Ég vinn fyrir annað fyrirtækið(Símann) sem sér um https://www.3a.is

Jæja Síminn og GoMobile eru byrjaðir með Þrennu - ótakmörkuð símtöl, ótakmörkuð SMS, 3 GB af roll-over data ( safnamagni ) á 3.000 kr, en engin þjónusta í gegnum síma heldur bara netið.

Hvernig leggst það í menn ?


Er stuðningur við rafræn skilríki?


Jibb goð spurning. Læt bæta þvi við i þekkingar grunninn. En þetta er i raun og veru farsíma leið sem er frá símanum svo allt sem er hægt þar er hægt i þrennunni eins og rafræn skilríki.



Skjámynd

PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf PhilipJ » Mið 20. Jan 2016 19:41

depill skrifaði:
PhilipJ skrifaði:
depill skrifaði:Fyrirvari: Ég vinn fyrir annað fyrirtækið(Símann) sem sér um https://www.3a.is

Jæja Síminn og GoMobile eru byrjaðir með Þrennu - ótakmörkuð símtöl, ótakmörkuð SMS, 3 GB af roll-over data ( safnamagni ) á 3.000 kr, en engin þjónusta í gegnum síma heldur bara netið.

Hvernig leggst það í menn ?


Er stuðningur við rafræn skilríki?


Jibb goð spurning. Læt bæta þvi við i þekkingar grunninn. En þetta er i raun og veru farsíma leið sem er frá símanum svo allt sem er hægt þar er hægt i þrennunni eins og rafræn skilríki.


Ok, gott að vita, getur vel verið að ég og konan færum okkur



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Lexxinn » Mið 20. Jan 2016 20:10

Klemmi skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Eini ókosturinn sem ég sé í augnablikinu er að það verður ekkert þjónustuver fyrir Þrennuna.
Ég hef ekki þurft að nota þjónustuver Nova mikið, en það hefur komið fyrir.


Ég tek netspjall framyfir símaver anytime :)


Skýt inn í að ég sé sama sinnis með netspjall frekar en símaver EN í þau skipti sem ég hef þurft að notast við þjónustusíma Nova eða slíkt þá er það nánast alltaf við tilefni þar sem netspjall mundi ekki henta á neinn hátt, t.d. í bænum eða úti á landi. Sé mig ekki þurfa þjónustuverið mikið þegar ég sit fyrir framan tölvuna.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Tiger » Mið 20. Jan 2016 22:15

Cool. Færði konuna þangað yfir og stefni á að lækka úr c.a. 6000 hjá Nova í <3000kr þar sem ég skráði öll kort á gomobile.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2226
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 170
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf kizi86 » Mið 20. Jan 2016 22:20

þetta með "safnmagn" færist það bara yfir til næsta mánuðs, eða hleðst það upp jafn óðum? þe ef ég nota bara 1gb í 4 mánuði, ætti ég þá inni 11GB 5ta mánuðinn eða bara 5gb?

EDIT: fann þetta á síðunni hjá þeim:

Safnamagn þýðir að ónotað gagnamagn færist yfir á næsta mánuð, þannig safnast það upp á milli mánaða ef þú klárar ekki allt innifalið gagnamagn. Hámark af uppsöfnuðu safnamagni er þó 50GB.

Sé ekki greitt fyrir ÞR3NNU þá rennur safnamagn út eftir 62 daga.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf chaplin » Fim 21. Jan 2016 08:51

Ætla að flytja mig frá Vodafone til 3a en þegar ég ætla að fá kortið sent í pósti kemur upp gamla heimilisfangið mitt og enginn möguleiki að breyta því . Ef ég vill sækja kortið þá verð ég að vera í búðinni eða hjá starfsmanni 3a.

Mætti skoða það að breyta þessu. :happy




Some0ne
spjallið.is
Póstar: 449
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Reputation: 3
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Some0ne » Fim 21. Jan 2016 09:22

chaplin skrifaði:Ætla að flytja mig frá Vodafone til 3a en þegar ég ætla að fá kortið sent í pósti kemur upp gamla heimilisfangið mitt og enginn möguleiki að breyta því . Ef ég vill sækja kortið þá verð ég að vera í búðinni eða hjá starfsmanni 3a.

Mætti skoða það að breyta þessu. :happy


Ertu ekki búinn að tilkynna breytingu á heimilisfangi til Þjóðskrá/Já.is?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf chaplin » Fim 21. Jan 2016 10:17

Jú, en virðist stundum koma upp gamla heimilisfangið.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf depill » Fim 21. Jan 2016 11:00

chaplin skrifaði:Ætla að flytja mig frá Vodafone til 3a en þegar ég ætla að fá kortið sent í pósti kemur upp gamla heimilisfangið mitt og enginn möguleiki að breyta því . Ef ég vill sækja kortið þá verð ég að vera í búðinni eða hjá starfsmanni 3a.

Mætti skoða það að breyta þessu. :happy


Þetta á að vera uppfært eftir þjóðskrá, ef við erum með lögheimili + aðsetur skráð þá birtum við valmöguleika. En lögfræðingurinn heimtar að senda bara á annað hvort.

Textinn er greinilega rangur, þú mátt panta á vefnum og koma svo seinna út í verslun til að fá SIM kortið. Endilega sendu mér kennitöluna þína svo ég geti staðfest að upplýsingarnar þarna séu réttar og þetta sé ekki rangt ferli.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf pattzi » Fim 21. Jan 2016 16:55

Ætla halda mig við nova kaupi 1000 kr inneign þar á 6 mánaða fresti c.a bara til að halda númerinu opnu þar sem ég nota það bara í að hringja í önnur nova númer..

Er svo með síma í 365 með frítt 10gb gagnamagn og 60 mínutur í alla gemsa ;)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf rapport » Fim 21. Jan 2016 21:17

Ég er ekki að átta mig fyllilega á þessu gomobile.

Þetta er euglýst sem að það kosti ekki neitt en í skilmálum stendur

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með samþykkt þessara skilmála veitir viðskiptavinur (korthafi) GO Loyalty Solutions ehf. heimild til þess að skuldfæra mánaðarlega rafrænt umsýslugjald af því korti sem viðskiptavinur skráir í vefgátt GoMobile. Fjárhæð þess kemur fram í verðskrá GO Loyalty Solutions ehf. og getur tekið breytingum. Miðað er við að allar breytingar séu tilkynntar á vef fyrirtækisins (GoMobile) 30 dögum fyrir gildistöku.


En á heimasíðunni er engin verðskrá.

Auk þess eru fordæmi fyrir því að tilkynningar um upptöku gjalda og breytinga á gjöldum á vefsíðu skv. svona skilmálum haldi ekki vatni fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustumála. Það er krafa um að tilkynning sé send með einhverjum hætti til viðskiptavina með sannarlegum hætti.
(sem er svo tiltekið í 8.grein, en á bara við breytingar á skilmálum en ekki breytingar á verðskrá)

Þá sannast það sem einn vinnufélagi minn segir...

Ef þú ert ekki að greiða fyrir vöruna, þá ert þú varan


Hvernig á maður að skilja þetta ákvæði hér að neðan?

Fær GOmobile afrit af öllum mínum kortafærslum?

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile.


Hvað varðar 7.grein skilmálana, þá er gott og gilt hvernig ná á ákveðnu leveli af persónuvernd hvað varðar furmgögnin en það er nokkuð ljóst að GOmobile mun deila með samstarfsaðilum hverjir falla innan hvers "persónusniðs".


Eins gott og þetta tilboð hljómar, þá segi ég nei takk...




gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf gunni91 » Fös 22. Jan 2016 11:27

rapport skrifaði:Ég er ekki að átta mig fyllilega á þessu gomobile.

Þetta er euglýst sem að það kosti ekki neitt en í skilmálum stendur

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með samþykkt þessara skilmála veitir viðskiptavinur (korthafi) GO Loyalty Solutions ehf. heimild til þess að skuldfæra mánaðarlega rafrænt umsýslugjald af því korti sem viðskiptavinur skráir í vefgátt GoMobile. Fjárhæð þess kemur fram í verðskrá GO Loyalty Solutions ehf. og getur tekið breytingum. Miðað er við að allar breytingar séu tilkynntar á vef fyrirtækisins (GoMobile) 30 dögum fyrir gildistöku.


En á heimasíðunni er engin verðskrá.

Auk þess eru fordæmi fyrir því að tilkynningar um upptöku gjalda og breytinga á gjöldum á vefsíðu skv. svona skilmálum haldi ekki vatni fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustumála. Það er krafa um að tilkynning sé send með einhverjum hætti til viðskiptavina með sannarlegum hætti.
(sem er svo tiltekið í 8.grein, en á bara við breytingar á skilmálum en ekki breytingar á verðskrá)

Þá sannast það sem einn vinnufélagi minn segir...

Ef þú ert ekki að greiða fyrir vöruna, þá ert þú varan


Hvernig á maður að skilja þetta ákvæði hér að neðan?

Fær GOmobile afrit af öllum mínum kortafærslum?

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile.


Hvað varðar 7.grein skilmálana, þá er gott og gilt hvernig ná á ákveðnu leveli af persónuvernd hvað varðar furmgögnin en það er nokkuð ljóst að GOmobile mun deila með samstarfsaðilum hverjir falla innan hvers "persónusniðs".


Eins gott og þetta tilboð hljómar, þá segi ég nei takk...



Þetta eru allt gamlir skilamálar sem þú ert að skoða sem þeir eiga eftir að uppfæra. Þegar GoMobile byrjaði fyrstu fyrir amk ári síðan þá var hugsunin að þjónustan myndi kostar eitthvað mánaðarlega en svo var það alveg nokkuð ljóst að það myndi ekki ganga upp.

Þetta er algjörlega frítt og það á enginn aukakostnaður að fylgja með þessu. ( Ég vinn ekki hjá símanum, bara búinn að vera í Gomobile i meira en ár)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf rapport » Fös 22. Jan 2016 12:16

gunni91 skrifaði:Þetta eru allt gamlir skilamálar sem þú ert að skoða sem þeir eiga eftir að uppfæra. Þegar GoMobile byrjaði fyrstu fyrir amk ári síðan þá var hugsunin að þjónustan myndi kostar eitthvað mánaðarlega en svo var það alveg nokkuð ljóst að það myndi ekki ganga upp.

Þetta er algjörlega frítt og það á enginn aukakostnaður að fylgja með þessu. ( Ég vinn ekki hjá símanum, bara búinn að vera í Gomobile i meira en ár)


Þú ert ekki að átta þig á því að þú ert ekki að fá þjónustu frá GOmobile, þeir eru að kaupa upplýsingar um þig af þér fyrir "profiling" sem svo eru seldar áfram til markaðssetningar.

Það virðist sem að GOmobile fái ekki bara færsluupplýsingar um hvað þú kaupir hjá samstarfsaðilum þeirra heldur upplýsingar um allar þínar færslur, alla sem þú verslar við.

Þá selja þeir upplýsingar um þig s.s. eitthvað fyrirtæki úti í bæ getur keypt af þeim lista yfir fólk sem fellur að einhverjum prófíl skv. einhverri kriteríu = fyrirtækið fær að vita ýmislegt um þig.

Hvað ef ein kríterían er "hefur notað kortið til að greiða fyrir þjónustu hjá lýtalækni" eða "er gjarn/gjörn á að nota greiðsludreifingu/léttgreiðslur"

En... skiptir ekki máli.

Í svona scheme þar sem fólk er að fá eitthvað "frítt" það þarf ekki að borga, þá eru upplýsingarnar sem fólkið veitir yfirleitt aðal söluvara fyrirtækisins.

Þannig er það hjá GOmobile.


p.s. það endurspeglast í forgangsröðuninni hjá þeim, ef þessir skilmálar eru gamlir og eiga ekki við... af hverju eru þetta þá þeir skilmálar sem eru í gildi?



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2581
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 479
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Moldvarpan » Fös 22. Jan 2016 12:29

Ég samt átta mig ekki alveg á því afhverju Síminn og Gomobile séu saman í þessari Þrennu.

Hvað leggur Gomoblie til sem síminn hefur ekki?

Ég hef nú hingað til ekki kynnt mér þetta Gomobile mikið, og aldrei þessu vant er ég að miklu leyti sammála Rapport.
Mér þykja þetta afskaplega "loðnir" skilmálar hjá Gomobile.

Svo þegar ég renni yfir þessa samstarfsaðila Gomoblie að þá gagnast það mér lítið sem ekkert, þeas að ég á ekki nein viðskipti við 95% af þessum samstarfsaðilum.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf depill » Fös 22. Jan 2016 13:53

rapport skrifaði:Það virðist sem að GOmobile fái ekki bara færsluupplýsingar um hvað þú kaupir hjá samstarfsaðilum þeirra heldur upplýsingar um allar þínar færslur, alla sem þú verslar við.


Ég ætla lítið á commenta á þetta, en gögnin okkar eru sífellt að vera meira notuð í allskonar tilgangi af fyrirtækjum hvort sem við greiðum þeim fyrirþjónustuna eða ekki. Hins vegar er þetta rangt sem þú segir.

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile.


Semsagt ef þú ert í GoMobile heimilar þú samstarfsaðilum GoMobile að senda allar færslur sem þú notar hjá þeim. Til dæmis verða allar færslur sem þú gerir hjá Shell sendar yfir til GoMobile.



Skjámynd

Höfundur
depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf depill » Fös 22. Jan 2016 13:54

Moldvarpan skrifaði:Ég samt átta mig ekki alveg á því afhverju Síminn og Gomobile séu saman í þessari Þrennu.

Hvað leggur Gomoblie til sem síminn hefur ekki?

Ég hef nú hingað til ekki kynnt mér þetta Gomobile mikið, og aldrei þessu vant er ég að miklu leyti sammála Rapport.
Mér þykja þetta afskaplega "loðnir" skilmálar hjá Gomobile.

Svo þegar ég renni yfir þessa samstarfsaðila Gomoblie að þá gagnast það mér lítið sem ekkert, þeas að ég á ekki nein viðskipti við 95% af þessum samstarfsaðilum.


Hugsunin er sú að þú notar GoMobile inneignarkerfið til þess að borga niður símreikningin þinn. Þetta er markaðssett sérstaklega mikið að ungu fólki og þarna er hugsunin að þau geti eytt peningnum sínum í eithvað annað ( eins og bjór ) og þurfi ekki að borga símreikningin sinn ( eða allavega minna ).




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Klemmi » Fös 22. Jan 2016 14:17

depill skrifaði: og þarna er hugsunin að þau geti eytt peningnum sínum í eithvað annað ( eins og bjór )


Er það ekki frekar að þau geti eytt peningnum í sínum í eitthvað sem GOMobile er búið að reikna út að þau eru viðkvæm fyrir og bomba á þau auglýsingum með, allt út frá færslusögunni á kortinu...

Það er alveg rétt að ýmis fyrirtæki safna ýmsum upplýsingum um þig, en þarna eru notendur að samþykkja það að gögn um neyslumynstur þeirra séu geymd og notuð til að hafa beint samband við þá, til að selja þeim meira af því sem þau eru að kaupa eða eru líkleg til að kaupa.



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf nidur » Fös 22. Jan 2016 14:40

Þetta er nátturulega bara fyrirtæki sem er að reyna að græða pening, þeir græða á sölu innan kerfisins og í svona 3a dæmi.




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf wicket » Fös 22. Jan 2016 16:40

Er búinn að nota gomobile í meira en ár, hef aldrei fengið neitt frá þeim fyrir eitt push notification og svo fréttabréf á emaili.

Ef þeir ætluðu að vera að bomba á mig tilboðum og stöffi út frá notkunarsögu hefur það að minnsta kosti ekki gerst enn. Meniga aftur á móti eru nonstop að henda í mig tilboðum út frá minni kaupsögu.

Keypti AppleTV fyrir gomobile inneignina mína, fíla það. Inneignin varð til útaf einhverju sem hvort sem er gert. Kaffi, kruðerí, bjór og föt.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf rapport » Fös 22. Jan 2016 17:24

http://www.gomobile.is/skilmalar skrifaði:Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile.


Ég skil þetta sbr. undirstrikun í texta...

s.s. að gefið er leyfi til að færsluhirðar þeirra fyrirtækja sem eru í samstarfi við GOmobile þurfi að senda allar færslur á kortinu til GOmobile.

Dæmi, ég versla hjá fyrirtæki X sem er í samstarfi við GOmobile, færsluhirðir þeirra er Valitor. Valitor sendir þá GOmobile "allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf."



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf pattzi » Fös 22. Jan 2016 17:29

Ég er búin að vera með gomobile síðan það byrjaði og ég hef safnað c.a 3000 kr þar á þessum tíma þar sem eini staðurinn hérna í mínum bæ er Veitingastaður og svo orkan



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 22. Jan 2016 20:59

Sama hér. Skráði mig eftir að hafa fengið símhringingu fyrir einhverjum árum. Er búinn að safna einhverjum þrjúþúsundkalli í þetta en hef aldrei notað þar sem það var ekkert sem ég gat keypt í versluninni fyrir minna en 10.000 kall eða eitthvað á sínum tíma.

En sniðugt að það sé hægt að nota inneignina í annað núna. En til þess að fá einhverja upphæð til baka þarf maður að vera frekar stórtækur með kortið.

Ekki eins og ég sæki sérstaklega í staði bara af því þeir bjóða upp á gomobile, en þetta hefur ekki verið fyrir mér hingað til.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf beatmaster » Lau 23. Jan 2016 00:26

wicket skrifaði:Er búinn að nota gomobile í meira en ár, hef aldrei fengið neitt frá þeim fyrir eitt push notification og svo fréttabréf á emaili.

Ef þeir ætluðu að vera að bomba á mig tilboðum og stöffi út frá notkunarsögu hefur það að minnsta kosti ekki gerst enn. Meniga aftur á móti eru nonstop að henda í mig tilboðum út frá minni kaupsögu.

Keypti AppleTV fyrir gomobile inneignina mína, fíla það. Inneignin varð til útaf einhverju sem hvort sem er gert. Kaffi, kruðerí, bjór og föt.
En þú veist ekki hvaða fyrirtæki eru búinn að fá þig til að kaupa eitthvað útfra upplýsingum um þig sem gomobile er búið að selja þeim.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf Dúlli » Mán 01. Feb 2016 09:42

Hvernig er þetta að standa sig ?



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: 3a.is - Þrenna

Pósturaf nidur » Mán 01. Feb 2016 09:49

so far so good, fyrir mig allavega.

Það kemur ekki vel fram á síðunni en þú sérð gagnanotkunina í appinu frá símanum.